Vikan


Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 30
BÖRN- UNUM MÍNUM Sönn frásögn Valerie Di Matteo „Ég er reiðubúinn að fremja morð til að fá að halda börnunum”, sagði Carlo og otaði að mér hnifnum. Ég minnist þess- ara orða hans á hverjum degi og þau gera lif mitt að martröð. I hvert skipti, sem dyrabjallan klingir, fæ ég ákafan hjartslátt. Eins og af eðlishvöt lit ég i kring- um mig, gái að börnunum tveim- ur, Melinu og Adrian og bið þau að vera hljóð. „Hver er þar?”, kalla ég óstyrkri röddu. Nú orðið opna eg aldrei dyrnar, fyrr en ég veit hver er úti fyrir. Ég hræðist alla ó- kunnuga. Ég veit, að svona lif er óeðli- legt, en það mun liða langur timi, þar til ég get tekið nýjum degi án hræðslu, hræðslu um að börnin verði tekin frá mér og að ég muni aldrei aftur fá að sjá þau. Þau hafa einu sinni verið tekin frá mér og ég 'óttast að það gerist aft- ur. Mér finnst svo ótrúlegt, að þetta skuli i raun og veru hafa gerzt, en sé ekki eitthvað, sem ég hef séð i kvikmynd. Mér finnst svo ótrúlegt að ég, ósköp venjuleg húsmóðir og vélritunarstúlka skuli hafa staðið fyrir eins konar James Bond-árás, til að ná aftur börnunum minum. Carlo, faðir þeirra og eiginmaður minn, hafði tekið þau i óleyfi og farið með þau með sér til ttaliu, meðan við bið- um réttarúrskurðar um það hvort okkar ætti að fá foreldraréttinn en börnin heyrðu undir brezk lög og dómstóla. í örvæntingu minni elti ég hann og með hjálp ættingja og vina tókst mér að ná börnun- um aftur. Ég rændi þeim og þótt mér finnist voðalegt að orða þetta þannig, þá var þetta ekkert annað en rán. Ég var og er alveg viss um, að börnin verða hvergi örugg og hamingjusöm nema hjá mér i Englandi. Ef ég hefði farið með málið fyrir rétt i ttaliu, hefðu liðið tvö ár áður en hægt hefði verið að takp ákvörðun.um hvort okkar ætti að hafa börnin. Og það fannst mér óbærileg tilhugsun. Það er ömurlegt, að börn skuli geta orðið að peðum á taflborði hjónabandsins, ekki sizt þegar um er að ræða hjónaband, sem byrjaði eins vel og okkar Carlo. Ég hafði af tilviljun farið inn á hárgreiðslustofu sem Carlo rak i London. Hann hafði greitt mér sjálfur og þegar ég hafði komið til hans nokkrum sinnum bauð hann mér út að borða. Hann var ekta ttali, töfrandi með brún augu, sem leiftruðu af lifsgleði. Sjálf var ég vaktstjóri á tal- sambandi við útlönd og þar hafði ég talað við marga útlenda karl- menn, en þetta var i fyrsta skipti, sem ég hafði hitt jafn ómótstæði- legan mann. Nú óska ég þess svo heitt, að ég hefði verið ögn lífs- reyndari og vitað, að alúðin og töfrarnir ná oft skammt niður fyrir yfirborðið. Við flönuðum ekki að neinu, og það liðu tvö ár, þar til við giftum okkur og fluttum i íbúðina uppi yfir hárgreiöslustofunni. Hann var mér sammála um, að ibúðin væri ekki sérlega vistleg — það var meira að segja rottugangur i henni — og að við myndum reyna að fá okkur hús, um leið og við hefðum safnað fyrir útborgun. Þegar ég komst að þvi, að ég var ófrisk vorum við bæði himin- lifandi, það er að segja þangað til að þvi kom að ég varð að hætta að vinna og Carlo gerði sér grein fyrir, að ég yrði tekjulaus. Carlo hafði aldrei látið mig hafa nokkra peninga. Hann borg- aði húsaleiguna, ljós og hita, en ég greiddi allan annan kostnað með kaupi minu. Mér fannst þetta mjög réttlát skipting, eins og málum var háttað. En þegar ég hætti að vinna, neitaði hann að láta mig hafa eyri og sagði, að ég myndi fá fæðingarstyrk, sem ég reyndar fékk, en hann var ekkert svipaður laununum, sem ég hafði haft. Þegar Adrian fæddist sáum við, aö við gætum ekki verið áfram i i- búöinni, þvf hún var engan veginn nógu góð fyrir barn. Ég gat fengið lifeyrissjóðslán og lagði til að við notuðum það til að greiða fyrstu afborgun af húsi. ,,En þú hefur engar tekjur”, hreytti hann út úr sér. ,,Þú