Vikan


Vikan - 14.03.1974, Síða 29

Vikan - 14.03.1974, Síða 29
an blæjunni og lét hann hjálpa sér upp i lestina. Jafnvel prinsessa Karinshka, sem var þekkt sem tigrisdýrið i samkvæmislifinu, virtist hafa dálæti á greifanum. Það var engu likara en að letileg framkoma hans höfðaði til kvenna. Veggþiljurnar i vagninum voru Ur perutré og allur fagurlega skreyttur gullnu flúri og þar var stórt og þægilegt rúm búið handa prinsessunni, þótt lestin myndi koma til Sevastopol fyrir nátt- mál. Burðarmenn og lestarverðir hjálpuðu til aö koma farangri prinsessunnar og fylgdarmanna hennar fyrir. Hún virtist ekki veita þvi neina athygli. Hún var komin I hróka- ræður við Andrei, um leið og hún tók sér sæti. Kirby hlustaði á þau og heyrði að Andrei, gamall vinur hennar og aðdáandi, lýsti þvi yfir, að hann hefði eiginlega ekki lifað neinu lifi siðustu niu mánuði, vegna þess að hann hafði ekki heyrt neitt frá henni. — Þú ert mesti lygalaupur, vin- ur minn, sagði prinsessan. — Vina min, sagði Andrei,. — þetta er heilagur sannleikur. Þú getur spurt minn góða vin, John, hann veit að ég hefi verið miður min, allan þennan tima. — John? Pramburður hennar á þessu enska nafni, var eins og hás hósti. — Hver er John? — Láttu nú ekki svona, elskan, þú veizt það mæta vel, sagði Andrei. — Ég er rétt ný búinn að kynna hann fyrir þér, og ég vona að þið verðið góðir vinir. En það yrði óbærilegt, ef þið yrðuð meira en vinir, bætti hann við. Þá yrði ég að binda endi á lif mitt. — Þú ert nú meira en litið hlægilegur, sagði prinsessan, — þú myndir ekki einu sinni nenna að hlaða byssu, hvað þá að hléypa af. — Hann gæti hallað sér þarna út um gluggan og látið sig falla, sagði Kirbv. — Ó, sagði hún, lyfti blæjunni frá andlitinu og beindi dökkum augunum að Kirby, — það er eig- inlega ágæt lýsing á þvi, sem Andrei Mikhailovitch myndi nenna að gera. Hún stóð upp og fór úr yfirhöfn- inni, en tók ekki af sér hattinn. Hún var i kjól úr gráu silki og kniplingakraginn, sem náði upp á háls , var eiginlega likastur kjól frá þeim dögum i Englandi, þegar Victoria stóð sem strangastan vörð um velsæmi i klæðaburði. Þegar hún settist aftur, var lestin komin á hreyfingu og hávaðinn bað mikill, að ili mögu- legt var að heyra orðaskil. Andrei hreiðraði um sig og muldraði eitthvað ánægjulega. — Við fáum okkur kampavin með hádegisverðinum, sagði hann. —-Heilinn i þér er engu likari en flöskutappa, sagði prinsessan. Hún beindi nú athygli sinni að Kirby. Svo sagði hún skyndilega: — Er það álit yöar, að England sé lýðræðislegt land: — J>ú skalt hugsa þig vel um, áður en þú svarar þessu, vinur minn, sagði Andrei. — Þú stendur nú frammi fyrir hamri rússneska sósialismans. — Já, sagði Kirby, — I aðal- atriðum á það að vera lýðræðis- legt. — Eigið þér við að það sé alls ekki lýðræðislegt I framkvæmd. — Drottinn minn, sagði Andrei, — þurfum viö nú endilega að tala um stjórnmál? Segðu mér heldur hvar þú hefur haldið þig, siðustu niu mánuðina. Hefur þú nú verið eitthvað ótýrilát einu sinni enn- þá? Hann tók upp vindlaveski úr gulli. Aleka prinsessa þá mjóan og langan vindil og pað gerði Kirby lika. Aleka blésreyknumi hringi. Það var yfir henni einhver sér- stakur þokki, eiginlega var hún likust silkimjúkum ketti. Gegnum reykinn gneistuðu dökk augun. — Ef þú endilega vilt vita það, þá hefi ég verið i Englandi og Frakklandi. — Jæja, þú hefur þá einu sinni ennþá verið gripin i þvi, að dreifa óskemmtilegum bæklingum sagði Andrei. — Hún stundar si og æ þá iðju, sagði hann við Kirby—og ég býst við þvi, að leynilögreglan hafi ráðlagt föður hennar að senda hana eitthvað i burtu, svo hún yrði ekki send ennþá lengra i burtu og það um lengri tima. Svo hann hefur tekið það ráð að senda hana til útlanda. — Það er ágæt uppeldisaðferð, sagði Aleka. — Lýðræðið i Frakk- landi er rotið og i Englandi er það litið betra en keisaraveldið hér, vegna þess, að þar er einungis um að ræða rikt og fátækt fólk. Ég eignaðist marga vini meðal þeirra fátæku I Englandi, en það hefði verið tilgangslaust, að segja þeim að ég væri sósia- listi.þar sem ég er prinsessa, það er óhugsandi að tengja það sam- an. Sósialismi er aðeins fyrir hug- sjónamenn, sagði Kirby, mjög ró- lega. — Sósialismi er jafnrétti, sagði hún, — og það jafnrétti á að ná til allra. — Til allrar óhamingju er sósialismi þess eðlis, að fólkið verður þá allt að vera eins. En það er þaðekki. Fólkið er lifandi mannverur. Þaðeru alltaf ein- hverjir, sem hafa meiri hæfileika til að bera en aðrir: sumt fólk er duglegt, aðrir eru letingjar. Ég er með þvi, að einstaklingurinn fái tækifæri við sitt hæfi, hafi sem sagt rétt til sömu tækifæra og rétt til að nota hæfileika sina og fullt tjáningafrelsi. Ég er mjög mót- fallinn arðrani og alls konar þvingunum. Ég.... — 0, sagði hún og logaði af ákafa, — eruö þér að lesa mér pistilinn? Þér eruð andstyggilega brezkur, er það ekki? —Já , að sjálfsögðu er hann það, min kæra, sagði Andrei, sem vildi miðla málum. — En heyrðu mig nú, elskan, getum við ekki saltað stjórnmálin og látið okkur liða notalega? Þú vilt alls ekki byltingu, eða er það? — Þegiðu, sagði hún reiöilega. — En ég get svarað þvi, að ég vil byltingu. Ég vil fá lýðræðislegt þing, ekki þetta rikisráð zarsins, sem samanstendur af gömlum og mölétnum ráðherrum. Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. 'I I /Xcctobus ^uAMévo 5Q-' slcur LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 Undirrit--óskar: □ hljómplötur aó fá sendan upplýsingapésa um linguaphone LJ □ kassettur aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í: ensku □ f rönsku □ þýzku U spænsku □ annaó mál______________________ nafn: ____________________________________________________________________ heimili: __________________________ héraö: _______________________________ Fullnaóargreióslakr. 5.200.- fylgir meó U Póstkrafa kr. 5.400.-□ Sérstakir greiósluskilmálar U útborgun kr. 2.500,- þrjár mánaóarlegar afborganir á víxlum —3x1.000- — samtals kr. 5.500.- LINGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK 1 1. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.