Vikan

Útgáva

Vikan - 11.01.1973, Síða 45

Vikan - 11.01.1973, Síða 45
NÁLSTUNGU- AÐFERÐIN Framhald af bls. 9. t lækningar á taugasjúkdómum í Indlandi. Þessar indversku lækningaaðferðir eiga þó frek- ar skylt við jóga en nálstungu- aðferðina. James Reston, frægur blaða- maður við New York Times, sem var í fylgd með Nixon Bandaríkjaforseta er hann heimsótti Maó formann fyrir skömmu, var skorinn upp við botnlangabólgu á „andheims- valdasinnuðu“ sjúkrahúsi. Upp- skurðurinn gekk slysalaust, ^n nokkrum dögum síðar fékk Reston þarmalömun og iðra- kveisu. Til að ráða bót á þessu var hann stunginn nálum í oln- boga og hné, í því augnamiði að „örva þarmana". Reston barst lítt af undir stungunum og sá sársauki dró athygli hans frá iðraverkjunum. Sennilega fæst lækning með nálstunguað- ferð einkum með þessu móti, og kannski eingöngu. Þessu til grundvallar skortir ekki rök úr líffærafræðinni og eðlisfræð- inni. Taugarnar á einum stað eru stíflaðar, þannig að sárs- auki frá öðrum stöðum nær ekki til meðvitundarinnar. Dýralæknar nota þessa að- ferð talsvert. í efri vörinni er þéttriðið net af tilfinningataug- um, og frá því liggur svoköll- uð nervusir trigeminus. Með því að hnýta snæri í efri flip- ann á hesti er hægt að ein- beita athygli hans að sársauk- anum í flipanum, svo að hægt er að gera á honum minnihátt- ar skurðaðgerðir. Á líkan hátt er hægt að meðhöndla svín, og nasahringur tarfsins gegnir álíka hlutverki. Síðustu öldina hefur staðið yfir í Kína slagur milli ava- gamallar þarlendrar læknislist- ar og nýmóðins vestrænnar. Trúarskoðanir og þjóðernis- hyggja hafa komið þar inn í. Kommúnistar vildu, þegar þeir höfðu sigrað í borgarasytrjöld- inni, breyta ríkjandi ástandi gagngert til samræmis við breytta tíma, en þá skorti sár- lega bæði menn og fjármagn til að endurskipuleggja heil- brigðismál Kínverja með nú- tíma læknavísindi sem grund- völl. Það varð því að eins kon- ar neyðarúrræði að leggja áherzluna á hið þjóðlega í þess- um efnum. Hugsjónaleg atriði og tortryggni gagnvart tiltækj- um kapítalista ýttu hér einnig undir. Aukin notkun nálstunguað- ferðarinnar í Kína hefur haft í för með sér nýjan og vægast sagt allákafan áhuga á þessu fyrirbæri á Vesturlöndum. Sumt af því fólki, sem þar að- hyllist aðferðina, virðist vera hið sama og hrifnast er af allrahanda skottulækningum, og stendur vitaskuld ekki á þessum venjulegu skrumurum og svindlurum, sem flest þykj- ast þekkja á himni og jörðu, að notfæra sér það. Menn hrífast gjarnan af því sem er dular- fullt, óskilgreinanlegt. Á hinn bóginn felast í fræðunum um nálstunguaðferðina líffræðileg- ar staðreyndir, til dæmis þær að hægt er að nota hana til deyfingar, í vissum tilfellum að minnsta kosti. Og það væri mikil gæfa að geta eitthvað takmarkað notkunina á deyfi- lyfjum. Nálstunguaðferðin get- ur að vísu ekki leyst núgild- andi deyfingaraðferðir af hólmi, en kannski bætt þær upp að einhverju marki. ☆ BRÚ YFIR ■,, Framhald af bls. 10. útlit mitt, fyrst ég fengi ekki framar að heyra hrósyrði hans og aðdáun. (Vitanlega trúði ég því ekki eitt andartak, að ég væri eins og hann sagði. En af því að ég er kona, þótti mér vænt um að heyra það). Eins og venjulega greiddi ég sítt hár mitt. Hvað þetta hár hafði verið mér til ama! Þegar ég var lítil, gerði móðir mín í það ljósa lokka og síðan flétt- ur. 