Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 43
Skólaiitvclcif brother BROTHER skólaritvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 á óskalista allra nemenda í landinu og allra þeirra, sem þurfa að nota ferðaritvélar. GERÐ 1510 Hefir alla kosti geröar 1350 og auk þess valskúplingu og lausan dálkastilli þannig aö dálka má stilla inn eða taka út hvar sem er á blaðinu. Mjög sterkbyggö vél i fallegri leöurlikistösku. GERÐ 900 3 linubil, auöveld spássíustilling, '/% færsla, 3 litabandsstillingar, spássiuútlausn, og lyklaútlausn, ásláttarstillir. GERÐ 1350 Vélin, sem hagar sér eins og rafmagnsritvél meö hinni nýju sjálfvirku vagnfærslu áfram. 8 stillingar ádálka.Hefirauk þess alla kosti gerðar 900. Er i fallegri tösku úr gerfiefni. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, en kosta samt minna en allar sambærilegar vélar. 2 ár áby,9ð' BORGARFELL Skólavörðustig 23, simi 11372 Filippus áttaði sig ekki fyllilega á þessu. ,,Ég þekkti bara Róbert”, svar- aði hann. ,,Ég hef aldrei hitt bróð- ur hans”. ,,Hann herra Rikharð eigið þér við? Hann dó, þegar ég var litil telpa. Séra Róbert hefur alla ævi verið það, sem kallað er einrænn. Ég held, að hann hafi ekki komið hér út fyrir hliðið seinustu 20 árin. Við gerðumst svo djörf að gera yður orð að koma, herra minn, þvi þér voruð sá eini, sem hann skrifaði nokkurn tima bréf. Séra Róbert var dásamlegur, hæg- gerður og nærgætinn maður. Hann messaði hér aður fyrr, en hætti þvi, þegar aðstoðarprestur- inn kom”. Filippus stóð þarna öldungis agndofa. „Var Róbert prestur i þessari sókn?”'spurði hann. „Vitanlega var hann það, herra minn, eins og faðir hans og afi höfðu áður verið. Þeir voru allir ágætir og mestu rólegheitamenn. Þeir voru aldrei sérlega hrifnir af þessu byggðarlagi. Það var alltaf eins og þeir væru með hugann langt i burtu. Og sama máli gegndi um hann séra Róbert.” Nú fór Filippus að skilja, hvernig i öllu lá. ,,Og þér eruð Ernestina?” spurði hann. „Já, herra minn. Skirnarnafn mitt var reyndar Ernest, en móöur prestsins fannst ekki, að kona gæti heitiö þvi nafni , svo hún kallaði mig Irnu á þýzka visu. Seinna breytti presturinn þvi nafni i Ernestinu. — Þegar ég giftist honum Jóni hérná, vorum viö öll orðin svo vön þvi. Viljið þér sjá andlit prestsins, herra minn? Hann var orðinn fjarska ellileg- ur”. „Nei”, anzaði Filippus tafar- laust. „Nei. Ég vil heldur varð- veita minninguna um hann eins og hann var áður fyrri.” Gömlu vinnuhjúin féllust á þessa sanngjörnu ósk hans. DÓRoTEA sótti Filippus á járnbrautarstöðina i Norwich. „Ósköp var leiðinlegt, að þú skyldir ekki komast þangað, áður en hann skildi við”, sagði hún. „En ég er nú samt fegin, að þú fórst. Hittirðu hana Ernestinu?” Filippus hafði aldrei skrökvað, en sannleikurinn getur birzt i mörgum myndum. „Já, svaraði hann lágt. „Ég hitti hana, en aðeins rétt i svip. Undir eins og ég bar kennsl á hana, var hún horfiri”. „Hvernig leit hún út?” spurði Dórótea, og gömlu augun ljómuðu af barnslegri eftirvæntingu. Filippus vafði hana örmum: „Indæl manneskja, en ekki sú kvengerð, sem hefði getað gert mig hamingjusaman”. Gata í London_________________ Framhald af bls. 17 Della Slade hafði veriö áhyggjufull, reglulega áhyggju- full. Ef litla húsið hennar yrði rifiö, þá var að sjálfsögðu hægt að fá aðra ibúð og ef leikfangaverk- smiöjan hefði lika verið látin fara undir jarðýturnar, var litil