Vikan


Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 28.03.1974, Blaðsíða 17
FYRSTI HLUTI lika stigann. Og ekki var þvi að leyna að húsaleigupeningarnir komu sér vel. Ungfrú Jenny var að hugleiða, hvernig þær hefðu eiginlega kom- izt af, áður en þetta kom til og það voru ekki beinllnis skemmtilegar minningar. Eftir að matvörur stigu svona geysilega i verði, höfðu þær aldrei haft ráð á þvi aö breyta neitt til, til að hressa upp á tilveruna. Nú gátu þær leyft sér sitt af hverju. Þær gátu nú leyft sér að kaupa viö og viö kótilettur, lifur og reykt flesk og fengið sér steikt brauö og sm jör með siðdeg- isteinu. Það var lika ýmislegt annað, sem þær höfðu gert, þær keyptu sér nýja inniskó, nýjar, hlýjar peysur. Þær höfðu lika keypt sér nýjan skaftpott og rafmagnsketil, svo það var ekki lengi verið að hita vatn i te. Þær höfðu leigt sjónvarp og nú höfðu þær eigin- lega sitt eigiö kvikmyndahús i stofunni og gátu notið þess að sitja fyrir framan það og stund- um nartað i súkkulaði. Ungfrú Jenny var mjög ánægð. — Við erum heppnar, sagöi hún, — finnst þér það ekki, Tibby, — við erum reglulega lánsamar. (Hún talaði oftast við Tibby, vegna þess að Letty var farin aö heyra svo anzi illa). Að visu svar- aði Tibby henni ekki, en kötturinn var þó ekki si og æ að hvá, svo það var miklu einfaldara að tala við hann. — Þú ert heppinn köttur, Tibby minn. Þar sem allt er nú oröiö svo dýrt, efast ég um að við heföum haft ráð að kaupa handa þér fisk á hverjum degi, ef ekki hefði húsaleigan bætt þetta upp. Hún klappaði kettinum bliðlega meö mögrum og sinaberum hönd- um. Þær heföu að öllum likindum látið Tibby ganga fyrir, hugsað fyrst og fremst um matinn handa honum. En það var indælt aö geta gert þaö án þess aö þurfa að spara alla hluti. Þaö var lika dásamlegt að vita til þess, aö húsin við Laburnum Street yrðu ekki rifin fyrsta kast- ið. ' Framhald á bls. 43 13.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.