'Ég vildi verða fullorðin og klippa það stutt. Ég klippti það eins fljótt og ég með nokkru móti gat, en svo lét ég það vaxa aftur, af því að hann vildi hafa það sítt. Nú gæti ég klippt það aftur, úr því að hann sæi það aldrei, — og á sömu stundu vissi ég, að ég mundi aldrei gera það, enda þótt sídd þess væri nú silfur í stað gulls áður. Allir farþegarnir í þotunni voru nú vakandi. Fyrr eða síð- ar færum við að tala saman. Samt vissi ég, að hversu margt fólk, sem í kringum mig yrði, yrði ég héðan í frá ætíð ein innra með sjálfri mér. Okkur hafði alltaf þótt gaman að ferðast. Hann var mjög skemmtilegur ferðafélagi. Hann vissi alltaf, hvað við ættum að sjá á hverjum stað og hvert við ættum að fara, og ég fylgdi honum í áhyggjulausri ham- ingju. Hvað við höfðum átt góðar stundir, hve samveruár okkar höfðu verið hamingjurík. í New York tókum við fyrstu börnin okkar og hófum líf sem foreldr- ar. Hann hafði viljað hafa stóra fjölskyldu, og hvað okk- ur þótti vænt um að fá til okk- ar þrjá syni og sex dætur — hin yngsta var blíðlynd hálf- amerísk stúlka, sem kom til okkar frá Japan fyrir ellefu ár- um. Og brátt varð draumur okkar um að búa í sveit að nauðsyn. Við fluttumst á sveita- setur í Pennsylvania, þar sem hann kenndi börnunum tennis, baseball og golf, sund og reið- mennsku. Ég hallaði mér aftur í sætinu og mundi þetta allt og brosti með sjálfri mér. Undar- legur friður, hlýr og lifandi, virtist flæða um mig alla. Röddin í hátalaranum til- kynnti, að brátt myndum við lækka flugið til lendingar í New York. Nú varð ég að mæta vinum aftur, og fjölskyldunni — og eitt andartak kveið ég fyrir því. Það hafði verið auð- veldara að vera hér í skjóli þeirra, sem ekkert vissi um hagi mína. f flugstöðinni biðu tvær dætra minna. Ég leit í andlit hvorrar um sig, og hafi ég óttazt eitthvað, þá hvarf nú sá ótti. Það var gott að vera aftur hjá þeim, sem unnu mér og ég unni einnig. Á leiðinni til heimilis okkar í Pennsylvania, hlustaði ég á hina giftu dóttur mína segja frá. Hann hafði verið eins og þar til fyrir tveim dögum. Hún hafði komið frá húsi sínu hin- um megin við lækinn og verið í heimsókn hjá honum með þrjú lítil börn sín um morguninn. Börnin klifu upp í rúmið hans og kysstu hann. Þau fóru burt aftur, og þegar hún kom til baka litlu síðar, var hann horf- inn burt. Þetta var svo einföld saga, að ég þoldi að heyra hana sagða. Loks ók bíllinn upp kunnug- lega brautina heim að húsinu. Hið vingjarnlega fólk, sem hjálpar mér í húsinu, á skrif- stofunni og á landareigninni beið allt eftir mér, —• og börn- in okka höfðu komið úr öllum áttum. Hann lá á legubekk, augun lokuð og hendurnar nið- ur með siðunum. Hann var í blágáum tveedfötum, sem hann hafði mikið uppáhald á og með drökkblátt hálsbindi, sem ég hafði gefið honum á síðustu jólum. Há hans, sem aðeins var grátt að nokkru leyti, var greitt frá enninu. Andlit hans var Framhald á bls. 48. NOTIÐ FRÍSTUNDIRNAR Vélritunar- O0 _____ hraðrltunarskóllnn Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21 768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Assn. of Canada. 2. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.