Vikan


Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 10
Þarftu að bæta? GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Flugnám. Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég er aö velta fyrir mér nokkrum spurningum, sem mig vantar svör viö og ég vona, að þú getir svaraö þeim. 1. Er eitt af mörgum skilyröum til aö veröa flugmaöur aö stand- ast stranga læknisskoðun? 2. Hvaöa próf þarf að hafa til aö komast f flugskólann? Og hvaöa aldurstakmark er? 3. Hvað er langt nám að veröa einkaflugmaöur? 4. Hvaöa námsgreinar eru kenndar i flugskólanum? 5. Er heimavist i flugskólan- um? Meö beztu kveðju. A.G.A. Aö þvi er Pósturinn bezt veit er flug kennt hjá Flugstööinni hf. og Flugskóia Helga Jónssonar. Til þess aö geta hafið flugnám þarf aö hafa náö 17 ára aldri og sé stefnt aö atvinnuflugmannsprófi þarf aö hafa gagnfræöapróf eöa hiiöstæöa menntun. Enn fremur er krafizt góörar heilsu og þess vegna þurfa veröand-i flugnemar aö gangast undir stranga læknis- skoöun. Samkvæmt reglugerö þarf 8 flugstundir til aö mega taka einflugspróf, en oftast gera flugkennarar meiri kröfur og yfirleitt fá nemar ekki einflugs- réttindi, fyrr en eftir tuttugu flug- stundir auk Iltils háttar bókiegs undirbúnings. Til einkaflug- mannsprófs er undirbúningur sfö- an fólginn i 6—8 vikna kvöldnám- skeiöi og æfingaflugi, þar sem nemi flýgur einn, nema annan eöa þriöja hvern tima, sem hann lær Ieiösögn i. Einkaflugmanns- próf veitir réttindi tii aö fijúga meö farþega án endurgjaids, og samkvæmt regiugeröinni þarf til þess 40 flugstundir, en yfirleitt er krafizt allmörgum stundum fleira. Engin heimavist er I flug- skólum þessum. Pósturinn — dúkkukarl. Heiðraði Póstur! Þú, sem ert uppspretta vizku og lifsspeki, sannkölluö véfrétt, hversu hrapallega getur þér þó skjátlazt I mannlegum efnum! Kúguö og misskilin eiginkona, nefnd Daysr, hefur knúö á dyr þinar og fengiö sp>ott fyrir svar. Hvers konar yfirlæti er þaö aö kalla húsmóöur, sem vinnur höröum höndum, dúkkukonu? 0, þú rangsnúna veröld! Og þú, Póstur, sem trónar alvitur viö þitt skrifborö, sem lúnar og lltils- metnar ræstingakonur þurrka af á kvöldin, þú, sem kannski lltur á átta stunda vinnudag, helgarfri og sumarfrí sem sjálfsögö mann- réttindi, — gætir þú hugsaö þér aö vera lokaöur inni á vinnustaö alla þina daga og nætur? Vildir þú vera útilokaöur frá kunningjum og félagslifi og vera meinuö öll afþreying utan vinnustaöarins? ,,Já, en heimili er nú annaö en vinnustaður,” kannt þú ef til vill aö segja. „Ekki fyrir húsmóöur, Póstur minn,” segi ég. Eitt ér aö koma heim til aö hvila sig aö afloknum vinnudegi. Annaö er aö vera heima til aö gæta barna, elda mat og hreinsa sklt án þess að upplifa lok vinnu- dagsins aö jafnaöi. Póstur minn! Ég veit ekki, hvort þú ert karlkyns eöa kven- kyns, en póstur er i öllu falli karl- kynsorö. Þvi segi ég viö þig: Þú getur sjálfur veriö dúkkukarl. Meö kveöju, Halla. -> P.S. Auövitaö eru til góöar hliö- ar á þvi að vera húsmóöir — sé búrið opið. Kannski skrifa ég bréf um þaö seinna, ef ég verö i stuöi. Þakka þér kæriega fyrir bréfiö, Haila, en þaö var regiulega hressandi. Hitt er annaö mál, aö Póstinum finnst þú misskilja svo- litiö svör hans viö bréfinu hennar Daysi. Dúkkukona er orö, sem hann fékk aö láni úr „Brúöuheim- ili” Ibsens. Náttúrlega er tölu- verður munur á kjörum þeirra Daysi og Noru, cn Póstinum fannst upplagt að ráðieggja Daysi að drifa eiginmanninn með sér til að sjá „Brúðuheimilið”, þvi að bæöi hcfðu trúiega margt getaö af þvi lært. Póstinum fannst sem sé mikiu skynsamlegra af Daysi að reyna að bjarga þessu hjónabandi viö, en gefast upp á þvl og leita nýrra ævintýra eins og hún gaf I skyn, aö hún væri komin á fremsta hlunn með aö gera. Auk þess telur Pósturinn sig vita, að lif kvenna, sem stunda heimilis- störf eingöngu, er ekki nærri eins dapurlegt og þið Daysi viljið vera láta. Tii dæmis eru þær ekki bundnar kiukkunni nema að iitlu leyti viö störf sin, heidur geta ‘ unnið þau, þegar þær eru bezt upplagðar til þess. i góöu veöri geta þær svo fariö út að ganga með börnin og litið inn hjá vin- konum sinum og skúrað svo, þeg- ar hann fer að rigna. Skrifaðu okkur endilega um þessar björtu hiiðar á húsmóðurstörfunum, þegar þú kemst næst i stuð. Konsertmeistari og kristniboð. Háttvirti Póstur! Ég hef skrifaö þér áöur, en fékk ekki svar. Ég vona, aö þú getir leystúr vandræðum minum núna. Um daginn var sýnd i sjónvarp- inu mynd frá nýárstónleikum I Vin. Ég og pabbi minn rifumst heil- mikið (auövitaö á milli valsanna) um þaö hvar konsertmeistari hljómsveitarinnar sæti. Ég sagöi, aö hann sæti 1 fremstu röö fiðlu- 10 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.