hætta á þvi að hún þyrfti að vera lengi atvinnulaus. Það var viða hægt að fá vinnu. Þetta var hún að hugsa um si og æ, en samt var hún áhyggjufull. Hún haföi gert framtiðaráætlanir og ef eitthvað óvænt kæmi upp á, þá gat það breytt miklu fyrir Tommy. Allar breytingar, ekki sizt svo mikilvægars eins og að missa heimili sitt og vinnustað á sama tima, gat haft alvarlegar afleiðingar. Della var hrædd við allar breytingar. Þegar hún frétti að hætt væri við, að rifa húsin við Laburnum Street, varð hún sem lömuð af gleði og feginleik. Það var fyrst eftir það. að það rann upp fyrir henni hvé óttaslegin hún hafði verið. Þá um nóttina dreymdi hana, að þau Tommy sætu uppi á þakinu á númer 8. Jarðýturnar voru á leið eftir götunni. Hún sá húsin jöfnuö við jörð, — leik- fangaverksmiðjuna á horninu, nýlenduvöruverzlunina, blaða- turninn.... Og jarðýtan kom sifellt nær og hún sá, að það var David sem ók henni og hann kallaði til hennar.... Þegar hún vaknaði, heyröi hún . að þaö var ekki fyrrverandi eigin- maður hennar, heldur Tommy, sonur hennar, sem var að tala við hana. Hann rétti henni bolla af tei og sagði að vekjaraklukkan væri búin að hringja fyrir nokkru. Tommy var rjóður i kinnum. Hann var búinn að bera út blöðin og var nú tilbúinn að fara með Depil i morgungöngu. Della flýtti sér á fætur og snyrti sig, svo fór hún að taka fram morgunmatinn, en þessi óhugn- anlegi draumur vék ekki frá henni. Hún heyrði i drengnum og hundinum, þegar þeir komu inn i ganginn og það var sem þeir væru af öðrum heimi. Það var rétt svo hún heyrði að' Tommy var að tauta eitthvaö, með munninn fullan af brauöi. — Ef ég get unnið fyrir svolitiö meiri peningum, viltu þá ekki fara á hárgreiðslustofu og láta laga á þér háriö? Hún svaraöi honum ekki strax og hann hélt áfram. — Það hefur fjölgað svo mikið viöskiptavinum hjá herra Kolinski, siðan svona margir eru farnir að vinna i Wistaria Street. Hann hefur aldrei tima til að laga neitt til i hillunum hjá sér og hann bauð mér þrjá shillinga á timann, ef ég vildi vera hjá honum á laugar- .dagsmorgnana.... I mörg ár hafði hún þvegið og lagt hár sitt sjálf, einfaldlega burstaö þaö frá andlitinu. Hún leit nú I spegilinn, sem hékk á nagla innan á eldhúshurðinni. — Er það svona slæmt? spurði hún. — Attu við hárið á þér? Hann brosti til hennar. — Nei.... en. manstu eftir þvi þegar þú haföir unnið fram yfir timann og frú Hedley kom aö sækja Hedley og þau tóku þig með sér á barinn upp á drykk? Hún deplaði augunum. — Hvaö i veröldinni ertu að tala um? Hann potaöi i siöasta bitann af egginu sinu. — Ég gat ekki annað en tekið eftir þvi, hve glæsileg frú Hedley var. Og hún er jafngömul þér og ekki nærri þvi eins lagleg. Þessvegna fannst mér, að ef þú létir laga á þér hárið eins og hún... — Frú Hedley hefur ráö á þvi aö fara vikulega á snyrtistofu. — Þaö hefur þú lika... Þú hefur ráð á þvi að fara á hárgreiðslu- stofu, en þú eyðir bara aldrei neinu fyrir sjálfa þig. Þessvegna langar mig til aö bjóða þér. Það ert þú sertt öllu stjórnar þarna i leikfangaverksmiðjunni, er það ekki? En þegar þú byrjaðir að vinna þar fyrir þrem árum, varstu aðeins venjuleg verk- smiöjustúlka. Þú hitaðir te handa fólkinu og potaðir tróöi i þessa ' andstyggilegu bleiku bangsa. Della leit á son sinft, sém stakk bókum i skólatöskuna slna. Fyrir þrem árum haföi hún skiliö viö 13. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.