Vikan - 11.01.1973, Side 35
FRAMHALDSSAGA EFTIR
DOROTHY DANIELS
7. HLUTI
- Agætt! Gerið svo vel að koma
inn, herrar minir.
Við faðir minn fylgdum þeim
siðan inn i móttökusalinn, þar
sem frú Voorn stóð, meö
vanþóknunarsvip á andlitinu.
En einn blaðamaðurinn sagði: -
Ef frú Burgess er heima, væri
gaman að fá hana með á mynd-
ina. Þá gæti sézt þegar
fjölskyldan sameinaðist aftur.
- Alveg rétt, sagði faöir minn.
Náið þér i frúna, frú Voorn. Viö
verðum i lestrarstofunni.
Frú Voorn gekk áleiðis að
stiganum, en faðir minn, sem hélt
enn utan um mig ýtti mér inn i
litla ganginn og blaðamennirnir
fylgdu á hæla okkar. Svo opnaði
hann dyr og viö vorum sam-
stundis komin inn i vinnustofuna
hans. Ég glennti upp augun,
steinhissa, þvi að nú sá ég, að hr.
Devois haföi farið meö mig langa
krókaleið i gærkvöldi, þessi hr.
Devois.
Faöir minn stakk uppá, að við
stæðum fyrir framan arininn. bað
var ágætis staöur,-ekki einasta
vegna þess, hve fallegur arininn
var, heldur og vegna þess, að
myndin'af föður minum var beint
uppi yfir honum, og það var
sannarlega ágæt mynd. Ljós-
myndararnir voru einmitt búnir
að koma tækjum sinum fyrir,
þegar móöir min kom inn, fram
undan skerminum. Hún hafði
sýnilega veriö við þessu búin, þvi
að hún var nú komin i dökkfjólu-
bláan, þröngan kjól. Hún var
glæsileg útlits, og ég þóttist
sannfærð um, að hún væri ekkert
gildvaxnari en ég. Ég var sann-
arlega hreykin af henni.
Hún gekk nú til okkar og ljós-
myndararnir tóku af okkur
margar myndir, allt þangaö til
stofan var orðin svo full af reyk
frá blossaljósunum, að við gátum
varla náö andanum. Frú Voorn
notaði tækifærið til þess að koma
inn og opna glugga til þess að lofta
út -1 stofunni.
Loksins fóru blaðamennirnir og
sneru aftur til vagnanna, spm
þeim hafði tekizt að leigja sér i
þorpinu, og óku slðan burt.
- Húh! sagði fa,ðir minn. Mikið
geta þessir náungar reynt á
þolinmæðina i manni. Þeir ættu að
læra svolitla mannasiði. En svo
geta þeir lika orðið manni að
gagni. Ég legg alltaf áherzlu á að
koma mér vel við þá, Jane elskan.
Og mundu það, að veslingurinn
hann pabbi þinn, sem er alltaf aö
bjóða sig fram til eins eöa annars,
þarfnast alls þess blaðastuönings,
sem hann getur fengiö.
- Það skal ég muna, sagöi ég og
brosti. Þar eð mér virtist hann
vera i svo góðu skapi, ákvaö ég að
spyrja hann, hvað hann hyggðist
fyrir viðvikjandi Ellen Randell.
Það var mál, sem bráölega þyrfti
aö utkljá og þvi þá ekki nú strax.
- Pabbi og mamma, gætum við
ekki sett okkur sem snöggvast og
talaö um hana Ellen Randell?
Viljið þið ekki lofa mér að segja
ykkur, hve dásamleg hún var
alltaf I minn garð? Gerið þið það,
. . . .áður en þið geriö henni neitt
mein.
Faðir minn ræskti sig og leit á
móður mina, en hún setti upp
hörkusvip, sem fór henni hreint
ekki vel.
- Jane, sagði hann. - Þessi gæði
hennar við þig breyta engu um
álit okkar á sekt hennar.
- Lofið mér þá aö heimsækja
hana. Hún þarfnast min. Ég lofa
ykkur, aö ég skal koma aftur.
En faðir minn var ósveigjan-
legur. - Ef við lofum þér að fara
Utur þaö út eins og viö höfum
fyrirgefið henni. En það getum
við ekki og munum ekki gera.
Ég sneri mér að móöur minni. -
i fimmtán ár hef ég verið hjá
henni, i þeirri trú, aö hún væri
móðir min - og elskað hana eins
og hún væri það. Þvi get ég ekki
gleymt eöa útrýmt þvi úr huga
minum, þvi aö hún var aldrei
grimm eða ósanngjörn við mig.
