Vikan

Útgáva

Vikan - 11.09.1975, Síða 4

Vikan - 11.09.1975, Síða 4
UORUM AKVED Frásögn Dagfinns Stefánssonar að- stoðar flugmanns. Bgjtíflrfci,.* löíiilr*;**. yQ»í****' Spsgps Dagfinnur Stefánsson var að- stoðarflugmaður Magnúsar Guð- mundssonar i siðustu ferð Geysis. Hann segir svo frá slysinu: — Ég hafði lagt mig á leiðinni frá Luxemburg, en þegar við fór- um að nálgast land hér, fór að safnast mikil ising á vængina, svo að Magnús kallaði mig fram til að reyna að brjóta isinn af. Til þess átti að nota gúmmiblöðkur, sem voru framan á vængjunum. Þeg- ar þær eru fylltar lofti, tútna þær út, og við það losnar isingin nokk- uð. Yfirleitt er ekki gripið til þessara gúmmiblaðka fyrr en komið er út úr isingarsvæði, en þarna var ekkert annað að gera en gripa undireins til þeirra. Þeg- ar ég teygði mig i rofann til þess að fylla blöðkurnar lofti, fékk ég högg á höfuðið og rotaðist. Ég rankaði við mér nokkru seinna við það, að i mig var kallað. Þau hin voru þá komin út úr vélinni og voru farin að huga að mér. Þá lá ég fram á mælaborðið i vélinni og skalf af kulda, enda var ég á skyrtunni einni saman, en kuldi og skafrenningur þarna á jöklin- um. Við höggið hafði ég einnig skorist mikið i andliti, og mér blæddi mikið. Ég var með með- vitund i nokkrar minútur þarna um kvöldið og hreiðraði um mig inni i flakinu með hjálp félaga minna, en ég rankaði ekki‘ al- mennilega við mér fyrr en morg- uninn eftir, og fyrr gerði ég mér eiginlega ekki grein fyrir þvi, hvernig komið var fyrir okkur. — Hvaða hugsun sótti fastast á þig, þegar þú gerðir þér það ljóst? — Þvi er svolitið erfitt að lýsa, en ætli sú tilfinning að geta ekki látið vita af sér hafi ekki lagst þyngst á mann. Við höfðum neyðarsendi i vélinni, en þegar hún rakst á jökulinn, festist hann svo illa inni I flakinu, að margir dagar liðu, áður en okkur tókst að losa hann, en strax og við gátum farið að láta I okkur heyrast, fannst okkur útlitið skárra, enda fundumst við fljótlega eftir það. FVRIR í Ingigerður Karlsdóttir segir frá verunni á Bárðarbungu. Hér fer á eftir frásögn Ingi- gerðar Karlsdóttur af slysinu. Hún var flugfreyja á Geysi I hinni sögufrægu ferð. — Þegar við vorum farin að nálgast landið sagði Magnús flug- stjóri mér að eftir u.þ.b. tiu mln- útur yrðum við yfir Vestmanna- eyjum. Þar sem ég hafði lokið störfum minum i bili, fór ég aftur i eldhúsið, sem var næst fyrir aft- an stjórnklefann. Ég lagðist þar upp i koju og hugðist hvila mig stundarkorn, áður en við kæmum til Reykjavikur. Ég hlýt að hafa blundað, þvi að ég vissi ekki af mér fyrr en vængurinn rifnaði min megin af vélinni. Mér datt auðvitað ekki annað i hug en aö viö værum að hrapa I sjóinn. A sama augnabliki beyglaöist kojan saman, og ég gat mig hvergi hrært. Inn á mig streymdi eitt- hvað kalt, sem ég hélt I fyrstu að væri sjór, en fann svo rétt strax að það var ekki salt á bragöið og áttaði mig á þvi að þetta hlyti að vera snjór. — Hver voru fyrstu viðbrögð þin? — Það fyrsta, sem ég gerði, var auðvitað að kalla á hjálp. Ég fékk ekkert svar vegna þess að vindurinn stóð af mér á strákana, og það var ofsarok, þannig að ég heyrði ekki hvort þeir svöruðu. Min fyrsta hugsun var þá sú, að vélin hefði öll brotnað og enginn væri á lifi nema ég. Ég varð skelf- ingu lostin og var farin að óska þess að ég hefði mátt deyja lika. Ég hélt þó áfram að kalla þangað til ég heyrði loks I Magnúsi. Ég svaraöi samstundis, og mikið varð ég nú fegin. — Hvernig gekk þér svo að komast út úr vélinni? Nú varstu klemmd föst. Magnús hafði runnið á hljóðiö, og honum tókst einhvern veginn að draga mig út um rifu á vélar- skrokknum. Seinna gátum við aldrei skiliö hvernig honum tókst 4 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.