Vikan


Vikan - 14.03.1974, Síða 8

Vikan - 14.03.1974, Síða 8
ÞEGAR FIMMBURAR Irene Hanson hafði verið bamlaus í fjögur ár, þegar hún reyndi hormóna- lyf. Árangurinn varð sá, að hiin eignaðist fimmhura. Hálfu öðru ári sið- ar eignaðist skozk móðir^tveggja harna Lily Bostock fimm- burat án Toess að snerta hormónalyf. Þær hittust um dag- inn og höfðu margt að sp.jalla saman. Lily Bostock (t'il vinstri) og Irene Hanson (til hægri) ræða saman tm uppeldi fimm- bura. Aðeins ein af hverjum áttatíu milljónum kvenna elur fimmbura. Og enn sjaldgæfara er, að tvær fimmburamæður hittist og spjalli saman iom fimmburana sína. Su varð bó raunin á í skozka iðnaðarbænum Armadale fyrir nokkru. Bostock-hjónin, sem þar búa, áttu tvo syni fyrir, Stephen níu ára og Alan sex ára, þegar þeim fæddust fimmburar - fjórar stúlkur og einn drengur - á West Lothians Bangour sjúkrahúsinu. Og öll voru bömin vel hraust og döfnuðu eðli- lega. Þegar þau voru orðin átján mánaða fengu þau heimsókn, sem ekki á sinn líka. Fimmbura- systurnar Joanna, Nicola, Sarah, Jacqueline og Julie heimsóttu þau ásamt móður sinni Irene Hanson. Fimmburasysturnar eru þriggja ára. Þær fæddust eftir að móðir þeirra hafði neytt hormónalyfja og voru fyrstu fimmbur- arnir, sem fæddust í Englandi. Fæðingin átti sér stað á London Queen Charlotte sjúkrahúsinu og viðstaddir hana voru 23 læknar og hjúkrunar- konur. Faðir fimmburanna John Hanson verkfræðingur gat ekki farið með í heimsóknina, því að hann þurfti að gæta Rachel, tveggja ára systur fimm- buranna. Mæðurnar Lily Bostock og Irene Hanson höfðu margt saman að spjalla eins og að líkum lætur, því að ýmislegt hlýtur að koma fyrir óvenjulegt á heimilum, þar sem fimm jafngömul böm eru að alast upp. Mæðurnar voru sammála um, að erfitt væri að ala upp fimmbura, en þó vildu þær ekki skipta á því hlutskipti sínu fyrir neitt annað í þessum heimi. Þær ákváðu að reyna að hittast sem oftast og ræða saman, þó að þær búi langt hvor frá annarri. Það er svo miklu auðveldara að tjá erfiðleika sína þeim, sem sjálfur á við sömu vandamál að stríða. HITTU FIMMBURA 8 VIKAN ll.TBL. 1 1. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.