Vikan


Vikan - 24.10.1974, Side 28

Vikan - 24.10.1974, Side 28
Ingibjörg Sigurðardóttir Ég haföi mesta ánægju af að skrifa fyrstu bók mlna, „Sigrúnu i Nesi”. En ég hef skrifað allar mlnar bækur mér til ánægju og hugarhægðar, en hvorki til lofs né frægðar. Ármann Kr. Einarsson Satt bezt að segja finnst mér dálltiö erfitt að svara þessari spurningu. Ég hef haft mikla á- nægju af að skrifa bækur, — ann- ars hefði ég látið það ógert, en torvelt er aö taka eina bók frSm yfir aðra. Ég hef komist að raun um, að ó- llkt skemmtilegra er að skrifa fyrir unga lesendur en fullorðna. Þeir eru þakklátari, einlægari og opinskárri. Oft hafa börn og ung- lingar gefið sig á tal við mig á förnum vegi og látið I ljósi þakk- læti sitt, eða þá forvitnast um nýja bók og grennslast jafnvel eftir, hvernig tilteknum söguper- sónum reiði af. Þá hef ég, til dæmis á feröalögum, orðið var við, að vegna bóka minna vill fólk^ gjarnan greiða götu mfna. Loks má nefna, að ég hef oft fengið þakkarbréf frá lesendum, bæði innanlands og frá útlöndum. Þessi áhugi lesendanna og þakklæti hlýtur aö ylja um hjartarætur, ýtá undir starfsvilj- ann og glæða bjartsýnina. Jafn- framt sannfærist höfundurinn um, að hann hafi ekki til einskis lagt á sig allt sitt erfiöi eða unniö fyrir gýg. Já, þá er bezt að snúa sér beint að spurningunni: Hverja bóka þinna hefur þú haft mesta ánægju af að skrifa? Að vel athuguðu máli, held ég, að það sé barnabókin „Sólfaxi”. sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir tveimur árum. Þessi bók var skrifuð undir dá- lltið sérstökum kringumstæöum. Einn af yngri listmálurum okkar, Kristmann Guðmundsson Ég hef haft ánægju af að skrifa allar minar bækur, bæði lengri.og styttri sögur, ég hefði aldrei lagt út I að skrifa neitt, sem ég hafði ekki ánægju af. Kannski hef ég þó haft einna mesta gleði af að skrifa skáldsögu, sem heitir Smiðurinn mikli. Einar Hákonarson, teiknaöi stór- ar litmyndir I hverja opnu bókar- innar, og textinn eöa sagan var felld inn I myndflötinn. Þetta var mjög ánægjuleg og uppörvandi samvinna. Ég held, að ég hafi umskrifað söguna 6—8 sinnum. Það er llka erfiðast aö skrifa fyrir yngstu börnin, ná til þeirra, án þess að tala tæpitungu eða barnamál. Við fulloröna fólkiö missum, oft á tlöum, hæfileikann til þess að stlga inn I þá veröld, sem börnin lifa og hrærast I. Nú er ekki lengur unnt, kostn- aðarins vegna, að gefa út á Is- landi barnabækur myndskreyttar I litum, Þaö hefði einhvern tlma þótt saga til næsta bæjar, að bókaútgáfa sé að leggjast niður hjá sjálfri bókaþjóöinni!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.