Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 32
Ég rændi börnunum
mínum '
til hliðar svo ég kæmist inn i eld-
húsið. Siðan læsti hann dyrunum
og settist niður. „Ég verð hér”,
sagði hann þreytulega. Ég talaði
við börnin meðan ég hitaði te.
Gluggar voru lokaðir svo loftið
mettaðist fljótlega af gufunni af
tevatninu. Brátt fór Carlo að
dotta og þá vissi ég, að betra
tækifæri myndi ég ekki fá.
„Viltu kom með mér á klósett-
ið”, spurði ég Melinu og hún kink-
aði kolli og kom strax til min.
Adrian virtist skelfdur. „Við
verðum að spyrja pabba. Við
megum ekki opna dyrnar, án þess
að hann viti”.
„Ég víl ekki vekja hann”,-
hvislaði ég og hjartað barðist i
brjósti mér, þegar ég gekk að
dyrunum og sneri lyklinum. Carlo
hreyfði sig ekki. Ég tók yfirhafnir
barnanna af snaga við dyrnar,
tók i höndina á Melinu og sagði
Adrian að elta okkur. Ég flýtti
mér gegnum húsagaíðinn og nið-
ur sundið að bilnum, sem beið
þar. Ég leit við, en Adrian var
hvergi sjáanlegur. Hann hafði
ekki elt okkur.
„Fljótir, fljótir”, hrópaði ég i
örvæntingu minni. „Náið I Adri-
an, Carlo sefur”.
Stjúpbróðir minn lagði af stað
niður sundið og skyndilega heyrði
ég hróp og rödd Carlo: „Lögregl-
una, lögregluna”.
Ég heyrði að það gekk eitthvað
'á I húsagarðinum, en úr bilnum
sá ég ekkert. Ég righélt um
Melinu.
Allt i einu birtist mágur minn
meö Adrian i fanginu. Hann hafði
fundið drenginn, þar sem hann
stóð i húsagarðinum og hafði far-
ið með hann út um annað sund til
að lenda ekki i slagsmálum.
A næsta andartaki kom stjúp-
bróðir minn i ljós, skyrtulaus,
með andlitið atað blóði. A hæla
honum kom vinurinn, sem hafði
hjálpaðhonum aðlosna frá Carlo,
en Carlo stóð eftir ráðvilltur, með
skyrtutætlurnar i höndunum.
Við ókum af stað gegnum þyrp-
inguna, sem safnazt hafði saman,
e,og tókum stefnu á svissnesku
landamærin. „Þetta verður allt
i lagi”, sagði ég börnunum sem
voru rugluð og yfirkomin af
hræðslu. „Við ætlum að fara aftur
til London, til allra vinanna...”
Við gátum ekki ekið eftir hrað-
brautinni, þvi við vorum viss um
aö einhver hefði náð númerinu á
bilnum og lögreglan hefði auga-
stað með okkur. Við stefndum þvi
til Novara, bæjar fyrir vestan
Milanó.
Við höfðum ekið um 100 milur
og vorum aðbyrjaaðróast, þegar
1 viösáum skyndilega lögregluþjón
við veginn. Hann virtist vera að
fylgjast með bilnum og þegar
hann sá okkur lyfti hann hand-
leggnum og blés i ílautuna. En
okkur gat enginn stöðvað úr þvi
sem komið var.
Við gerðum okkur grein fyrir að
hann myndi strax hringja i
starfsbræður sina i Varese, bæn-
um, sem við stefndum til, og þvi
tókum við á okkur krók. Við lögð-
um bilnum i fáfarinni götu i bæn-
um, flýttum okkur til járnbraut-
arstöðvarinnar og keyptum far-
miða til Genfar.
t lestinni var ég með börnin i
einum klefa, en karlmennirnir
fóru hver i sinn klefa. t hvert
skipti, sem lestin stanzaði, var ég
dauðhrædd um aölögreglan kæmi
og leitaði i vögnunum.
Okkur var sagt að tollverðirnir
myndu koma um borð i lestina
klukkan 8.22. Ég þorði ekki að
taka áhættunni að hitta þá og fór
þvi með börnin á salerni fremst i
lestinni og læsti okkur þar inni.
Börnunum fannst þetta mjög
spennandi. Þau virtust ekki
hrædd, en höfðu áhyggjur af þvi,
Linguaphone
Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd-
an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra.
Paydovo,
Ebst-ce, __
''cuudrobus lAUAAsá/oéty' ícá *?"
LINGUAPHONE tungumálanámskeió
á hljómplötum og kassettum
Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656
Undirrit___óskar:
aó fá sendan upplýsingapésa um linguaphc
enst D frönsku fl þýzku D spænsku fl annaó mál
hljámplötur
kassettur
nafn: ....
heimili:
r ;'
Póstkrafa kr. 5.400,-1
Fullnaöargréiósla kr. 5.200,- fylgir meó [
Sérstakir greiósluskilmálar D útborgun kr 2.500,- þrjár mánaóarlegar
afborganir á víxlum — 3xlOÖO- — samtals kr. 5500.-
LINGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK
hve rauð ég væri i andlitinu.
„Ertu hrædd, mamma?” spurðu
þau. Svo fóru þau að dunda við að
baða andlit mitt með köldu vatni.
Það var bankað, en við létum
ekki á okkur bæra, fyrr en
klukkustundu siðar. Þá áræddum
við að fara fram á ganginn og
komumst að þvi að til allrar ham-
ingju voru tollverðirnir farnir.
Þegar við komum út af salern-
inu vorum við komin til Brig —
vorum komin yfir landamærin:
Hvilikur léttir! Tárin kornu fram
i augu mér, og ég þrýsti börnun-
um að mér. Okkur hafði þá tekizt
þetta. Okkur var borgið.
Við komum til Genfar um mið-
nætti og fengum siðar um nóttina
flugfar til London. Þangað kom-
um við klukkan 9 að morgni. Ég
mun aldrei gleyma, hvernig mér
var innanbrjósts, þegar vélin var
lent i London.
Kostnaðurinn viö að ná börnun-
um aftur mun verða kominn i 800
sterlingspund, þegar allir reikn-
ingar hafa verið greiddir. Lög-
fræðingar og leynilögreglumenn
þurfa að fá sitt og svo þarf að
borga lestarferðir, flugferðir,
hótel, bilaleigu...
Vinnufélagar hjá bygginga-
fyrirtækinu, þar sem ég vinn hálf-
an daginn efndu til skyndisöfnun-
ar mér til hjálpar. Móðir min
seldi eitthvað af eignum sinum til
að geta lánað mér peninga, og
stjúpbróðir minn hefur lánað mér
400 pund.
Ég hef frétt að Carlo sé að und-
irbúa málsókn á hendur mér og
stjúpbróður minum fyrir árás.
Hann hefur einnig farið fram á að
fá umráðarétt yfir börnunum —
og ég hef gert það sama hér. En
ég óttast, að áður en dæmt hefur
verið i málinu muni Carlo taka lil
sinna ráða og reyna að ræna
börnunum aftur.
Þegar Sikileyjarbúi hefur beðið
álitshnekki svifst hann einskis til
að ná virðingu sinni á ný. Hefndin
verður honum heilög. Það er
þetta, sem ég óttast. En ég er
reiðubúin að hætta á hvað sem er
vegna barnanna minna, þvi án
þeirra væri lifið einskis virði.
32 VIKAN 24. TBL.
síCCíMo,