Vikan


Vikan - 14.03.1974, Page 44

Vikan - 14.03.1974, Page 44
-Þeir hefðu nú getað gert það verra, þeir hefðu getað slegið okkur í rot.' -JÚ, þau passa vel, en þú þarft bara að fá þér hærri sokka registrar -Við trúum ekki á, langar trúlofanir.' gamla mannsins. Hún haföi grip- iö i axlir hans og hristi hann harkalega tilaðvekja hann. Hann opnaði augun og staröi óttasleg- inn á hana. Þaö logaöi ljós á ollu- lampa á náttboröinu hans og daufri birtu sló á rúmiö. — Ertu vaknaöur? spuröi hún. — Heyrir þú til min? Hann kiknaöi dauflega kolli. — Ert þú faðir minn? Þessi spurning, sem ábyggilega haföi kostað hana mikla áreynslu, haföi einkennileg áhrif á öldung- inn I rúminu. Þaö fóru kippir um hrörlegan likamann, eins og hleypt hefði veriö á hann raf- straumi. — Segöu mér sannleikann! Ertu faðir minn? Hún reyndi aö rétta úr sér, en það kostaöi hana greinilega rriikla áreynslu og hún greip um sfðuna. Hún gat unniö bug á kvölunum, en þetta stutta hlé veitti gamla manninum tækifæri til aðátta sig. Hann stjakaði höndum hennar frá sér. Hún greip samt aftur til hans og gat rétt alveg úr sér. Augna- ráöiö sem hann sendi henni, var hatursfullt. — Jæja, svo þú þarft að vita þaö, — um miöja nótt? — í guös bænum, segöu mér það! — Þegar það hentar mér sjálf- um, vina min. Segöu mér fyrst hvernig þér hefur borizt þessi vitneskja. Hún benti þegjandi á Jackson, sem gekk innar og staðnæmdist viö fótagafl rúmsins. Victor Trendennis leit á hann, furöu lost- inn. — Hvaö veit hann um þaö? Hún dró aö sér andann meö erfiöismunum. En þá fór gamli maöurinn i rúminu aö hlæja. Hann reyndi sannarlega ekki aö hlifa henni. — Þaö er allt saman satt, sagöi hann og hristist af hlátri og það var eiginlega furöulegt hve hann virtist vera orðinn hressari. — Ég fór á bak viö ykkur öll, þig lika, min kæra... Hann var furöu raddsterkur, þegar hann sagöi allt, sagði hve hann heföi fyrirlitiö hana i öll þessi ár. Hana og þessar heföar- tilhneigingar hennar. Hann haföi oft veriö kominn á fremsta hlunn meö aö leysa frá skjóöunni, en heföi eiginlega ekki nennt að gera þaö. Nú, þegar þetta var allt komiö I ljós, leið honum miklu betur. Hann beindi svo oröum sinum til Jacksons. — En hvernig komust þér aö þessu, Jackson? Þaö get ég ekki skiliö. — Ég vissi þaö allan timann, sagöi Jackson, svo lagt, aö þaö heyröist varla. — Þá hafiö þér þekkt Emily, Jackson... Er það rétt? — Já, ég þekkti hana mjög vel. Þetta var mér nóg. Nú gat ég skilið allt. Ég vissi nú hvers vegna hann haföi veriö svo trúr matmóöur sinni I öll þessi ár, hvers vegna hann haföi þjónaö henni af þessari trúmennsku. þaö var aöeins ein skýring á þvi. Af! þessum ástæöum haföi hann reynt aö verja hana, jafnvel eftir aö honum var ljóst, aö hún sóttist eftir llfi minu. Hann vildi reyna aö stuöla til þess, að hún fengi að deyja meö óflekkaö mannorö. Victor Trendennis haföi lfka gert sinar ályktanir, því að ég sá aö hann hallaði sér aftur á kodd- ann og staröi á Jackson, eins og hann heföi séð draug. Frú Trendennis varð fyrst til að rjúfa þögnina. — Þér eruð þá faöir minn? Er þaö rétt? — Já, frú. Hann stóð beint fyrir framan hana og laut höfði. Svo sagöi hann frá þvi, að hann heföi farið til Tregarran, þegar hann kom af sjónum, og þá fengið aö vita um það sem skeð haföi. Hann hafði sótt um stööu sem þjónn. Þá hafði hún verið aðeins eins árs. Þaö var heitasta ósk hans að fá aö vera I návist henn- ar. Victor var nú aftur farinn aö hlæja. — Þú ert þá dóttir þjóns! Þú meö allan þinn hroka og ætt- arstolt! Hann þagnaði, þegar hann sá svipinn á henni. Hún var náföl og andlitið var afskræmt af reiöi og blindri hefnigirni. Það var ljóst, aö hún óskaöi þess heitast að loka munninum á þessu háðslega gamalmenni, sem greinilega naut þess aö sjá niðurlægingu hennar. Hún greip oliulampann, áður en nokkur gat hindraö það, og fleygði honum framan I öldung- inn, svo olian flaut yfir rúmiö, sem á sama augnabliki stóö I björtu báli. Og svo æddi hún út úr herberginu. Gamli