Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.09.1975, Side 5

Vikan - 11.09.1975, Side 5
in ao MUIflOI — Var vistin ekki köld uppi á jöklinum? — Vist var hún það, en farmur- inn, sem við vorum að flytja, var að töluverðu leyti fataefni, og það kom sér mjög vel, þvi að Ingi- gerður gerði okkur föt úr þessum efnum, svo við gátum varist kuld- anum sæmilega. Nálar og þráð fann hún i töskum farþega, sem flugu með öðru flugfélagi, en sendu farangur sinn sem fragt með okkur. Þar fundum við lika eitthvað af fatnaði. — Þetta hafa verið langir dagar. — Já, þeir voru það, og stund- um lá við, að vonleysið næði tök- um á okkur, einkum vegna veð- ursins. Það var stöðugur skaf- renningur, sem við vorum næst- um farin að halda, að aldrei myndi slota, og hans vegna sá- umst við ekki úr leitarvélunum, þótt við heyrðum til þeirra og teldum okkur jafnvel sjá neðan á belginn á einni þeirra. Þeim mun meiri var lika fögnuðurinn, þegar við loksins fundumst. Þeirri til- finningu verður vart lýst með orðum — það var eins og hrollur færi um mann allan. — Var samkomulagið á jöklin- um alltaf jafngott? — Já, ég man ekki eftir neinni misklið. Við vorum mjög sam- hent i öllu og ákveðin að þrauka. Auðvitað vorum við með alls konar bollaleggingar um, hvað við ættum að taka okkur fyrir hendur. Menn vildu reyna að ganga eitthvert — helst i suður. Mig minnir, að Magnús og Bolli hafi lagt af stað einu sinni, en þeir sneru fljótt við aftur vegna þok- unnar. Eftir það lagði Magnús flugstjóri blátt bann við öllu sliku, enda hefði getað farið verr, hefðum við ekki haldið kyrru fyrir hjá flakinu. — Hafið þið haldið eitthvað hópinn siðan? — Nei, það höfum við ekki gert formlega, en okkur þykir áreið- anlega vænt hverju um annað á svolitið sérstakan hátt, og okkur þykir gaman að sjást við og við, enda kynntumst við vel þarna uppi á jöklinum. — Þér hefur ekki dottið i hug að hætta flugi eftir slysið á Bárðar- bungu? — Nei, þegar maður tekur sér starf eins og flug fyrir hendur gerir maður alltaf ráð fyrir þvi að geta lent I einhverju svipuðu og þessu. Þegar jafn vel tekst til og i þetta sinn, lofar maður forsjón- ina, en mér datt aldrei i hug að hætta að fljúga af ótta við að lenda aftur i ógöngum i fluginu. — Hefur eitthvað svipað hent þig i flugi siðan? — Kannski er það ekki alveg sambærilegt, en einu sinni þegar ég var i farþegaflugi frá New York til Keflavikur, lenti ég i mikilli Isingu og vélin hætti að fljúga eins og kom fyrir Geysi á sinum tima. Við vorum i nánd við Grænland og ég sá fram á það, að eina leiðin til björgunar væri að reyna að losna við isinguna að einhverju leyti með þvi að lækka flugið, og reyna siðan lendingu á Grænlandi, þvi að við vorum orðnir eldsneytislitlir. Við send- um út neyðarkall, en i fyrstu kafnaði það bara I fjarskipta- sendingum annarra flugvéla. Loks komumst vib þó i samband við flugstjórnina i London, og eft- ir það vorum við i stöðugu sam- bandi vib hana. Við létum vita af þvi, hvar við værum staddir og hvernig ástandið væri, og báðum um veðurlýsingu á Grænlandi. Eftir augnablik var okkur tjáð, að i Nassarsuaq, þar sem næsti flug- völlur var, væri 86 hnúta vindur og flugbrautin væri óupplýst. Astandið var þvi ekki sérlega glæsilegt, en flugstjórninni i London tókst að komast I sam- band við Nassarsuaq og biðja um, að koma okkar þangað yrði undirbúin. Og okkur tókst með einhverju móti að lenda þar heilu og höldnu, en vindurinn var þar svo mikill, að við lentum i erfið- leikum við að koma farþegunum úr vélinni. ÍMRLJÍ TALAÐ þetta, þegar við ætluðum að fara inn i eldhúsið til að sækja þann mat, sem við vissum af þar inni, þá var ekki nokkur lifandi leið að komast inn um rifuna aftur. — Hvað tók nú við, þegar þú varst komin út á jökulinn? — Þeir komu þarna hver af öðrum út um glugga á nefinu, og þá man ég þab, að ég tók Dakfinn að mér, þvi að ég sá að hann var eitthvað utan við sig. Ég greip ut- an um hann og draslaði honum með mér meðfram vélinni, en af þvi að henni hafði hvolft, voru dyrnar hinum megin og I vari. Þvi þurftum við aö ganga hring- inn I kring um flakið til þess að komast inn. Þegar við komum að dyrunum voru þær opnar, en inni var heldur ömurlegt um að litast. Allur farmurinn hafði henst sitt á hvað og myndað alls kyns króka og kima. Það kom sér þó vel, þvi aö við gátum komið okkur sæmi- lega fyrir innan um dótið og var- ist þannig veðrinu. En mikið ósköp var okkur kalt. Ég gat varla talað fyrir skjálfta. — Og þarna hafið þið þraukað um nóttina. En hvað tók við næsta morgun? — Næsta morgun man ég það sérstaklega, aö mér varð litiB niður á mig, niður á blússuna, og sá þá að ég var öll löðrandi i blóði á brjóstinu. Ég man alltaf hve mér var brugðiö, þegar ég sá þetta. Ég sagði við Bolla, svona 37. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.