Vikan

Útgáva

Vikan - 29.03.1973, Síða 48

Vikan - 29.03.1973, Síða 48
 1 SKARTGRIPIR UWL 1. -bzi FERMINGARGJÖFIN f ÁR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PALMI - Hverfisgötu 16 a - Sími 21355 öðrum þeim túlkunaraðferðum, sem mönnum eru kunnar. Castaneda segist til þessa hafi hliðrað sér hjá úrslitaglím- unni við „bandamann" sinn. Hann viðurkennir fúslega að hann horfi með kvíða til þeirr- av baráttu. „Þessi“ heimur á enn sterk ítök í honum; hann vill mjög gjarnan vera virtur rithöfundur og þjóðfræðingur. En hann er ekki grunlaus um, að lokaglíman við „banda- manninn“ verði til þess, að hann hverfi hinum stundlega efnisheimi að fullu og öllu. Hann á þegar orðið allerfitt með að semja sig að ýmsum siðum veraldar hins gráa hvers- dagsleika, sem gjarnan er nefnd svo. Don Juan vandi hann af regiulegum lifnaðarháttum, til dæmis því að vinna og hvílast á ákveðnum stundum sólar- hrings. Þeirri óreglu hefur hann haldið. Hann vinnur stundum allt að átján tímum í lotu, en er svo kannski í næstu andrá rokinn út á eyðimörk, og borðar og sefur þegar það dettur í hann, nætur sem daga. Eins og fyrr er að vikið, eru uppi ýmsar skoðanir á Casta- neda og meistara hans, og margt er sagt þeim bæði til lofs og lasts. Sumir aðdáenda þeirra prísa þá fyrir að hafa endurvakið áhuga manna á þekkingarsviði. sem lítt hafi ■'ærið sinnt á .Vesturlöndum frá því á renissanstímanum. Aðrir segja.Castaneda ekki hafa kennt neitt, sem spekingar Indlands og andlegir snilldarmenn á síð- ari tímum hafi ekki verið bún- ir að koma fram með. Sumir draga jafnvel tilveru meistar- ans Don Juans i efa, og satt er það að engin sönnun er fyrir því að hann sé til, nema bæk- ur Castaneda. Síðan þær komu út, hefur fjöldi áhugamanna þvælzt fram og aftur um So- nora og Arizona í leit að hon- um, en árangurslaust. í Mexí- kó hafa bækurnar valdið slík- um æsingi að mexíkönsk yfir- völd kváðu íhuga hvort ekki skuli banna að þær séu þýddar á spænsku fyrir mexíkanskan markað. Ef mexíkanskur al- menningur ætti aðgang að bók- unum, yrði leitin að Don Juan að fjöldaæði, sem ómögulegt er að segja um hvar endaði, segja sumir þar í landi. Kann- ski óttast yfirvöldin að bæk- urnar verði nýr og ógnveki- andi aflvaki þeirrar heiðni, ssm enn lifir góðu lífi neðan- jarðar í mexíkönsku _þjóðlífi, þrátt fyrir ofsóknir kaþólsku kirkjunnar í fjórar aldir. Ymsir aðrir þjóðfræðinear og fleiri vilja afgreiða bækur Castaneda sem skáldverk. en góð að vísu — það sakar ekki að minna á að Macpherson, sem honum hefur verið líkt við. átti með sínum Ossian drjúgan þátt í að hleypa af stað rómantísku bókmenntastefnunni hjá Þjóð- verjum og hafði djúptæk áhrif á ekki minni áhrifapersónu í sögunni en sjálfan Napóleon. Einn þjóðfræðingurinn hefur likt verkum starfsbróður síns við Ferðir Gúllívers. Castaneda hefur verið mjög gagnrýndur fyrir að segja ósatt frá um sína fyrri ævi, og sjálf- ur ber hann ekki á móti því að hann geri það. Svo er að sjá að hann líti á fyrri ævi sína, þá er staðfest verður og sönn- uð með vottorðum og skýrsl- um, aðeins sem einn ákveðinn veruleika, en ekki hinn eina. Það sem hann sjálfur skáldar upp um fortíð sína gæti því kannski verið honum að minnsta kosti eins „sannur“ veruleiki. Mikið atriði í kenn- invum þeirra Don Juans er ein- mitt það, að veruleikinn sé ekki plaer. Veruleikinn birtist hverjum og einum mótaður af umhverfi hans og menningar- legri fortíð. „Allt frá fæðingu hefur heiminum verið lýst fyr- ir okkur,“ hefur Castaneda eft- ir Don Juan. „Það sem við sjá- um er aðeins sú lýsing.“ Veruleikinn er því breyti- legur, allt eftir því hver sér hann, úr hvaða menningu hann er sprottinn. hvaða mvnd hann hefur fengið af raunveru- leikanum. Ymsar svokallaðar frumstæðar þjóðir eru raunar þessarar skoðunar. Bandarísk- ur þjóðfræðingur, Edmund Carnenter. segir: „Þeir inn- fæddu sjá ekki aðeins einn veruleik, heldur marga. Þeir triia ekki á alheim, einn heim, heldur margheim.“ Rétt er að undirstrika, að því fer fiarri að Castaneda geri í bví að ýta undir neyzlu alls- kvns eitur- o? fíknilyfia. sem nú er svo útbreidd í Banda- ríkjunum oe At+í til dæmis hvað drýgsta báttinn í að gera her þeirra í Víetnam beinlínis óvirkan. Siálfur neytti hann hinna mögnuðu eyðimerkur- jurta aðeins í ákveðnum til- gangi og k°rfisbundið, að hann sjálfur segir, og nú neytir hann engra eiturlvfia, hvort sem lög- in levfa bau eða banna. Ti- mothy Learv no aðrir þeir. sem mest bafa laot unn úr LSD og öðru álíka. eru að hans dómi hrein börn. sem knnna sér ekk- ert bóf og voríip jlla úti í sam- ræmi við bað. Siélfur nevtir hann núorðið einskis sterkara en kaffis, og hefur meira að segja hug á að hætta við það b'ka. Þótt b'fsbættir hans séu á maraan bátt óreglulegir og hioDalegir. bá klæðist hann á eins hvers<ia«slega borgaraleg- an hátt og frámast er unnt, og sama er að seeia um hárið. Annars hvílir mikil leynd vfir lífi baos na v.r,nn revnir nrti- Vio-rtu egtu að balda þeirri levnd við. enda sagði meistari bans. Don Juan. að það væri nauðsvnleet atriði til að halda sér á broskabrautinni. Hann á vinstúlku, en jafnvel nánustu kunningjar hans vita ekki ætt- arnafn hennar. Ljósmyndara forðast hann eins og drepsótt- ir, og hann hefur harðneitað öllum tilboðum um að leyfa kvikmyndun á bókum sinum. „Ég kæri mig ekkert um að sjá Anthony Quinn sem Don Juan,“ skyrpti hann einhvern tíma út úr sér af hóflegri and- styggð er það barst í tal. dþ. <£» 'Hm. — Þú verður rekinn úr félag- inu, ef þú ferð að selja á opin- berum markaði! — Hefurðu séð þetta María, Kanarnir hafa skýrt fellibyl í höfuðið á þér! — Símskeyti til herra Smith! — Nei, það er ekki beinlínis neitt að honum, hann er bara svona seinþroska! 48 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.