Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 16
Fáein æviatriði Casanova rifjuð upp með aðstoð málarans Adolphe Chauvet. Enginn var sem hann, margir vildu vera sem hann. Hann var kvenhollur og kunni á kvenfólkið. Hann var snjall i peningamálum. Hann unni ást- inni og féll konum vel í geð. Dæmigerður glaum- gosi. Giacomo Casanova fæddist árið 1725 i Feneyj- um —sonur gamanleikkonu og leikara. (Kannski faðir hans hafi þó verið aðalsmaður.) Giacomo kom sér upp úr fátæktinni og stundaði nám i Padua með heldri manna sonum. Hann lauk doktorsprófi i lögfræði, og seinna tók hann minni prestsvigslu. En prestskapurinn fór ekki beint vel saman við ferilinn, sem hann hafði hugsað sér. Hann var skrifari, skáld, heimspekingur, lyfja- fræðingur, stjörnufræðingur, fjárhættuspilari, stærðfræðingur, töframaður — þúsund þjala smiður, sem með töfrum sinum og kænsku smaug um meðal heldra fólks samtiðar sinnar. Hann var alls staðar aufúsugestur, töfraði páfa og kardinála, hreif keisara og konunga. Hann var kunnugur öllum furstahirðum Evrópu. En Casa- nova sat ekki alltaf til borðs með háaðlinum. Hann þekkti einnig til meðal hinna lægra settu — og þá einkum kvenfólksins. Hann fórnaði öllu fyrir konur og fé. Fáar konur stóðust hann. Þó var ein, sem hafn- aði öllum unaði með honum. Markgreifafrúin d’Urfé, ein áhrifamesta ög greindasta kona sam- tiðar sinnar i Frakklandi, gaf honum ekki færi á að fara frá sér. Hún varð fyrri til. En flestar nutu ástar hans, meðan hún gafst. Þær eltu hann, hvort sem hann kærði sig um þær eða ekki — meira að segja eftir að hann var orðinn gamall og tannlaus. Hann lézt fyrir 176 árum, 73 ára að aldri. Nitjándu aldar málarinn Adolphe Chauvet festi nokkur æviatriði hans á blað. Og þið getið sjálf séð. Sextán ára naut Giacomo fræðslu feneysku kvenn- anna Nanetta og Martine um ástina. Þær voru reyndar vel, en þó enn i fullu fjöri. Ærlegt bað átti að lækna þessa einföldu feneysku mey af öllum veikleika. Það tókst með ágætum, og hún kom reynslunni rikari upp úr þvi. 16 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.