Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 39
f 'Jmimjih I NTE RNATIONAL lífstykkjavörur eru í sérflokki hvað útlit og gæði snertir Umboðsmenn: ÁGÚST ÁRMANN h.f. Sundaborg, sími 86677 ViBbrögö önnu uröu meö öörum hætti en Simon hafði búizt við. Hún virtist ekki furöa sig neitt á aö hitta hann þarna. En þegar hann virti hana fyrir sér, brá honum i brún, þvi aö hún hafði breytzt ótrulega mikið á þessu hálfu sjötta ári, sem liðið var frá siöasta fundi þeirra, elzt mikið. Æskusvipurinn var allur á bak og burt. Simon óaöi við að hugsa til þess, hve önnu hlyti aö sýnast hann hafa ljókkað og elzt. Þau gengu áleiðis heim til hennar eins og þau höfðu svo oft gert áður fyrr. Fyrst i stað voru þau fámál, en siðan hófst slitrótt samtal. Anna var orðin verzlunarstjóri i bókabúðinni. Simon minntist á hljómleika, sem hann hafði farið á fyrir nokkrum dögum. Þegar þau komu aö húsinu, þar sem Anna bjó og Simon ætlaði að kveöja hana, herti hann upp hugann og stakk upp á þvi, að þau hittust bráðlega aftur. „Viltu kannski lita inn og fá kaffisopa?” spurði Anna róleg i bragöi. Slmon varð svo feginn þessu óvænta boöi, aö honum varð orð- fall af geðshræringu, og þau gengu þegjandi upp stigana. Svo sat hann I stofunni bennar, meðan hún var aö hugsa um kaffiö frammi I eldhúsinu. Allt var þarna eins og verið hafði áður: Sömu húsgögnin, sömu myndirnar á veggjunum, bækur á hillum, litil stytta af Mozart á arinhillunni. Simon lokaði augunum, hallaði sér aftur á bak I stólnum og naut ilmsins af snyrtivörum og annarra unaðs- semda þessa litla friðsæla hreiðurs. Honum fannst hann vera kominn þangað, sem hann hafði alltaf átt heima. Anna bar fram kaffið og disk með smákökum, sem Simon kannaðist svo vel við frá fyrri tiö. „Þykja þér enn góðar svina- kótelettur og steiktar kartöfiur?” spuröi hann lágt. Konan hristi höfuðið. „Ekki lengur”, anzaði hún tómlega. Hendur hennar voru hvitar, og grannir fingurnir fitluðu eirðarlaust við kgffibollann og te- skeiðina. „Mér er lika hætt að þykja þær góðar”, sagöi Hann, en þagöi þvi næst, af þvi aö hann óttaðist, að hann hefði sært hana. Þegar þau höfðu drukkið kaffið, reis Simon hægt á fætur. Hann iangaöi að visu mest til aö sitja þarna lengur, en sýndi samt á sér fararsniö. Hún sótti frakkann hans. „Þú hefur fitnað”, sagði hún þurrlega. Hann flýtti sér i frakkann til að dylja holdarfar sitt. „Ég er farinn að megA mig” svaraöi hann feimnislega. „Þú ert fölur á vangana og orðinn sköllóttur,” mælti konan. Þá yppti hann vandræðalega Öxlum og svaraði engu. „Sýnist þér ég hafa breytzt?” spurði hún léttari i máli. „Það get ég nú varla sagt”, anzaði hann og hálfskammaðist sin fyrir ósannindin. „Það eru bráöum liöin sex ár”, sagöi hún, og rödd hennar )varð köld og miskunnarlaus. „Ég var ekki ung, þegar við kynntumst, en nú er ég orðin miklu eldri”. „Anna”, sagði hann og varð allt I einu gripinn ákafri löngun til að hughreysta hana. „Anna, geturðu látið þér þykja örlitið vænt um mig enn? Viltu leyfa mér aö elska þig aö nýju?” Þá rétti hún út handlegginn eins og til að þagga niður i honum, og augnaráð hennar var allt i einu oröið hart og ögrandi. „Sex ár eru aðeins tvö orð”, sagði hún. „Aðeins tvö orð, sem auövelt er að segja. En sex ár tákna meir en 2000 einmana kvöld og daprar nætur!” Svo reiddi hún höndina til höggs og greiddi honum vel útilátinn löörung, sinn á hvora kinnina. „Fyrir 2000 einmana kvöld og jafnmargar vökunætur!” hvæsti hún, um leiö og hún rétti honum kinnhestana. SfMON vissi ekki, hvaðan á sig stóð veöriö. Honum varö þaö fyrst fyrir, aö hann lagði á flötta, hentist út úr stofunni, niður stigann, og nam ekki staðar, fyrr en hann var kominn út á götu SIBan skjögraöi hann að stóru tré og hallaöi sér upp að þvi til aö reyna að jafna sig eftir ófarirnar. Hjartað baröist ákaft i brjósti hans, og þegar hann gjóaöi augunum upp til gluggans, sá hann skuggann af önnu. Svo rölti hann heim á leið, og tárin tóku að streyma niður föla vanga hans. En á þeirri stundu vissi hann ekki, hvort hann var að gráta hennar vegna eða vegna sjálfs sin. Litla glæpasagan_____________ Framhald af bls. 18 truflaðu mig ekki: ég er að vinna svo vandasamt verk!” „Nei, nei, góði minn”, anzaöi hún og studdi vinstri hendinni á öxl hans, en opnaði búr eitur- slöngunnar snarlega með þeirri hægri. Maður hennar var allt of niðursokkinn i starf sitt til aö veita þvi athygli. „Ég ætla aö hringja til vinkonu minnar”, sagði Barbara og flýtti sér fram að dyrunm. Þar staönæmdist hún og beið átekta. Dökk eiturslangan skreiddist undir eins út úr búri sinu i áttma til Jakobs. Það glytti á rauða og gula blettina I ljósinu frá lampanum. Hún var óðara komin að berum handlegg mannsins. Bitiö var leiftursnöggt. Jakob Meyer rak upp óp, léit upp og sá höggorminn. Hann spratt á fætur og starði á dýrið á borðinu. Andlit hans var gagntekið undrun og skelfingu. Konan hörfaði út úr dyrunum, þegar maður hennar nálgaðist hana. Svo greip hann báðum höndum um kverkar sér, eins og hanp væri að verjast krampakenndri köfnun, og hné i sama bili niður á gólfið. Þar lá hann siðan hreyfingarlaus á grúfu. Barbara skellti aftur hurðinni og staönæmdist titrandi meö bakiö upp að henni. Hún vissi að enda þótt höggormurinn væri litill, var bit hans banvænt. Þó að maður hennar væri ef til víll enn meö lifsmarki, mundi hann örugglega deyja innan skamms, Hún ætlaði að biöa hálftima til vonar og vara og hringja siöan á lögregluna. Jakobhafði haldið, aö hún væri grunnhyggin og kæru- laus. Nú skyldi hún sýna, að hún gat ráðið niðurlögum hans, án þess aö nokkurn gæti grunað, að hún væri sek um morð. Konan brosti viö þessa tilhugsun. Siðan datt henni I hug, aö gott væri að hressa sig á kaffi- sopa, meðan hún biði. Hún skrapp þvi inn I eldhúsið, skrúfaði frá gasinu og fór að skola könnuna. 1 sama bili hringdi siminn frammi á ganginum við eldhusdyrnar. Barbara tók simtóliö og settist makindalega i hægindastól. Það var Marcel, sem hafði hringt, Karlmannleg rödd hans hressti hana. „Mikið var gott, aö þú skyldir 13. TBL. VIKÁN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.