Vikan

Útgáva

Vikan - 29.03.1973, Síða 39

Vikan - 29.03.1973, Síða 39
stundum nefnt sakramenti Heilags anda eða ferming. Fermingin fékk þá merkinguna styrking eða efling. Hinn fermdi fékk styrk Heilags anda til eflingar trúarlifi sinu. Hann átti aö vera hermaður Krists i veröldinni. Hér eru þá tilkomin áhrif riddarahugsjónarinnar. Slíkur er skilningurinn, þegar siöbótin kemur til sögunnar. Þessari fermingu afneituðu siðbótarmennirnir. Hún var ekki sérstakt sakramenti, að þeirra hyggju, þvi að-hana skorti þau einkenni,sem sakramenti þarf að hafa að skilgreiningu Bibliunnar. Fermingin átti hvorki sérstakt fyrirheit né sýnilegt tákn, ef hún var slitin úr tengslum við skirnina eins og nú var orðið. Þrátt fyrir þetta tóku lútherskir menn upp fermingu, en i öðrum skilningi. Þetta gerðist þegar á fyrstu áratugum siöbótarinnar. Fermingin varð þvi sums stað- ar viðhafnarsiöur við lok uppfræðslunnar. Ánnars staöar var enginn viöhafnarsiður, heldur próf að lokinni uppfræðslu, er veitti aðgang við altarissakra- mentinu. A Norðurlöndum var fermingin ekki tekin upp sem athöfn nema á tslandi. Það var Guöbrandur Þorláksson, Hólabiskup, sem gerði það i biskupsdæmi sinu árið 1596. Skipan hans hélzt til ársins 1694 viða á Noröurlandi. Þessi fermingarathöfn Guðbrands hafði að fyrirmynd þýzka fermingarskipan. Hún var fólgin i þvi, að börnin gengu upp að altarinu meö foreldrum sinum og gerðu þau þar grein fyrir trú sinni. Þetta var nokkurs konar fermingarpróf. Siöan var þeim flutt hvatningarávarp um að standa stöðug i trú og hlýðni. ásamt árvekni i bænum. Siðan báðu börnin bænar um það,að þau fengju staðist i trúnni og höfðu þau bænina eftir prestinum. Að þvi búnu voru hendur yfir þau lagöár með bænargjörð og að þvi búnu neyttu þau altarissakra- mentisins. Eftir 1694 hefir fermingar- athöfnin lágzt niður, • en uppfræöslunni einni haldiö, þangað til fermingarathöfn er aftur innleidd með konungsbréfi 1741. 1 tiö Guðbrands biskups, og meöan fermingarskipan hans hélzt i Norðúrlandi, fór ferming fram, þegar börn voru 10 ára eða 12 eða 14 ára eftir kunnáttu. Þau áttu að kunna Fræöi Lúthers hin minni meö skýringum hans. Undirbúningur hófst, þegar börn voru 6 eða 7 ára. Prestar skyldu fylgjast með uppfræðslunni og fara i þvi skyni þrisvar á ári, hiö fæsta, um sóknir sinar. 1 siöara fermingaratferli, eða eftir endurupptöku 1741 og næstu ár, þá eru sömu spurningar lagðar fyrir börnin i fermingunni og lagöar höföu verið fyrir guð- feðgin viö skirn barnanna. Þannig staöfesta börnin þaö, sem áður var heitiö fyrir þeirra hönd. Sömuleiðis eru þau spurð úr fræðunum og siðan lagðar hendur yfir þau með bænagjörö. Þá er neytt altarissakra- mentisins. 1 handbók presta frá 1910 er gert ráö fyrir þessari yfirheyrslu á kirkjugólfi. Börnin gera þar sameiginlega játningu trúarinnar með þvi að fara með postullegu trúar- játninguna. Siðan er bæn með handayfirlagningu, þar sem þess er beöið, að barnið fái haldizt i skirnarnáö sinni. 1 siðustu handbók presta frá 1934 er áþekkt atferli. Þó er ekki gert ráð.fyrir yfirheyrslum við fermingu. Samt hafa sumir prestar iðkað einhvers konar við- ræöur viö fermingarbörnin, þegar fermt er, en þessar viðræður eru hvorki próf né yfir- heyrslur. 1 þessari handbók presta er hins vegar spurning, sem miðar viö heit og lögð fyrir hvert barn. Þetta er heit um það áform aö hafa Jesúm Krist aö leiötoga lifs síns. Þetta heit miðar við þátttöku i tilbeiðslu og kristna umgengni i samfélagi manna. Með lútherskum mönnum ber að skoða ferminguna sem opin- bera játningu á trú kirkjunnar eftir að uppfræðsla hefir farið fram og sömuleiöis sem yfir- lýsingu einstaklingsins fyrir söfnuði og samfélagi, að hann vilji gera trú sina virka bæði i til- beiöslu og atferli manna á meöal, að óhætt sé að reikna með honum sem kristnum manni. Aðgangur að altarissakra- mentinu hefir verið bundinn fermingunni. Þaö er hvorki æskilegt né rétt að tengja neyzlu altarissakramentisins fermingu, sem miðar við 14 ára aldurstakmark. Ég tel, að þaö sé löngu fyrr, sem börn eru til þess fallin að iöka þessa tilbeiöslu, ef þau hafa alizt upp með þeim, sem miða lifsháttu sina við kristna trú, eru uppfrædd meö fordæmi ástvina sinna og eru sjálf trúuð börn. Altarissakramentið og tilbeiðslan miöar viö trú. Börn eru vel hæf til aö bergja sakra- mentið með trú bernsku sinnar. Fjórtán ára aldurstakmark er bæði vafasamt og háskalegt, sem hindrar eölilega tilbeiðsluhætti barna um langan tima og stuðlar aö afrækslu sakramentisins, sem er hin eiginlega guðsþjónusta kristinna manna, sett af Kristi handa játendum hans. —oOo— Meö þessum oröum tel ég, að gerðhafi veriö skilmerkileg grein fyrir fermingunni og gildi DRIUUR Veiðihjól og veiðistengur. Beztu gjafavörurnar Sportval Laugavegi 116 - Simi 14390 VIÐAR-ÞILJUR í miklu úrvali(panel-borð og plötur) Einnig nýkomið IDULUX loft og veggplötur, 50x50 cm. MADISON-harðplastplötur HARÐVIÐARSALAN S/F Grensásvegi 5 — sipiar 85005 og 85006 PöntunarseSill KLIPPIÐ HÉR a: HU X © CL O. I Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, f því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávfsun/póstávísun /frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). ....... Nr. 75 (5084) Stærðin á að vera nr........ Vikan - Simplicity oc. HU X Q Q- CL Nafn I Heimili KLIPPIÐ HÉR 13. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.