Vikan - 15.08.1974, Qupperneq 29
%
r.
i
Þetta var ekki venjulegt einvigi, eins og
það var i gamla daga, þegar rispa með
sverðsoddi réði úrslitum. Nei, þetta ein-
vígi var nýtizkulegra og vopnin vél-
vædd.....
Klukkan 11.32 ók Mann fram úr
tankbilnum.
Hann var á vesturleið, til San
Francisco. Siðustu tuttugu minút-
urnar hafði hann hvorki mætt né
ekið fram úr nokkru farartæki.
Svo kom hann auga á þennan
tankbil, sem erfiöaði upp brekku,
þar sem vegurinn lá I ótal beygj-
um. Þetta var geysistórt vega-
tröll, með aftanivagni og hann
reyndi ekki að aka fram úr, fyrr
en hann var kominn upp á
brekkubrúnina. Þegar hann sá
tankbílinn vel í speglinum,
sveigöi.hann inn á hægri akrein
aftur.
Mann horfði á landslagið fram
undan. Háir bergásar svo langt
sem augað eygði og grænir hólar
á milli.
Þjóðvegurinn lá beinn fram
undan. Hann fór að hugsa um
Ruth, hvað skyldi hún vera að
gera núna. Börnin voru að sjálf-
sögðu komin i skólann. Það hefði
verið annað lif, að mega vera
heima hjá fjölskyldunni, heldur
en að fara i þessa söluferð. Þaö
var ennþá margra klukkustunda
akstur til San Francisco. Hann
opnaöi fyrir útvarpið og raulaöi
með og horfði rólega á veginn og
hann hrökk við, þegar tankbillinn
kom á eftir honum með miklum
drunum og sveigði inn á hægri ak-
rein, svo nálægt honum, að það
sem dróst aftur af vagninum sóp-
aði beinlinis götuna rétt fyrir
framan nefið á honum og neyddi
hann til að hemla i ofboði.
Hver fjandinn gengur að þér?
hugsaöi hann.
Aftanivagninn var næstum þvi
eins langur og sjálfur tankbillinn
og þeirvoru á sex hjólum. Þetta
var ábyggilega gömul drusla,
tankarnir voru illa málaðir i silf-
urlit og á þeim stóð meö eldrauð-
um stöfum: Eldfimt. Þaö var
sennilegt aö þessi náungi ætti bil-
inn sjálfur.
Mann leit á hraðamælinn. Hann
hélt sinum niutiu milna hraða,
svo tankbillinn hlaut að hafa farið
langt fram úr hundrað, til að
komast fram úr svona skyndi-
lega. Þetta var eiginlega furðu-
legt. Bflstjórar á svona farar-
tækjum höfðu yfirleitt það orð á
sér, að aka varlega?
Tankbillinn spjó úr sér ofboðs-
legum reykjarmekki og það var
ljóst að honum yrði illt af meng-
uninni, ef hann reyndi ekki að
komast fram úr honum, það var
alveg útilokað, aö aka rétt á eftir
svona ófreskju — bezt að komast
fram úr honum.
Þegar hann ók fram hjá, reyndi
hann að sjá þann sem sat við stýr-
ið, en sá ekkert annað en vinstri
hönd ökumannsins, stóra og
dökka krumlu.
Bflstjórinn gaf merki, langt og
ærandi væl.
Hvað skyldi það tákna? hugsaði
Mann. Var þetta kveðja eða hót-
un?
Þetta óvenjulega gaul, kom
honum til að lita I spegilinn.
Hamingjan sanna, maðurinn var
að gefa merki um að hann ætlaði
að aka fram úr. Hvað gengur að
manninum? hugsaði Mann. A
þetta að verða kappakstur, ein-
vlgi?
Hann gretti sig, þegar hann
fékk reykjarmökkinn aftur fram-
an I sig og dró upp bilrúðuna.
Þegar vegurinn lá beinn fram
undan, jók hann aftur hraðann og
sveigöi út á vinstri akrein. Tank-
bfllinn gerði það sama og lokaði
bókstaflega veginum. Mann
hemlaði og fór aftur inn á hægri
akrein. Þaðgerði tankbfllinn lika.
Mann gat ekki Imyndaö sér, að
maöurinn væri með vilja að loka
veginum fyrirhonum. Hann beið i
nokkrar minútur, felldi svo pil-
una, til að gera honum ljóst, að
hann ætlaði sér að aka fram úr,
steig á bensingjöfina og sveigði út
á hina akreinina. Bilstjórinn i
tankbilnum lét ekki standa á sér,
hann hélt fyrri hætti og lokaði
veginum.
Drottinn minn! hrópaði Mann
upp yfir sig I vonleysi. Hann varð
að beygja inn á hægri akrein aftur
og tankbfllinn hélt sig beint fyrir
framan hann.
Mann hægði á sér. Já, hvað á ég
að gera? hugsaði hann. Hann
varð að vera kominn til San Fran-
cisco á ákveðnum tima.
ósjálfrátt beygöi hann til
vinstri og honum til mikillar
undrunar, stakk bilstjórinn hönd-
inni út og veifaði honum að aka
fram hjá. Hann jók hraðann. En I
ofvæni hægði hann á sér og færði
sig aftur til hægri fyrir aftan
tankbilinn, á siðustu stundu, ann-
ars heföi hann ekið beint á móti
bláum fólksbil, sem kom með
ofsahraða á móti. Mann hallaði
sér fram á stýrið. Hjartað barðist
I brjósti hans, svo hratt að hann
fann sársaukasting. Guð hjálpi
mér! hugsaði hann. Hann ætlaði
að láta mig aka beint i dauöann!
