Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 29.03.1973, Qupperneq 25

Vikan - 29.03.1973, Qupperneq 25
Ilér sjáuni við kúpuhúsin lians Doernachs, sem talað er upi i greininni. I>au stóðust ekki prófið sent fljótandi hús, en eru nú til sýnis á þurru landi i Liidenscheid. Fáir mundu vilja búa til lengdar i þessum litla kofa, enda er hann hugsaður sem neyðarskýli. Hann er gerður úr frauðkenndu efni, sem er sprautað úr eins konar b.vssu, og þannig má reisa skýli sem þetta á ódýranog fljótlegan hátt. I>vi er ekki ætlað að endast lengi, heldur að leysa sárustu neyö fólks, sem verður fyrir barðinu á óblíðum náttúruöfluin. .... wa&ÉrTZ/Zf / JTJ Þetta skemmtilega hús úr glertrefjastyrktu gerviefni vakti þegar mikla alhygli, og höfundur hússins Itefði getaö selt það i tugatali samdægurs og hann reisti það, hefði hann haft nauðsynleg leyfi upp á vasann. En það stendur t til bóta. verður að fjöldaframleiða slik ► hús, sem geta keppt við þær byggingaaðferðir, sem við notum núna. Það, sem einkum hindrar þróun mála, er andstaða byggingayfirvalda. Fyrrnefndur Wolfgang Feierbach, sem sjálfur hefur búið i gerviefnahúsinu sinu um nokkurra ára skeið, hefur fengið fjölda tilboða i sams konar hús. En byggingayfirvöld hafa ekki viljað viðurkenna húsið hans, og á meðan er óliklegt, að aðrir fái byggingaleyfi fyrir sliku húsi. Ekki alls fyrir löngu ætluðu nokkrir hugvitsmenn að koma fyrir nýstárlegu sumarhúsi, sem likt var við fljúgandi disk, uppi á þaki á margra hæða verzlunar- húsi, en það fyrirtæki var stöðvað af byggingayfirvöldum. Hér er ekki um einskæra andstöðu við nýjungar að ræða, heldur verða yfirvöld einnig að hugsa um hag hins almenna neytanda og vernda hann gegn hugsanlegri ævintýra- mennsku á þessu sviði. Það liða áreiðanlega nokkur ár, áður en gerviefnahúsin verða tekin góð og gild á almennum markaði. Það er ekki nóg með, að byggingayfirvöld séu dálitið ihaldssöm, heldur er al- menningur ekki reiðubúinn til að sætta sig við nýstárlegt útlit þessara húsa. Til allrar hamingju fyrir byggingariðnaðinn viljum við enn sem komið er endilega halda okkur við kassana okkar á föstum grunni með þykkum veggjum og traustvekjandi þaki. En kannski næsta kynslóð búi i svipuðum húsum og sjá má um þessar mundir á tilraunasvæði SAMAG i Liidenscheid. 13.TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.