Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 5
þetta svona, vildi ekki hafa mikið
á veggjunum. Hann sagði: Þetta
hús á að vera fullt af fólki! Og
þetta hús er yfirleitt fullt af fólki
a.m.k. kaffistofan og bókasafnið.
Ég finn ekki til þess, að hér skorti
hlýleika. Að visu finnst mér ein-
stöku sinnum vera dálitið tómlegt
hér, þegar ég geng um á kvöldin
og slekk ljós og læsi dyrum.
— Kanntu vel við að búa hér?
— Að sumu léyti. T.d-. get ég að
mestu leitt hjá mér ókosti
islenzkrar veðráttu, þar sem ég
þarf ekki að fara út frekar en mér
sýnist. En það getur lika verið
ókostur að búa i vinnunni. Maður
á aldrei fri, nema hreinlega forða
sér af staðnum.
— Býrðu alein i húsinu?
— Ekki þessa stundina,
kærastinn er i heimsókn hjá mér.
Það kom á mig við þessa yfir-
lýsingu. Ég var nefnilega tilbúin
með geysilega persónulega
spurningu um ástæðuna fyrir þvi,
að Maj-Britt væri ennþá ógift
kona, og sjálf hafði ég imyndað
mér ástæðuna þá, að hún hefði
talið, að eiginmaður og heimilis-
hald yrðu þröskuldur i vegi
hennar til frama i starfi.
— Það er kannski ekki fráleitt,
að ég hafi hugsað svo. Að minnsta
kosti er alls óvist, að ég.hefði sótt
um þessa stöðu hérna, hefði ég
verið gift kona, og raunar kostaði
sú ákvörðun mig mikil heilabrot.
Þá hafði ég tiltölulega nýlega
kynnzt Kjell, sem hefur á hendi
stjórn fullorðinsfræðslu i Sviþjóð
og kom aldrei til greina, að hann
hætti þvi starfi. En hann skildi
ákaflega vel, að mig langaði til að
spreyta mig hér og studdi mig á
allan hátt. Hann hefur svo heim-
sótt mig eins oft og hann hefur við
komið, og þetta gengur bara vel
ennþá.
Enn hringir sihiinn, og i þetta
sinn er það einmitt Kjell að
hringja úr vinnunni. —Honum
fannst hann ekki geta gengið um
aðgerðarlaus i marga daga og
fékk vinnu hjá Sambandinu við að
bera kjötskrokka og segir, að það
sé bara góö Filbreyting frá skrif-
stofuvinnunni.
— Hefur starf þitt hér uppfyllt
þær vonir, sem þú gerðir þér um
það? Og finnst þér húsið gegna
sinu hlutverki?
— Eg get svarað báðum
spurningunum játandi. Aður en-
ég kom hingað, hélt ég, að aðal-
erfiöleikarnir yrðu að komast i
samband við fólk og fá það til að
koma hingað. En það reyndust
óþarfar áhyggjur. Það er hins
vegar ekki mér að þakka, heldur
Ivar Eskeland, sem opnaði húsið
fyrir alls konar félagsstarfsemi
og kennslu, svo að fólk kemur
hingað i svo margvislegum
erindagjörðum. Og þegar það er
einu sinni farið að koma hingað,
þá kemur það aftur og aftur og
sækir þá líka sýningar og annað á
vegum hússins.
— En er einhver þáttur i starf-
seminni, sem þér finnst hafa mis-
tekizt?
~Ég hef sagt það áður opinber-
lega, að mér finnst leiðinlegt,
hvað sýningar listamanna frá
hinum Norðurlöndunum eru illa
sóttar. Það er kannski skiljan-
legt, fólk þekkir ekki nöfnin. Eitt
er þó ánægjulegt við þessa*
sýningar. íslenzkir listamenn
sækja þær mikið, og þá má e.t.v.
segja, að tilganginum sé að mestu
náö. En ég hef von um, að starf-
semi af þessu tagi geti komizt á
betri grundvöll i framtiðinni, þvi
að við höfum nú fengið meiri að-
stoð. Nýlega tók til starfa hjá
okkur Þóra Kristjánsdóttir,
fréttamaður hjá útvarpinu, og
helzta hlutverk hennar"verður að
fylgjast með sýningum og öðru,
sem er að gerast i þessu sviði á
hinum Norðurlöndunum, og
skipuleggja þennan þátt i starf-
semi hússins betur en unnt hefur
verið.
— Þarftu að leita eftir verk-
efnum fyrir húsið?
— Það er miklu meira á hinn
veginn, enda tel ég það æskilegra.
Þetta er fyrst og fremst þjónustu-
starfsemi. Þó langar mann auð-
vitað til þess að framfylgja eigin
hugmyndum við og við, og þá
rekur maður sig á timaskortinn,
húsakynnin eru stundum svo
ásetin og upppöntuð langt fram i
timann, að það getur reynzt erfitt
24. TBL. VIKAN 5