Vikan - 29.03.1973, Blaðsíða 12
HERRA
PENFOLD
Smásaga eftir H.E. Bates
Anna Maria Þórisdóttir þýddi.
Breytingin, sem orðið hafði á stúlkunni hafði slík áhrif á hann,
að þegar hann kom inn i húsið, fannst honum
eins og eitthvað hið innra með honum myndi springa
i loft upp á bak við feimnisgrimuna.
Hann langaði til að tala um það við frú Armitage,
hvað Katie hefði skyndilega orðið alveg fullorðin.
En hann gat ekkert sagt.
Herra Penfold var farandsali, sem seldi vefnaðarvöru og smádót og
var liðlegur með greiðsluskilmála. Hann kvaldist af feimni og ófram-
færni, hafði næstum ósýnileg augnahár og virtist myfidi vera ánægðari
fengi hann að ganga afturábak fremur en áfram. Annan hvorn
fimmtudag klöngraðist hann út i sveit á þungu þrihjóli með tágakörfu og
heimsótti frú Armitage, sem var striðsekkja og dóttur hennar, Katie.
Herra Penfold hafði heimsótt frú Armitage og dóttur hennar alveg siðan i
striðinu eða svo lengi, að hann var næstum eins og einn úr fjölskyldunni.
Hann var orðinn nokkurs konar vani i augum Armitagemæðgnanna, sem
áttu heima i rauðu tigulsteinshúsi neðst i hliðardragi nokkru. Húsið var
umgirt þéttum sýringarunnum og undir þeim blómstruðu stórar breiður
af snjóklukkum snemma á vorin. „Jæja, nú kemur herra Penfold i dag,”
sögðu þær annan hvorn fimmtudag. Og siðan, þegar klukkan var að
verða fimm: „Núfer herra Penfold að koma”. Og loks, þegar þær heyrðu
þunglamalegt körfuhjólið dregið ýskrandi og brakandi yfir grasröndina
umhverfis húsið, sögðu þær: „Þetta er herra Penfold.” Siðan biðu þær
eftir þvi að herra Penfold berði að dyrum. Hann barði afar feimnislega
að dyrum og engu var likara en hann hefði siðan hlaupið i burtu. Og loks,
þegar herra Penfold steig mjög hæversklega yfir þröskuldinn, sögðu
þær: „Jæja, þetta er herra Penfold!”, sem væri hann útlendingur frá
fiarlægu landi. Framhald. á bls. 31.