Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.01.1973, Side 22

Vikan - 11.01.1973, Side 22
Þrjár vikur liðu. Ann reyndi að drepa timann með þvi að sóla sig, lesa og leika tennis við Hugh Barstow, sem var mjög lélegur leikmaður og Sally Mentius, sem aftur á móti var mjög góður tennisleikari. Aukin vinátta hennar við konu læknisins sætti hana við þessar aðferðir doktor Mentiusar og það var Sally að þakka að hún var nú orðinn fullviss um að doktor Mentius væri'raunverulega samvizku- samur visindamaður. Næstum þvi of samvizkusamur, fannst henni stundum, þvi að það voru aldrei nein frávik frá þvi að hann og aðstoðarmenn hans héldu sjúkiingum sinum þrem i rann- sóknadeildinni nákvæmlega frá klukkan niu til fimm alla daga, nema sunnudaga. Og þótt hún vissi að þetta var að likindum nauðsynlegt, þá var henni farið að leiðast þessi stranga gæzla, sem hélt manninum hennar frá henrli allan þennan tima. Eftir klukkan fimm var hann alltaf heilan klukkutima með Bill Bradshaw og þeir fóru þá i gegnum póstinn og önnur plögg, sem viðskiptunum viðkom. Og stundvislega klukkan tiu skreið hann ofan i þetta andstyggilega hylki, lokaði sig þar inni til næsta morguns. Hún fór að hafaáhyggjur af sambúð þeirra, sem alltaf hafði verið svolitið þvinguð, vegna þess hve þögull hann var um allar sinar framkvæmdir. Henni fannst hún vita æ minna um hugsanir hans og ákvarðanir. En eftir nokkurn tima var það lika annaö, sem hún fór að hafa áhyggjur af, þaö var svo furðu- legt að hún þorði varla að trúa sinum eigin augum, þvi að eftir þrjár vikur, fór það ekki milli mála að Mentasaðgerðin fór að sýna árangur, hvernig sem á þvi gat staðið. Arnold Hirsch hafði grennst töluvert, það mátti segja að istran var eiginlega alveg horfin. Það var auðvitað mataræðinu að þakka, en breytingarnar á andliti hans hefði engin megrun geta orsakað. Það var eins og slök húðin væri nú orðin sléttari og hrukkurnar voru ekki svo djúpar, sem þær vour áður. Hann var lika miklu unglegri i hreyfingum og beinn i baki. Hann leit ekki út fyrir að vera eldri en fimmtugur maður eða þar um bil. Andlitsdrættir lafði Kitty, sem sannarlega höfðu borið merkí lifnaðarhátta hennar, en voru nú farnir að mýkjast ótrúlega. Pokarnir undir augunum voru næstum horfnir og augun voru miklu skærari. Þegar hún kom hafði hárið verið glanslaust og þurrt af sifeldum litunum, en var nú glansandi og mjúkt og ljós liturinn var svo eðlilegur að það var útilokað að sllkt gæti verið fyrir snilli einhvers hárgreiðslu- meistara. Og hálsinn, sem venju- lega segir miskunnarlaust frá um aldurinn, var orðinn fyllri og sléttari. Og Michael . . . .Það var þriðja miðvikudagskvöldið eftir að þau komu til Sviss, að hún var að láta skyrtuhnappana I fyrir hann, að hún tók eftir höndum hans. Þótt Michael hefði verið til- tölulega unglegur, þá voru hendur hans alltaf sinaberar og ellilegar, með brúnum blettum. Þessi einkenni voru öll horfin. — Hvað hefur Mentius gert við hendurnar á þér? spuröi hún undrandi. — Ekkert. Hversvegna spyrðu? — Elskan min, sérðu ekki, brúnu blettirnir eru allir horfnir. Hann virti hendur sinar fyrir sér. — Já, ég hef tekið eftir þvi, þetta er Mentas. — Þá hefir þetta raunverulega áhrif. Þetta yngir ykkur upp. — Já, það litur þannig út. Mentius segir að eftir nokkrar vikur héðan i frá þá eigum við að fara i gegnum ljóðmúrinn, eins og hann segir að gamni sinu. Hinn liffræðilega fimmtugs- aldur. Hann segir að þá verði helmingurinn af staf- böndunum horfinn. — Stafböndin milli DNA gormanna? — Já. Og þá er það sem breytingarnar fara að koma i ljós. Ég held að þessar aðgerðir séu vel verðar þessarra peninga. Hún gat alls ekki neitað þvi. En þegar hún lá i rúmi sinu, andvaka á nóttunni og virti fyrir sér hylkið, sem maðurinn hennar var innilokaður I, eins og steik i frystikistu, fannst henni allt snúast við i höfðinu á sér, þegar hún hugleiddi hvað þessi hugmynd fól I sér. Hugsaði um hvað þetta gat haft i för með sér fyrir mannkynið. Ruglingurinn, sem kæmist á, ef mikill hluti mannfólksins gengi i berhögg við dauðann og héldi