Vikan


Vikan - 15.08.1974, Qupperneq 32

Vikan - 15.08.1974, Qupperneq 32
FYRIRSÆTUR I F Það varö uppi fótur og fit á Kapri fyrii nokkru, þegar margar af vinsælustu ljós- myndafyrirsætum heims komu saman, til aö keppa um, hver heföi mesta fegurö og reisn til aö bera. Fyrir keppninni stóö Eileen Ford, sem rekur þaö fyrirsætuumboö, sem mestrar viröingar nýtur í heiminum I dag. Aöalstööv- ar hennar eru f Bandaríkjunum, en stúlkur hennar vinna um allan heim, en meöal sttllknanna hennar er Maria Guömundsdótt- ir. Ljósmyndarar segja, aö enginn sé eins naskur og EileenFordaö koma auga á þaö, sem íallegt er og myndrænt i fari stúlku. Meöal þeirra sem Eileen Ford hefur „upp- götvaö” eru Elsa Martinelli og Suzy Parker. Nýjasta uppgötvun hennar heitir Laureen Hutton og er sagt aö hún hafi dýrasta andlit I heiminum I dag, því hún tekur 100 þúsund krónur á dag fyrir aö sitja fyrir á myndum. Fyrirsætur komu hvaöanæva aö til Kaprí, til aö taka þátt I þessari keppni, þvi til mikils var aö vinna. Verölaunin voru 15 þúsund doll- arar,eöa nær hálf önnur milljón islenzkra króna. Sú sem hreppti hnossiö er dönsk, Vibeke Traulsen, en hún var kjörin einróma. Vibeke er 22 ára, 1.76 cm á hæö og málin eru 90-60-90. Um hana sagöi einn dómenda aö hún gæti veriö fersk eins og nýútsprungin rós aö morgni, en eins og tigin drottning aö kvöldi, án þess aö hafa snyrtivörur sér til hjálpar. Vibeke fékk strax tilboö um vinnu i New York, en hún tók þvi ekki, þvi hún vill ekki fara frá hrossi sfnu og unnusta. 1 staöinn geröi hún samning viö franska blaöiö Marie- Claire og tekjurnar af þeim samningi ætlar hún aö nota ásamt verölaununum til aö koma sér upp hesthúsi og skeiövelli. Meðan Vibeke fór heim frá Kapri I sjöunda himni var heldur þyngra yfir Galiu Milowskaya. Hún hefur lengi veriö frægasta ljósmyndafyrirsæta Sovétrikjanna, þótt hún hafi reyndar fyrst og fremst unniö fyrir er- lenda aöila, sem komu til Moskvu til aö taka myndir, þvi sjálfum fannst löndum hennar hún of horuö. Galia, sem er 27 ára, er ekkja og þegar maöur hennar dó gat hún ekki hugs- aö sér aö vera áfram I heimalandi sinu. Hún hélt þaöan meö um 20 þúsund krónur i vasan- um, en þeir peningar fuku fljótlega þegar hún kom til Vesturlanda og I kynni viö tizkuverzl- anir þar. Hún ákvaö aö byrja á aö freista gæfunnar á Kapri, en gæfan vildi ekki veröa á vegi hennar þar. Þaöan fór hún til Rómar, þar sem hún fékk inni á heimili fyrir flótta- fólk. Hún hefur þó alls ekki misst móöinn, þvf hún hyggst fara til Bandarikjanna og er þess fullviss, aö þar muni henni vegna vel— Eileen Ford meö tveimur þátttakendanna. Sigurvegarinn, Vibeke hin danska (önnur frá hægri {efri röö) er hér i hópi nokkurra keppi- nauta. 32 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.