Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 4
mm, Viitu breyta? Þarftu GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Skólamál. Blessaður! Ég er ein þeirra, sem alltaf les Vikuna og finnst blaðið mjög gott. En ekkert er gallajaust. Mér finnst til dæmis að miklu meira mætti vera um iþróttir i blaðinu. Jæja, vinur svo að ég komi mér nú að efninu, þvi að ég get bæði talað og skrifað endalaust. Ég er i landsprófsdeild og hef á- huga á að komast inn i Verzlunar- skóla Islands að landsprófinu lok'nu. Getur þú nú ekki sagt mér, hvað ég þarf að fá i einkunn til að fá að þreyta inntökupróf i skól- ann, ef ég næ ekki 6.0 i meðaleink- unn i vor. Inn i hvaða bekk fer ég þá og hvað á ég þá mörg ár eftir til stúdentsprófs? Mér þætti vænt um að fá svör við þessu, þvi að við fáum tæpast upplýsingar um neitt annaö en menntaskóla. Er svo ekki upplagt að spyrja, hvernig skriftin sé og hvað þú lest úr henni? Þakka þér svo ástsamlega fyrir svarið. Blessaður að sinni. L.K. Þú þarft að ná 6.00 á landspróf- inu og þá kemstu beint inn i 3. bekk Verzlunarákólans án þess að þreyta inntökupróf. Námið til verzlunarprófs tekur tvo vetur og að þeim loknum er tveggja vetrjj^ nám til stúdentsprófs. Gagnfræðingar þurfa aftur á móti að taka inntökupróf I þrem- ur greinum, þýzku, bókfærslu og vélritun og þeir þurfa aö hafa náð yfir 7.00 i meðaleinkunn i sam- ræmdu gagnfræðaprófsgrcinun- um. Hafi þeir ekki náð þeirri einkunn, þurfa þeir að þreyta tnn- tökupróf i þeim lika. Skriftin er þokkanleg og bendir til sam- vizkusemi. Akrítektúr og geðlækningar. Kæri Póstur! Við erum tvær stöllur á Suður- nesjunum, sem erum að velta fyrir okkur, hvað við eigum að leggja fyrir okkur i framtiðinni, en okkur vantar allar upplýsing- ar. Og þar sem við þekkjum enga upplýsingamiðstöð aðra en þig, sjáum viö þann kost vænstan að spyrja þig. Viltu vera svo góður að veita okkur allar þær upplýsingar um innanhússarkitektúr, sem þú get- ur. (1 hvaða skóla maöur þarf að fara og hvaö'námið tekur langan tima, hvort þarf að fara til út- landa til að læra þetta o.s.frv?) Svo langaor okkur lika til að vita, hvort sálfræðingur er þaö sama og geðlæknir. Og i hvaða skóla þarf að fara til aö læra ,sál- arfræði. Við vonum, að þú svarir okkur einhvern tima fyrir vorið, þvi að þetta er mjög áriðandi fyrir okk- ur. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Virðingarfyllst. B. og M. Innanhússarkitektúr er ekki hægt að læra hérna heima á Fróni, nema þá sem tómstunda- iðju i erlendum bréfaskólum, en erlendis er hægt að leggja stund á þessa grein arkitektúrs eftir ýms- um leiöum. t Danmörku er til tveggja ára námskeiö i innan- hússarkitektúr, þar sem ekki er krafizt neinnar sérstakrar undir- búningsmenntunar. Ráölegra er þó aö hafa lagt einhverja stund á iön og þá frekast trésmiöi, áöur en lagt er út I nám i innan- hússarkitektúr og stúdentspróf ætti ekki saka þvi aö viðast hvar erlendis er þettd háskólagrein. Sálfræðingur er ekki þaö sama og geðlæknir. Geölæknir getur sá einn oröiö, sem áöur hefur lagt stund á almenna læknisfræöi og lokiö prófi I henni. Til þcss að taka magisterspróf eða kandidatspróf eöa annaö þaö embættispróf, sem Sálfræöinga- félag islands viðurkennir, þarf aö stunda fimm til sex ára nám viö háskóla. Fyrra hluta þessa náms, þ.e.a.s. B.A. prófi, er hægt aö ljúka hér við lláskóla islands, en fram- haldsnám erlendis er nauðsynlegt til þess aö geta titlað sig sálfræö- ing. Skriftin er ekki ólöguleg, en svolitiö kæruleysisleg. Hárgreiðslunám. Kæri Póstur! 6g hef aldrei skrifað þér áöur, en ég les alltaf Vikuna. Mig lang- ar til að biðja þig að segja mér i hvaða skóla maður þarf að fara til að læra hárgreiðslu á skemmtiferðaskipi. Og hvaö þarf maöur að læra mörg tungumál? Vonandi svarar þú þessu bréfi. Og svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldur þú, aö ég sé gömul? Bless. Steffi. Eins og annaö iönnám er hár- greiðsla kennd I iönskólum og hjá meistara I viökomandi grein. Hárgreiöslunám mun taka 3 ár og nemendur fá iönnemakaup meö- an á námi stendur. Pósturinn tel- ur óliklcgt, aö nokkrar sérstakar reglur gildi um hárgreiöslustörf á skemmtiferöaskipum. Hitt er annað mál, aö staögóö málakunn- átta kemur aö góöu h'aldi, hvaö sem fólk ætlar aö leggja fyrir sig. 4 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.