Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 29

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 29
— Ég get ekki tekið þig fram yfir aðra, góði minn, sagði hún við háttsettan oíursta með ein- glyrni, — þá myndi ég finna til sektar, ef einhver hinna dregur þig út og skýtur þig. — Ó, svaraði hann, — ég hefði ekkert á móti slikum dauðdaga, það yrði mér aðeins heiður. — Maðurinn hlýtur að vera snarbrjálaður, sagði Aleka. Kirby hlaut fyrsta dansinn Hún dansaði óvenjulega vel. Likami hennar var stæltur og fjaður- magnaður. Dökk augun glóðu og reyndu að halda augnaráði hans föstu. En hann gat helzt ekki haft augun af Olgu Nicolaievnu, sem hóf dansinn með ungum og glæsi- legum liðsforingja. Hún ljómaði af ánægju, en svo mættust a'ugu þeirra, hennar og Kirbys og hún brosti til hans. Hann gat varla gert sér grein fyrir tilfinningum sinum. Honum fannst sem hjarta sitt væri á hvolfi. — Ivan? — Prinsessa? — Ivan, ef þú ert að horfa á ein- hverja aðra konu, þá... — Ég er að drukkna i töfrum þinum, min kæra. — Lygari. Aleka hló lágt, lyfti pilsinu með annarri hendinni, en tyllti hinni á öxl hans, meðan þau sveifluðust i dansinum. Siðar skrifaði Kirby nafn sitt á danskort annarra stúlkna og Aleka dansaöi lika við aðra menn. Hann var að virða Aleku fyrir sér, þar sem hún sveif i dansinum, þegar snert var við öxl hans. Það var einn af glæsilega klæddu Framþald á næstu siðu 13. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.