Vikan - 11.09.1975, Side 7
STREVMA iNN
segir Magnús Guðmundsson, sem var
flugstjóri á Geysi.
Magnús Guðmundsson, sem
var flugstjóri á Geysi, starfar
enn sem flugstjóri hjá Flugleið-
um. Hann segir svo frá slysinu:
— A leiðinni frá Luxemborg til
Islands höfðum við flogiö sem
næst i 8000 feta hæð, en vegna
isingar hafði dregið úr flughæð-
inni og við vorum að reyna að
leiðrétta það, þegar vélin rakst
allt i einu á jökulinn. Við það
hentumst við Dagfinnur fram á
mælaborðið, og ég held ég hafi
misst meövitund andartaksstund.
Að minnsta kosti gerði égmér ekki
grein fyrir þvi i fyrstu, hvað gerst
hafði, enda bjóst ég við þvi, að við
værum á flugi yfir sjó. Við höggið
af árekstrinum hentist vélin upp
og þeyttist alllanga leið i loftinu,
uns hún hafnaði á hvolfi á jöklin-
um. Einhverra hluta vegna hafði
þó snúist upp á fremsta hluta
vélarinnar, þar sem sjónklefinn
var, og hann lenti á hlið á jöklin-
um. Ég get ekki hafa verið lengi
meðvitundarlaus eftir höggið, þvi
að meðan á þessum loftköstum
stóð, hélt ég, að vélin væri að
hrapa i sjóinn, og þegar snjóinn
tók að skafa inn i hana gegnum
göt og rifur, sem mynduðust við
höggið, hélt ég að sjórinn væri
farinn að streyma inn i vélina.
Mér varð þvi fyrst fyrir að kalla
til félaga minna, að þeir skyldu
reyna að komast út úr vélinni, þvi
að hún gæti sokkið. Fljótlega átt-
aði ég mig þó á þvi, að við höfðum
hafnað á jökli, og við tókum að
búast um samkvæmt þvi.
— útlitið hefur verið heldur
iskyggilegt?
— Vist var það það, en samt
gætti engrar svartsýni i hópnum.
Okkur þótti verst, að við gátum
ekki verið viss um, hve alvarleg
meiðsl okkar voru. Ingigerður
hafði meiðst töluvert i baki og
Dagfinnur i andliti, og honum
blæddi mikið. Nú, og ég hafði nef-
brotnað við höggið, og marist
töluvert. t fyrstu varð ég ekki var
við það með öðrum hætti en þeim,
að mér veittist svolitið örðugt að
ganga uppréttur. En þegar birti
morguninn eftir sáu félagar min-
ir, hvers kyns var, og þá skildi ég,
hvað olli þessum óstöðugleika á
fótunum. Þegar frá leið, háði nef-
brotið mér þó ekki ýkja mikið, og
hafðist sæmilega við.
— Höfðuð þið einhverjar
matarbirgðir?
— Heldur voru þær nú fátæk-
legar. Þó fundum við nokkrar
brauðsamlokur og kassa með
gosdrykkjarflöskum, og þegar
við fórum að róta I ferðatöskum,
sem voru I farminum, vorum við
svo heppin að finna þar nokkrar
tegrisjur og dalitið af súkkulaði.
Eldstó bjuggum við til úr ein-
hverju drasli, og eldsneyti náðum
vib i með þvi að höggva gat á.
eldsneytisgeymi vélarinnar. Við
gátum þvi auðveldlega brætt
snjóinn og hitað okkur te. Þennan
litla mat skömmtuðum við auð-
vitað, en við liðum ekki beinlinis
fyrir hungur.
— Þannig hagaði til i vélinni,
37. TBL. VIKAN 7