Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 18
Glæpasaga ÞÚ BARBARA MEYER stóð i borðstofudyrunum og horfði vandlætingaraugum á mann sinn, sem sat önnum kafinn viö borðiö og sneri baki að henni. Hún var ung og fögur, og allt útlit hennar bar vott um ósvalaðan lífsþorsta. Rautt hárið féll hiröuleysislega niður á herðarnar, stór græn augun minntu á villtan uppruna, og silkibrúnt hörundið var svo suðrænt, að það vakti grun um fjarlægt kynblendi. Hún stóð þarna, hallaðist leti- lega upp að dyrastafnum og starði á þrekvaxinn, sviradigran manninn, sem sat álútur með uppbrettar skyrtuermarnar og virtist gagntekinn af viðfangsefni sinu. Tvær andstæður innan fjögra veggja; visindaáhugi og lifsþorsti, og gjáin milli þeirra breikkaði með degi hverjum. ..Förum við i Klúbbinn I kvöld, eða förum við ekki?” spurði Barbara, er hún hafði staðíð þarna þegjandi um stund. ,,Æ , við skulum fresta þvi, þangað til I næstu viku”, anzaði maður hennar og leit ekki upp frá starfi sfnu. Rödd hans var dimm og gersamlega áhugalaus, hvað málaleitun konu hans snerti. Jakob Meyer var einlyndur maður og vinnusamur. Visinda- störf hans áttu hug hans allan. Hann var það, sem Parisar- stúlkan kallar duglegan eigin: mann, en ekki mikinn ástmann, og er þar stundum vandratað meðalhófið. ,,Þú sagðir þetta lika um slðustu helgi”, mælti Barbara ásakandi og gaut augunum til ERT ALLTAF SVO KÆRULAUS. BARBARA glerkassa, sem stóð á borðinu hjá manni hennar. t honum var lftill, eitraður höggormur, sem lyfti hausnum öðru hverju. Það stirndi á gula og rauða blettina á honum við bjarmann frá vinnulampan- um. Barböru hryllti viö öllum þessum lifandi dýrum, sem maður hennar kom með heim vegna starfs sins. Barbara hafði gifzt Jakobi til þess eins að komast til Parisar, alla leið sunnan úr litlu, afskekktu þorpi i Afriku. Hún var nýorðin ekkja eftir kaupsýslu- mann, sem orðiö hafði gjaldþrota og látizt siðan á dularfullan hátt, þegar Jakob kom þangað suður eftir aö safna dýrum handa dýra- görðum I Frakklandi. Enda þótt hann væri talsvert eldri en Barbara, hertók hún hann undir eins. Hann hafði heldur ekki verið nærri eins feitur og karlalegur þá óg núna. Og Jakob hafði þegar i stað hrifizt af fegurð og villtu eðli Barböru, eins og hún væri eitt af dýrum merkurinnar. Fyrstu vikurnar hafði hann reynzt mjög sæmilegur ástmaður. EJn það breyttist brátt, eftir að þau voru komin norður til Parisar. Barbara sagöi: „Hvernig i ósköpunum geturðu ætlazt til, að ég hangi allan sólarhringinn inni i þessari þröngu ibúð, þar sem maöur nær varla andanum?” Það var hverju orði sannara, að ibúðin var fremur litil,1 og Bar- bara hafði sagt þessa sömu setningu við hann dag eftir dag upp á siðkastið. ,,Ég held það fari nú bara vel um þig hér, og þvi minni Ibúð, þvi minna að hirða”, anzaði Jakob og leit ekki upp úr skýrslunni, sem hann var að semja. Barbara skildi sneiðina. Hún var léleg husmóðir, og maður hennar minnti hana oft á, hve sóðaleg og kærulaus hún væri. Sjálfur var hann ákaflega nákvæmur og vildi hafa allt i röð og reglu. Þau voru vægast sagt gerólik, og oft var grunnt á þvi góöa milli þeirra. Konan beit saman vörunum, svo aö þær hvítnuöu. Græn dýrs- augun leiftruðu sem snöggvast af ógeði og heift. En allt I einu brosti hún. „Látum hann halda, aö hann sé einhver guð”, hugsaði hún. „Þessir visindamenn standa i þeirri meiningu, að þeir einir viti allt. En þar skjátlast þér nú; karl minn! Þú hefur enga hugmynd um, að ég á mér elskhuga, veizt ekkert um samband okkar Marvels, barþjónsins I Klúbbnum, veizt ekki, að hann kemur hingað oft, þegar þú ert að vinna i dýragarðinum! ” Allt i einu datt henni í hug, aö hún mundi geta byrjað nýtt og hamingjusamt lif i heims- borginni, ef henni tækist að koma manni sinum fyrir kattarnef. Þá mundu þau Marcel geta tekið saman. Hann hafði losaö sig við konu sina, sem hafði veriö eldri en hann, ein af þessum nornum, sem vildu drottna yfir mönnum sinum. Barböru varð litiö á gler- kassann með eiturnöðrunni, sem alltaf var að lyfta höfðinu, tilbúin að bita, og hún ákvaö að veita henni tafarlaust kærkomið tilefni til þess. Einhver óljós skyldleiki viö dyrið úr frumskógi Afriku bærðist i undirvitund konunnar. Allt i einu fannst henni það hafa verið sent henni til bjargar. Barbara gekk til manns sins, hallaði sér aö öxl hans og strauk hár hans bliðlega. Þú ætlar þá að vera heima i kvöld og vinna, elskan”, hvislaði hún og kyssti hann á enniö. Jakob Meyer var ekki i þeim ham þessa stundina, að hann heföi geð i sér til að endurgjalda óvænt bliöuatlot konu sinnar. „Finndu þér bók að lesa”, sagði hann og leit ekki upp frá skýrslu- gerðinni'. „Fyrir alla muni Framhald á bls. 39 18 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.