æsku sinni, guð vissi hve lengi. Einmitt nú, þegar offjöldgunin var svo mikið vandamál. Mentas gæti aukið þessi vandamál til muna Hvað henni sjálfri viðkom, þá hafði það óneitanlega miklar breytingar i för með sér, að maðurinn hennar yrði þrjátiu árum yngri. Michael hafði oft talað um það við hana, að hún vildi helzt aldrei tala um aldurs- mun þeirra og það var satt, hún hafði aldrei viljað hugsa um það. Hún hafði lagað sig miklu meira eftir vilja Michaels, en venjulegt var milli hjóna, sem voru jafnaldra. Og hann hafði allt of oft umgengist hana sem barn. Eins og þegar hann þaggaði niðri i henni með glæsilegum skart- gripum og öðrum gjöfum.......... En hvernig yrði það nú, þegar þau yrðu allt að þvi jafnaldra? Hún átti erfitt með að hugsa sér að persónuleiki Michaels tæki nokkrum breytingum. Og hvernig færi þá með samkomulagið og dagleg samskipti? Þegar hún svo lá þarna, nótt eftir nótt og starði á þetta hvita hylki og draugalegt ljósið, sem skein upp um glerlokið, fór hún aö hafa áhyggjur af framtlðinni, sem áður hafði verið svo skemmtileg og örugg. Hún var vön að fara i fimleika- salinn klukkan hálftiu á hverjum morgni. Og næsta dag fór hún upp I snyrtideildina, til að ákveða tlma við Lisl Oetterli. Sally hafði ákveðið einskonar diskotekhóf um kvöldið og hún vildi lita sæmilega út. En i stað Lisl, var komin ný stúlka. — Ég heiti Rósa, Lisl verður fjarverandi I mánuð. — Jæja, hvernig stendur á þvi? — Hún missti fóstrið. Læknirinn gaf henni fri i mánuð, til að jafna sig. Ég verð i staðinn fyrir hana á meðan. Ann ákvað tima hjá Rósu og fór svo i fimleikasalinn. Þótt hún væri búin að vera þar á hverjum morgni, haföi hún ekkert kynnst Stahling. Það var ekki vegna þess að hann væri óvingjarnlegur, henni fannst það frekar þannig að hann væri feiminn i návist kvenna. Meðan hún var að hita sig upp, sagði hún, án þess að hugsa sig um: — Ég heyri að Lisl hafi látið fóstrinu. — Og hversvegna eruð þér að segja mér það? spurði hann og var reiðilegur á svip. Ann roðnaði. — Aðeins vegna þess að nýja stúlkan var að segja mér þetta.......Ég sagði þetta ekki af neinum sérstökum ástæðum. Hann hristi höfuðið. — Nei, ég veit hvernig á þvi stendur. Hefir ekki frú Mentius sagt yður að það hafi verið ég, sem var orsök að þunga hennar? En það er haugá- lygi. Þessi Lisl er kærulaus stelpa og frú Mentius hefir engan rétt til að draga mig inn i þessi skitverk þeirra. — Skitverk? Hvað eigið þér við? — Þér haldið þó ekki að það sé rétt að hún hafi misst fóstrið? — Hvað skyldi það annars vera? Hann hikaði andartak. — Frú Brandywine, ég dáist mjög mikið að doktor Mentius og ég er viss um að hann er hreinasti snillingur. En það sem hann gerir við þessar stúlkur er hreinlega viöurstyggð. — Eigið þér viö að Mentius sé faðirinn? sagði Ann hneyksluð. — Nei, ég á ekki við það. En hann gerir þær barnshafandi. Ann starði undrandi á hann. — Ég skil ekki hvað þér eruð að fara. — Þau halda þvi leyndu, en ég bý með Kurt, bróðir Lisl, svo ég veit sitt af hverju. Lisl hefir sagt honum frá þvi. Og hún er ekki sú eina, það eru fleiri hérna i ná- grenninu, sem eru eins kæru- lausar og hún. Þær hafa orðið barnshafandi og nú hefir Mentius tekið fóstrin. Hann greiðir þeim riflega fyrir þetta. — Gera þær það fyrir peninga? hafði Ann eftir honum og hún trúði ekki þvi sem hann var að segja. — Já, þær gera það fyrir peninga og mér finnst þetta hegningarvert. Svo ég tali nú ekki um að frú Mentius skuli láta liggja að þvi að ég sé faðir aö þessum ófæddu börnum. Það finnst mér fyrir neðan allar hellur. — Já, það get ég skilið, sagði Ann hikandi. — En faðirinn, eða feðurnir —hverjirskilduþað vera? Hvað hefir Lisl sagt um það? — Lisl heldur þvi fram að þær hafi verið gervifrjóvgaðar. — Og svo látnar missa fóstrin. Þetta er mjög ósennilegt. Hann yppti öxlum. — Það finnst mér lika, en Lisl segir að það sé eitthvað i sambandi við rannsóknir Mentiusar á fóstrum og ég trúi henni. Nú hefur læknirinn sent hana burt i einn mánuð. Það er liklegt að hann 22 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.