Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 27

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 27
HÆNA MEÐ SLÖNGULOKKUM. Það er sennilega hægt að tina fram sitt af hverju til að skreyta þessa litlu páskahænu og sennilega hægt að fá það sem til þarf i blómabúðum, föndurbúðum og ekkióliklegt að sitthvað sé til i kassanum með jólaskrautinu. Lappirnar má búa til úr pipu hreinsurum ef þær fást ekki í föndurbúðum. Tvær kúlur úr filti eru limdar saman, svo þær myndi haus og búk. Það væri skemmtilegast að hafa f jaðrir i stél og vængi og lima þær á búk- inn, en það er gert með þvi að stinga göt á kúluna með grófri stoppunál og dýfa svo 1'jaðurstöfunum i lim og lima þá i götin. Tréperla er limd á hausinn fyrir gogg. Augun verða svipmeiri ef þau eru búin til úr litlum filtkringlum, sem eru festar með titu- prjónum með mislitum prjónahausum. Venjuleg pakkabönd má nota i slöngulokka og það er gert með þvi að skafa böndin með hnif og siðan eru þau limd á hausinn. Skrautlegan hattinn má búa til úr hverju sem handbært er, til dæmis blámáluðum greni- köngli og fjöðrum ... Eggjakarfan er serviettuhringur og hann má búa til úr pappa og setja i hann pappabotn: hankinn er úr garni og eggin gular tréperiur. Það er hægt að búa til margar skemmtilegar hænur með þvi að nota hugmyndaflugið.... Hvernig væri að búa tii hænu við hvern disk á páskaborðið? HÉRAR MED ULLARTREFLA. Það þarf nú sitt af hverju, til að búa til héra, en á teikningunni má sjá hvernig kúlurnar i þá eiga að vera að lögun, sem sagt egglaga. Sennilega er hægt að fá þessar filtkúlur i blómabúðum. Kúlurnar ættu helzt að vera 2 1/2 og 3 1/2 cm á lengd. Hvitar kúl- ur, 1 1/2 cm, eru limdar framan á búkinn. Hvitt filt er notað i eyrun og innan á þau eru limdar filtpjötlur i sama Iit og treflarn ir eru og eyrun limd á hausinn. Trefillinn er prjónaður meö brugðnu prjóni, 5 lykkjur á breidd og 18 cm á lengd. Hausinn er limdur á búkinn og gott er að styrkja hálsinn með tituprjóni. Augu og munnur eru máluö meö tússpenna, en til að gefa þvi svip, er gott að mála yfir með glæru naglalakki. I.appirnar eru svo úr hvitum pipuhreinsurum. 13. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.