Vikan - 11.09.1975, Side 14
Ennþá er það kynþokki JamesDean, sem selur gallabuxur um heim allan....
Var það ástarsorg, sem rak
hann i dauðann? Steig hann ben-
sinið i botn og kvaddi þennan
heim af ásetningi? Er hann ennþá
á lifi, vandlega falinn á geð-
veikrahæli i Bandarikjunum?
Eða dó hann, vegna þess að hann
vildi leika hina stórkostlegu hetju
i einkalifinu lika, uppreisnar-
seggur undir stýri?
Spurningar eru margar um
goðsöguna og manninn James
Dean.
Hvort kvikmyndastjarnan,
James Dean, hafi ekið viljandi i
dauðann, — hvort það sé raun-
verulegt? Og ennþá er spurt,
tuttugu árum eftir dauða hans.
Fyrirmyndin og átrúnaöar-
goðið lifir enn i hjörtum margra
kvikmyndahúsin um heim allan.
Nú er verið að sýna þrjár
myndirnar, sem hann lék i i
Hollywood og ennþá fylla þær
kvikmyndahúsin um heim- allan.
Þótt hann sé látinn, — og senni-
lega verður að álita það rétt, þá
lifir hann áfram i goðsögninni.
Sólin var hátt á himni, eins og
eldrauður hnöttur, hinn eftir-
minnilega dag, 28. september
árið 1955. James Dean þaut eftir
hraðbrautinni númer 466 i silfur-
lita bilnum sinum, Porsche
Spyder, á leið frá Los Angeles til
Salinas. Við hlið hans sat Rolf
Weytreich, þýskur vélfræöingur,
og þeir voru á leið til að ’ taka
þátt i kappakstri.
Lögregluþjónn i umferðarlög-
reglunni, Otie Hunter, náði i
Porschinn og gat stöðvað hann.
Þegar Dean sveigði aftur út á
hraöbrautina, var hann búinn að
fá eina sektina fyrir of hraðan
akstur.
Og aftur var þotið af stað til
Salinas og kappaksturins.
En hálftima siðar skeði iö ör-
lagafulla slys.
A vegamótum milli hraðbraut-
ar númer 466 og 41, ók Porschinn
inn i Buick á æðislegum hraða.
Sekúndum siðar var billinn
orðinn að óþekkjanlegri járna-
hrúgu.
Lögreglubilar og sjúkrabilar
með vælandi sfrenum komu skjótt
á staðinn og að minnsta kosti
þrem mönnum var ekið til
Chilamesjúkrahússins. Þaö voru
þeir James Dean, aðstoðarmaður
hans Rolf Weutreich og Donald
nokkur Turnupseed sölumaður,
sem ók Buicknum.
Allt, sem i mannlegu valdi stóð,
var gert á sjúkrahúsinu til að
bjarga hinum þrem slösuðu
mönnum, Weutreich og
Turnupseed varð bjargað og þeir
hlutu engin varanleg meiðsl.En
þannig var það ekki með James
Dean. Klukkutima eftir árekstur-
inn, var tflkynnt i útvarpi, að
kvikmyndastjarnan James Dean
væri látinn.
A þvi augnabloki varð goð-
sagan um þennan unga mann til.
Hann varð frelsari ungu kyn-
slóðarinnar i gallabuxum og
nankinsjakka.
Já, nú eru liðin tuttugu ár frá
þessum atburði, og ennþá hyllir
æskufólk James Dean. Ungar
stúlkur og grátandi konur flykkj-
ast ennþá að gröf hans, eins og
pilagrimar. Hann var goðsögn,
meðan hann lifði og i enn rikari
mæli eftir andlátiö. Ef hann er þá
dáinn.
Þvi að lát hans var dularfullt,
jafn dularfullt og ævintýralegur
frami hans i kvikmyndaheimin-
um.