Hann ætlaði að láta okkur keyra
saman! Þessi fábjáni hefur ekki
eingöngu ætlað að myrða mig,
heldur lika fólkið I hinum bilnum.
Hvers vegna?
Hann lokaði fyrir útvarpið.
Glaðvær hljómlistin fór i taug-
arnar á honum.
Lengi vel ók hann rétt á eftir
tankbilnum og honum var fariö
að llða illa.
Skyndilega datt honum i hug,
að reyna að fara á bak við þessa
skepnu og aka fram úr til hægri.
Nei, það var útilokað. Bflstjórinn
gæti hæglega ýtt honum út af veg-
brúninni þar, ef hann vildi þaö við
hafa, og Mann var ekki I neinum
vafa að hann gerði það. Þaö setti
að honum hroll.
Há og brött brekka kom nú i ljós
rétt fyrir framan þá. Sú brekka
yrði ökumanninum i tankbflnum
ábyggilega erfið, hann hlaut að
verða að hægja á sér. Einhvers
staðar i brekkunni gat verið, að
hann fengi tækifæri með góöu
móti, til að komast fram úr. Mann
jók hraöann og ók svo nálægt
drekanum eins og hann þorði.
1 miðri brekkunni var útskot.
Hann steig bensinið i botn og
beygði inn á vinstri kant. Tank-
bfllinn tók að slaga til sömu hlið-
ar. Mann beit á jaxlinn og stýrði á
fleygiferö alveg út á vegarbrún-
ina. Það iskraði I hjólbörðunum i
mölinni, en svo var hann kominn
út á malbikið aftur og fram fyrir
tankbilinn. 1 augnabliks galsa,
flautaöi Mann nokkuð lengi, eins
og til að hrósa sigri.
Hann þaut upp á hæðarbrúnina.
Fagurt landslagið blasti við, sól-
bjartir hólar og sléttur, svo langt
sem augað eygði.
Nokkrum minútum siðar ók
hann fram hjá skilti. Það var
auglýsingaspjald frá veitinga-
staö, Chucks Café. Nei, takk,
hann langaði ekki til að koma á
þann stað, hugsaði hann.
Óhugnanlegt en samt kunnug-
legt hljóð kom honum til að lita i
spegilinn. Jú, svo sannarlega,
þarna var hann kominn, á fleygi- ;
ferð niður brekkuna!
Hann leit á hraðamælinn. Hann
var rúmlega á niutiu! Það var '
eiginlega allt of mikill hraöi á
þessum beygjum. En brjálæðing-
urinn þarna fyrir aftan, hlaut að
hafa ekið miklu hraðar, þvi að nú
dró saman með þeim. Já, hann
hlaut að vera brjálaður, hugsaði
Mann.
Hann kom auga á útskot rétt
fyrir framan og ákvað að aka inn
á það. Nú sá hann ekkert annað i
speglinum en ógnvekjandi grind-
ina framan á drekanum, hún
fyllti bókstaflega út I spegilinn.
Hann steig á bensingjöfina og það
hvein ihjólböröunum, þegar hann
tók næstu beygju, með það I huga,
aö ef til vill gæti það komið mann-
inum til að hægja á sér. Hann
stundi hátt, þegar hann sá að svo
var ekki, hann náöi beygjunni
léttilega. Hann stýrði bflnum sin-
um vel i næstu tvær beygjur, og
svo beint niður á móti. Hraða-
mælirinn var kominn upp i hundr-
aö og tuttugu! Hann var ekki van-
ur svona hröðum akstri!
Útskotið flaug fram hjá. Hann
gat ekki beygt út á það á þessum
hraða, það hefði endað með skelf-
ingu.
Nú var tankbfllinn næstum bú-
inn að ná honum. Hann drepur
mig! hugsaði Mann i ofboöi, þeg-
ar hann tók næstu beygju. Hann
leit snöggvast i spegilinn, það var
sama sagan, hann sá aðeins neðri
hluta grindarinnar, svo nálægt
var hann. Hann fann að afturhjól-
in snertu varla jörðina, en eftir
andartak fann hann að þau lögð-
ust aftur eftir veginum.
I nokkurri fjarlægð sá Mann
nýja brekku og rétt fyrir neðan
hana var húsið með skiltinu
CHUCKS CAFÉ.
Hann hemlaði snöggt og lét bil-
inn æða inn á hlaðið fyrir framan
veitingahúsiö. Billinn hallaðist,
slöngvaöist sitt á hvaö og hjólin
þeyttu upp möl og ryki. Hann var
næstum búinn aö aka á kyrrstæð-
an bil á hlaðinu og gat svo numiö
staöar, aöeins tiu metrum frá
dyrunum.
Hann sat stundarkorn meö lok-
uð augu. Hjartaö barðist eins og
þrýstiloftshamar i brjósti hans.
Hann átti erfitt um andardrátt.
Efhannáttieftiraöfá hjartaslag,
þá hlaut það að verða einmitt w
núna. Eftir andartak, opnaði
hann augun og þrýsti höndunum
að hjartastað. Hjartslátturinn
var ekki i rénun ennþá. Það var y