verður að fá þér vinnu, ef við eigum að geta keypt hús”. Ég gerði það. Ég festi hús og borgaði fyrstu afborgun og við fluttum inn þegar Adrian var 7 mánaða. Ég fór að vinna á skrif- stofu hálfan daginn og kom Adri- an á meðan fyrir hjá konu, sem tók börn i gæzlu. Ég hefði kannski getað sætt mig við fjárhagshlið vandamála okk- ar, ef ég hefði getað skilið þá breytingu, sem orðin var á Carlo. Hann hafði orðið alveg annar maður, þegar við giftumst. Þá kom Sikileyjarblóðið i ljós og sú skoðun landa hans, að konan sé eign mannsins. Hann átti til að skipa mér að strauja skyrtuna sina strax, án tillits til þess, hvort ég var að gefa Adrian brjóst eða þvo honum. „Hitaðu handa mér kaffi”, skip- aði hann mér kannski, þegar ég var I miðju kafi að baka eða strauja og ef ég hætti ekki strax við það sem ég var að gera varð hann fjúkandi vondup. Þegar ég komst að þvi, að ég var orðin ófrisk aftur, versnaði Carlo um allan helming. Fyrstu viðbrögð hans við fréttinni voru þau, að hann hvarf og lét ekki sjá sig i þrjá daga. Þegar hann kom aftur heim stilltist hann, þegar ég hafði lofað þvi að fara aftur út að vinna, eins fljótt og ég gæti eftir að barnið væri fætt. Melina fæddist i ágúst, árið eft- ir að Adrian fæddist. Hún var yndislegt barn pg mig langaði ekki til nokkurs fremur en að geta veriðheima og hugsaö um börnin tvö. En það mátti Carlo ekki heyra. „Hárgreiðslustofan geng- ur ekki of vel. Þú verður að fá þér vinnu, þvi ég get ekki bæði séð fyrir ykkur og borgað áf húsinu.” Ég fékk m.ér igripavinnu sem vélritunarstúlka og gat komið börnunum á dagheimili, sem rek- ið var af einkasamtökum. Carlo neitaði að borga dagheimilisvist- ina og afborganir af húsinu, og hann hætti að láta mig hafa mat- arpeninga. Stundum átti ég ekki næga peninga til að kaupa sóma- samlegan mat handa börnunum. Þetta var eymdarlif, og ef ég kvartaði, svaraði Carlo meö þvi að ganga út og kom stundum ekki aftur, fyrr en eftir tvo til þrjá daga. Ég sagði honum, að ég gæti ekki haldið þetta út lengur og þá sagði hann mér blákalt, að þá yröi ég bara að fara og finna mér annan dvalarstað. Húsið væri á hans nafni. Ég vissi, að með börn- in tvö væri útilokað að finna hús- næði, svo ég reyndi að gera gott úr öllu i von um að ástandið batn- aði eitthvað. En dag nokkurn, eftir óvenju- slæmt rifrildi, missti ég þolin- mæðina. Ég fór með börnin heim til mömmu og var þar i hálfan mánuð, en fór siðan til vina i Suð- ur-London og var hjá þeim um skeið. Ég hafði samband við lög- fræðing og hann sagði mér, að ég yrði að leyfa Carlo að hitta börn- in. Tveimur vikum siðar hringdi Cario og bað mig um að koma til sin aftur. Ég sagði honum., að það væri útilokað, en féllst á að hann fengi aö hitta börnin og við kom- um þvi svo fyrir, að hann fengi þau á hverjum sunnudegi og hálf- an dag I miðri viku. Hann sagði mér, að hann ætlaði að selja húsið og eftir að lögfræðingur minn hafði gengið i málið féllst Carlo á að láta mig hafa helminginn af á- góðanum af sölunni. Þá peninga notaði ég til þess að kaupa, i fé- lagi við systur mina og mág, hús i úthverfi London. Adrian var nú orðinn sjö ára og Melina árinu yngri. Þau hlökkuðu alltaf til að sjá föður sinn, þvi méð þeim var hann ekkert 'nema elskulegheitin. Nú bar hann ekki lengur ábyrgð á þeim, hafði að- eins af þeim ánægjuna. Carlo sagðist ekki myndi standa I vegi fyrir skilnaði, en myndi krefjast umráðaréttar yfir börnunum. Þegár ég spurði hann, hvernig hann hugsaði sér að sjá þeim farborða yppti hann öxlum og sagði: „Við Sikileyjarbúar stöndum alltaf saman. Ég á ætt- ingja, vini...” Eitt kvöld i júni sótti Carlo Adrian og Melinu i skólann eins og venjulega. Ég var ekkert óró- leg, þótt hann væri ekki kominn með þau klukkan 6, þvi hann hafði 30 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.