Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 24

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 24
V I ^Éfeú£S« Furöulegar bréfaskriftir Ég sendi þetta bréf ekki, af þvi að ég ætl- aði að hreinskrifa það daginn eftir. En siðan er mikið vatn runnið til sjávar —oft hálfsalt vatn er ég smeykur um... ÞEGAR Róbert Braine var við guðfræðinám i Cambridge á 7da tug aldarinnar, var Filippus Dell sá eini, sem áleit hann sanna hetju. Þessir tveir menn kvöddust júnidag einn á ömurlegu brautar- stöðinni neðan við hæðina og sá- ust aldrei framar. En hin undar- legu kynni þeirra héldust engu að siður, meðan báðir lifðu. Þegar Filippus var vigður til prests, skrifaði Róbert honum frá Paris, en varaðist, vafalaust vegna þessa hátiðlega atburðar að skýra nokkuð að ráði frá þvi, hvað hann hefði sjálfur fyrir stafni. Samt sem áður var róm- antiskur og heimsmannslegur blær yfir þvi fáa, sem hann lét getið. En þegar Filippus skrifaði vini sinum tveim árum seinna til Wilt- shire til að láta hann vita, að hann væri að hverfa frá preststarfinu i Norður-Lundúnum, af þvi að hon- um hefði boðizt embætti i Norfolk, fékk hann einum eða tveim mán- uðum siðar langt og ýtarlegt bréf. 1 bréfi sinu hafði Filippus minnzt á, að hann væri i þann veginn að kvænast. „Dórotea er bliðlynd og vin- gjarnleg stúlka. Hún hefur stjórn- að kórnum hjá okkur”, hafði hann skrifað. Fögur rithönd hans og settleg frasögn höfðu ekki látið i ljós heitar tilfinningar. ,,Ég hef átt alvarlegt samtal við hana og varað hana við leiðindunum og örðugleikunum, sem ég býst við, að biði hennar öðru hverju á stóru og fornlegu prestsetri, þar sem ekki eru nein þeirra þæginda, sem talin eru sjálfsögð i stórborg. En af þvi hve dásamleg kona hún er, kveðst hún vera við þvi búin að þola allt min vegna”. Svarbréf Róberts kom, þegar þau Filippus og Dórótea voru setzt að 20 km frá næstu járn- brautarstöð, eins langt frá um- heiminum og þau hefðu farið til trúboðsstarfs i Kina. „Mér gezt vel að nafni konunn- ar þinnar”, skrifaði hann, ,,og ég ætla að biðja þig að bera henni kveðju mina. Leyfö'u mér að segja, að ég dáist að-kjarki þin- um. Sannast að segja hryllir mig við tilhugsuninni um hjónaband. Ef þú lifðir minu lifi, vinur sæll, myndirðu skilja mig. Ég læt hjá liða að skrifa þér nokkuð af sjálf- um mér. 1 raurúnni er ég að vissu leyti neyddur lil að þegja, þvi að sú starfsgrein, sem ég stunda, er andstyggilega leyndardómsrik. Þú verður sjálfsagt forviða, þeg- ar þú heyrir, að ég hef átt heima i fremur sviplausu hverfi Berlinar- 24 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.