maðurinn hljóöaði hátt og reyndi að koma sér út úr rúm- inu. Sængin logaði og reykurinn af brenndum dún, fyllti herberg- iö. Viö hjálpuðum honum til dyra og þar féll hann I fangiö á frú Bennett, sem haföi vaknað við hávaöann Hún lyfti honum upp. einsog hann heföi veriö barn, og bar hann niöur stigann. Ég elti hana, til aö vekja þjónustufólkiö. En þegar ég var á leiðinni upp aftur, rakst ég á Jackson i stigan- um. — Hringið strax I brunaliöið I Port Agnes, frú.... Þaö tók nokkrar mlnútur aö fá svar frá brunastöðinni og meðan ég beið heyröi ég að fólkið var á hlaupum og heyrði stúlkurnar hljóöa hátt. Þegar ég kom út úr bókaherbergi, sá ég allt þjónustu- liöiö á leiöinni út um aöaldyrnar. Einhverjir báru systur Turner, sem var alls ekki vöknuð. Ég baö þau aö flýta sér inn aftur, en það var ekki fyrr en ég var komin hálfa leið upp stigann, aö ég sá, hversvegna fólkið æddi svona út úr húsinu. Gangurinn uppi stóö i björtu báli og logarnir mynduöu vegg. Jackson stóð á stigapallinum, skýldi fyrir andlitiö meö annarri höndinni en i hinni hélt hann á slökkvitæki. Það var oröið tómt, án þess aö nokkur árangur yröi. Þaö hlaut að hafa sprungiö gas- leiösla, þvi að eldurinn æstist og viö uröum aö hörfa niöur. — Hvar er frú Trendennis? spuröi Jackson. — Er hún komin niöur? Hafiö þér séö hana? — Hún hlýtur aö hafa farið niö- ur. Hún er kannski inni i svefn- herberginu sinu, sagði ég og dró Jackson meö mér. En það var enginn i stóra svefn- herberginu, þar sem allt bar vott um persónuleika hennar. Rúmiö haföi ekki veriö snert. Mér datt allt i einu i hug, að ég hefði aldrei komiö inn i þetta herbergi. Viö skjögruðum fram á ganginn og sáum varla neitt fyrir reyk. Tregarran var að brenna. A leiðinni niður I anddyriö, fann ég hvernig þetta stóra hús titraði af þrýstingnum frá eldhafinu á efstu hæð. Mér fannst næstum verra aö finna þennan titring heldur en aö vita af eldhafinu. Fólk var i óöa önn að bera hús- gögn út, listmuni og málverk. Victor Trendennis sat i stól viö dyrnar, vafinn i teppi. Ég baö tvo menn um að bera hann út i stólnum. Jackson kom til okkar. Augu hans voru leitandi meöal fólksins. Þegar við vorum komin út, greip ég i arm hans og viö snerum okkur viö og horfðum á húsiö, sem við vorum nýbúin að yfirgefa. Þaö var hræöileg sjón. Efsta hæðin var nú eiginlega alveg brunnin og næsta hæð var alelda. Eldtungurnar og reykur- inn teygðu sig út um gluggana og stigu upp á viö. Vindgustur feykti reyknum til stundarkorn og þá komum viö auga á hana. Hún haföi fariö upp á þakið og stóð þar hreyfingarlaus. Það leit út fyrir að hún horföi niður til okkar, en svo hvarf hún aftur i reyk og eldi. Allir höföu þagnaö ng virtu hana fyrir sér. En svo varö ég vör við að ég var orðin ein. Jackson var á leið yfir hlaðiö. Mér varö strax ljóst, hvaö hann haföi í huga og ég öskraði til hans um að snúa strax við.... Ég lét ekki af ópunum og nokkrir menn hlupu til og ég sá að þeir gripu gamla manninn og báru hann nauöugan til baka. En þá þoldi ég ekki meira. Ég greip báðum höndum fyrir andlitið og smeygði mér inn i myrkriö milli trjánna, gegnum garöinn og út að hliöinu, — hljóp á móti billjósum sem blinduðu mig alveg. Þá heyröi ég vel þekkta rödd, sem kallaði til min og ég heyrði áhyggjuhreiminn. Þá vissi ég, aö Charles hafði snúið aftur, þrátt fyrir allt. Hann var kominn aftur til mln. Baráttu minni gegn Tre- garran var lokið. Ég hafði að lok- um sigraö. Hann greip mig, þegar ég skjögraði siöustu skrefin i átt- ina til hans og féll I traustan faöminn. En ég var llka alveg aö þrotum komin. Viö heyröum i brunabílunum i fjarska og þeir nálguöust meö ofsahraöa. Nú var öllu þessu ættardrambi lokiö. Tregarran var aö veröa eldinum að bráö. En ég, sem allt- af haföi þráð þá stund, sem ég myndi losna undan áhrifavaldi konunnar, sem var orsökin aö hörmungum minum, gat nú ekk- ert annað en grátiö, grátiö, eins og hjarta mitt myndi springa.... Sögulok 44 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.