Vikan


Vikan - 24.10.1974, Page 24

Vikan - 24.10.1974, Page 24
SOA///\ KYKÍEL FRA PARÍS: HAUST OG VETRARTIZKAN Nú er vetur að ganga I garð, og enn einu sinni er heilmikið um að vera hjá tizkuhönnuðum stór- borganna. Innkaupastjórar og frægt fólk, er fylgist með tizk- unni, flykkjast á staðina, og fjöl- miðlar keppast um að vera fyrstir með fréttirnar. Eftir til- breytingaleysið i tizkunni sið- asta ár, virðast hönnuðir leggja rika áherzlu á að vera sem frumlegastir, og mikið er um skemmtilegar og nýstárlegar hugmyndir. 1 sumar slógú viðu pilsin i gegn, og þau verða alls ráðandi einnig i vetur. Siddin er á miðjum kálfa, og svo er einnig um kápurnar. Sú lina, sem virð- ist gegnumgangandi hjá frönsku hönnuðunum, er frjálsleg og ó- hátiðleg. Mikið er um vlðan klæðnað, kápur og jakka, sem einatt eru með viðum ermum, teknum saman um úlnliðinn. Oft er þjóðlegt yfirbragð á kápun- um, t.d. rússneskt, og há stigvél, við um ökklana, verða sennilega aðalskófatnaðurinn i vetur. Ofsalangir treflar utan yfir sið- ar, viðar peysur voru mjög áber- andi, og oft báru stúlkumar tvo mislanga. Kósakkahúfur og prjónahúfur sáust viða, og litlu hattamir, sem ná niður i augu, em enn vinsælir. Oft er langri fjöður stungið gegnum barðið. Margs konar höfuðklútar sáust einnig viða, oftast bundnir undir hökuna. Rómantizki Gatsby- stillinn er mikið notaður i kvöld- klæðnað, og stúlkurnar em með hárgreiðslur og snyrtingu kvennanna úr kvikmyndinni. Peysurnar eru stórar og viðar jakkapeysur eða litlar, aðskorn- ar peysur með gamaldags prjóni. Töluvert er um stóra viða kraga, sem minna á slá og kápur sáust viða með efnismiklum hettum. Náttúruefni eða óblönd- uð efni em alls ráðandi i fatnað- inum og mikil áherzla lögð á mýkt. Ullar og bómullarefni, jersey, gaberdin, silki, leður, rúskinn og loðskinn. Litirnir eru einnig náttúrulegir, brúnt, grátt og beige. Annars má segja, að allir litir séu notaðir, flestir þó dökkir og mattir. Hér eru nokkr- ir, franskir tizkuhönnuðir teknir fyrir, og myndirnar sýna nýja haust og vetrarfatnaðinn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.