Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 7
Smásaga eftir John Smith gamla konan. „Ég vil, að þið verðiö hamingjiisöm”. Hún leit mæðulega á son sinn. „Þú varst einkabarn okkar”, sagði hún. „Þú ert það eina, sem ég á, lifið mitt. Heldur vildi ég deyja i nótt, en verða til að spilla hamingju ykkar Onnu.” „Æ, segðu þetta ekki, mamma”, svaraði sonur hennar. „Þegar viö Anna erum gift, verðurðu i horninu hjá okkur, og við munum sjá um, að þér liði vel.” Gamla konan hristi höfuðið, og tárin komu fram i augún á henni. „Þú varst eins árs, elsku Simon minn, þegar hún Jóhanna, föður- amma þin dó”, kjökraði hún. „Hún var i horninu hjá okkur pabba þinum siðustu tólf árin, sem hún lifði. Ég var að hugsa um hana eins og barn. Þegar ég fór með kvöldbænirnar minar, bað ég Guð að fyrirgefa mér, hve illa mér var við hana — að ég hataði hana og óskaði þess af heilum hug, að hún væri dauð og grafin”. Hún signdi sig og hélt áfram: „Ég man þær nætur, þegar hún var að kalla á mig. Þá lézt ég ekki heyra til hennar og þóttist sofa. Þá kallaði hún og kallaði langa lengi. — Nú er ég sjálf orðin gamalmenni eins og hún var þá, og nú mun mér hefnast fyrir syndsamlegt hugarfar mitt gagn- vart tengdamóður minni sálugu”. . Hvað oft á ég að segja þér, mamma min, að meðan við lifum 'bæði, mun ég elska þig og annast um þig, og slikt hiö sama mun hún Anna gera”, sagði Simon. Gamla konan starði lengi þegjand.i á hann. Við það fannst honum hann verða aftur litið barn, sem ekkert hafði af örðug- leikum og mótlæti lifsins að segja. Svo reis hún á fætur með erfiðismunum. Simon kyssti hana og bauð henni góða nótt. Andartak hélt hún i hann dauöahaldi. Hann skynjaði ótta hennar við einveru og dauða, og þessi óhugnaður gagntók hann. VETURINN kvaddi, og þaö var allt i einu komið vor, franskt vor með sinum óendurkræfu hlýindum og dýrlegum gróðri, árstiö elskendanna. Þau Simon og Anna hresstust eftir martröð vetrarmánaðanna, hertu sig upp og fóru aö leita sér að ibúð. Þau spjölluðu margt um framtiðina. Vorið smaug inn i fertugt blóð þeirra og fylltj þau nýjum þrótti. 1 maibyrjun duttu þau ofan á bjarta ibúð nálægt bókabúðinni, sem Anna vann I og skammt frá heimili Simonar. Anna var stórhrifin af þessu húsnæði, en Simon gat ekki dulið ugg sinn og kviða. Skuggi móður hans fylgdi honum,. hvert sem hann fór. Nú fannst honum hann meira að segja grúfa yfir þessu bjarta húsnæði. Þau gengu út i skemmtigarö, þegar þau höfðu skoðað ibúðina. Þar sátu gamlir, beinaberir og bognir öldungar á bekkjunum. Sólin vann ekki á fölvanum á hrukkóttum andlitum þeirra. Simoni fannst hann vera kominn i biðsal dauðans, þegar hann virtí þessa faribjóra fyrir sér. En allt i einu herti hann upp hugann og sagði. „Við tökum þessa ibúð, Anna. Viö skulum fara til húseigandans og segja honum, að við tökum hana”. „En þú vilt hana ekki”, anzaði Anna hljóðlega. „Við höfum verrð að leita að svipaðri ibúð langa lengi, og alltaf þegar við höfum fundið einhverja, hefurðu sagt, að ’ þú vildir hana ekki.” Hann rétti henni höndina og' sagöi: „Alls staöar fannst' mér hún mamma vera. Mér fannst eins og dregið væri fyrir alla- glugga og að alls staðar væri svo dimmt og draugalegt”. Anna svaraði: „Hún getur ekki verið ein. Við verðum að taka hana.” „En hún segist vera viss um, að við hötum sig”, sagði hann, og hver veit, nema hún hafi á réttu að standa. Mér þykir vænt um -hana, og ég vorkenni henni óskaplega. Mér þykir lika vænt um þig, og ég veit ekki, hvað ég á til bragðs að taka”. Þau fundu auöan bekk i garðinum og tylltu sér á hann. Simon lagði handlegginn um grannar axlir stúlkunnar og dró hana að sér. Hún sagöi: „Þegar ég fann þig, var ég búin • að gefa upp alla von um, aö ég muhdi nokkurn tima framar verða ástfangin. Ég var orðin afhuga þeirri ósk og hafði lagt hana frá mér eins og jurt, sem er pressuð milli blaða i bók. Nú held ég mér til eins og þegar ég var ung, enda þótt ég sjái ósköp vel, þegar ég lit i spegil, að æskan er horfin. Ég þrái, að þú elskir mig og að þér sýnist ég falleg. Ég óska þess heitast af öllu að njóta ástar þinnar, áður en ég verð gömul”. „Við reynum aö ráöa fram úr þessu”, anzaði Simon og kreisti aftur augun. „Við verðum að finna einhver ráð til að geta haldið tryggð hvort viö annað”. Framhald á bls. 38 13. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.