Allt sem hún gerði, gerði hún min
vegna. Getiö þið ekki skilið, hve
ómögulegt mér er að snúa við
henni baki þegar hún þarf mest á
mér að halda? Hún hefði aldrei
þurft að ^enda mig hingaö. Og ef
hún hefði ekki gert það væri ég
hjá henni núna - eða að minnsta
kosti sæti ég i biðstofunni i
Bellevue, aðeins til þess að vera
nærri henni. Hún á engan annan
að I heiminum. Ég bið ykkur aö
lofa mér að fara til hennar.
- Ég banna þér að fara til New
York til að hitta þennan kven-
mann, sagði móðir min valds-
mannslega og augun leiftruðu af
reiði.
Þett.a var nú stundin, sem ég
haföi kviðiö fyrir, en nú var hún
komin, og ég varð að horfast i
augu við hana. Ég ætlaöi að fara
að Segja móður minni, að ég
mundi óhlýðnast henni og fara,
hvað sem hún segði, en einmitt þá
rakst Bridey inn.
- Hr. Devois er kominn, frú
sagði hún. '
- Bjóddu honum inn, skipaöi
móðir min og röddin var enn
hörkuleg af reiði.
- Já, frú.
Lance kom inn, Iklæddur reið-
fötum. Hann var jafnglæsilegur
og i gærkvöldi, þvi að hann var
hár, herðabreiöur og karlmann-
legur.
- Ég vona, að ég komi ekki til
óþæginda, sagði hann, enda þótt
hann vissi vel, að svo var, þvi aö
loftið var rafmagnað og það mátti
vel sjá á svip okkar.
Móðir min varö fyrst til þess að
stilla tilfinningar sinar.
- Nei, vitanlega ekki, Lance.
Við vorum einmitt að ljúka viö
erfiðan fund með blaðamönnum
og ljósmyndurum. Og það er
þreytandi, geturöu veriö viss um.
- Ég veit það, sagði Lance. - Ég
sá þegar þeir voru aö fara.
- Það var verst, að þú skyldir
ekki koma fyrr, Lance. Þá
— Aður en ég hitti
þau vonaði ég,
að þau vildu ekki
viðurkenna raig.
Ég vildi fara aftur
til New York
ogtil Ellenar Randell,
konunnar, sem ég
hélt vera móður mina.
hefðiröu getað fengiö mynd af þér
I blööin.
- Já, vist var það leiðinlegt. Mér
hefði ekki þótt margt að þvi að fá
mynd af mér með svona göfugri
fjölskyldu.
Ég var enn reið og ekki dró það
úr reiðinni, að foreldrar minir
skyldu gera svona litið úr tilefni
þess, að myndirnar voru teknar.
Ég sneri mér að arninum, þvi
að ég var rétt farin að gráta. -
Þetta var nú varla tilefni til aö
verða hreykin af.
Faðir minn gekk til min og
lagöi hendurnar á axlir mér.
- Góða min, við erum nú öll i
æsingi. Þessir blaðamenn . . ,og
ljósmyndarar . . .þetta er mikil
áreynsla, sérstaklega vegna þess
að þú ert því alveg óvön, enda
kom það þér lika úr jafn-
vægi. Ég svaraði, án þess að lita
upp: - Það kom mér ekkert ú
jafnvægi.
- Þá skulum við tala um það
þegar við erum búin að borða,
sagði hann, og það mátti heyra,
aö hvað hann sjálfan snerti, væri
málið útrætt. - Ég er oröinn glor-
soltinn.
- Ég er ekkert soltin. Ég borðaöi
morgunverðinn svo'seint. Ég var
enn að tala við arininn og var
önug, veit ég, en ég var móðguð
og vonsvikin og reiö. Ég fann, að
mér mundi svelgjast á matnum.
- Þá ættiröu aö biðja hann
Lance að fara út að ganga með
þér um landareignina, sagði
móöir min og röddin i henni var
næstum argandi og gaf til kynna,
að hún væri enn reið. - Hann ratar
um allt og getur sýnt þér lands-
lagið.
- Ef ungfrú Jane samþykkir
þetta, væri mér bæði ánægja og
heiöur, sagði Lance.
Þetta er þýöingarlaust, hugsaöi
ég. Að minnsta kosti i bili. . . .þvi
að ég gat ekki gert meira uppi-
stand en þegar var oröið, að
Lance viðstöddum. Og kannski
Framhald á bls. 42.
2. TBL. VIKAN 35