Hinar stuttu tilkynningar um
lát hans frá lögreglu og sjúkra-
húsinu, hafa orðið til þess að alls
konar sögur spunnust og at-
burðurinn túlkaður á ýmsa
vegu. Sniðugir náungar, með
verslunarhæfileika (og þeirvoru
margir i þá daga), hafa haldið
þessari goðsögn vakandi til að
hagnast og hafa breitt út þá hug-
mynd, að James Dean hafi alls
ekki látist i bilslysinu.
t öllu þessu sagnaflóði, hefur sú
saga lika komist á kreik, að það
hafi verið einhver fjórða persóna
við harmleikinn riðin og það hafi
verið lik þeirrar persónu, sem
hafði verið grafinn, þar sem
minningarlegsteinninn um James
Dean er i dag.
Það fylgdi sögunni, að James
Dean hefði hlotið svo hroðalegan
áverka, að útlit hans hefði af-
skræmst og að hann hafi hlotið
heiláskemmdir, sem orsökuðu
geðbilun og að hann sé falinn á
einhverju geðveikrahæli i Banda-
rikjunum.
Ilviksögurnar gcngu og nýtt æði
hóf göngu sína.
Nokkrum vikum eftir slysið,
fóru þessar hviksögur að berast
um Hollywood. Blaðasnápar
fengu þarna gómsætan bita og
nýtt James Dean-æði greip um
sig, en það varð til þess, að kvik-
myndir hans fóru nýja sigurför
um heiminn.
Nú er enn eitt æðið á leiö i vest-
rænum heimi og frami þessa sér-
kennilega unglings enn einu sinni
kominn á ferö fyrir fullum segl-
um.
Það eru margir sem hafa
skrifað ævisögu James Byron
Deans, en þær eru sennilega ekki
allar sannleikanum samkvæmar,
en samt er hægt að draga ýmis-
konar álit af þeim um þennan pilt.
Eftir þvi, sem sögur herma, var
hann einmana á æskuárum. Hann
missti móöur sina, þegar hann
var fimm ára og faðir hans kæröi
sig sennilega litið um hann. Hann
var þvi sendur til ættingja i
Illionois, og þeir ættingjar sáu ai-
veg um uppeldi hans. Það var
einhvers staðar i Indiana, sem
hann gekk sin fyrstu hikandi
skref á leiksviðsfjölum.
Ættingjar hans vildu um fram
allt gera hann að lögfræðingi.
Hann var prýðilega greindur og
gekk vel i skóla. James Dean rölti
að visu um háskólalóðina, með
lagadoðranta undir handleggn-
um, en áhugi hans allur beindist
aðallega að leikstarfsemi innan
skólans. Hann notaði allar sinar
fristundir, til að kynna sér leikhús
og leiklist og óskaði einskis
frekar en að verða leikari, fræg-
ur leikari.
Arið 1950varhann nitján ára og
þá strauk hann til New York með
vini sinum, sem var með sömu
leikhúsdelluna. Þeir voru báðir
ákveðnir i að sigra á leiksviðinu.
En Broadway hafði engan
áhuga á honum og hann varö að
vinna fyrir sér með allskonar
lausavinnu: við strætisvagna á
veitingastofum og öðrum slikum
stöðum. Það sem hélt i honum lif-
inu þegar sulturinn svarf að, var
vonin um að verða einhvern tima
leikari. Fyrsta tækifærið fékk
hann i leikriti eftir Gide, en þótt
leikritið i þeild fengi frekar
slæma dóma, þá fékk James
Dean mjög góða dóma fyrir leik
sinn.
Árið 1954 varð merkisár i lifi
James Dean. Það hófst með þvi,
að hann var kjörinn sá ungi
leikari, sem ætti mesta framtið
fyrir sér, en þótt framleiðendur
þyrðu ekki að veðja á hann, varð
þetta samt það sem reið bagga-
muninn. Maðurinn, sem m.a.
kom Marlon Brando á framfæri,
tók Dean með sér til Hollywood.
Sá maður var Elia Kazan. Þrátt
fyrir mikil mótmæli framlcið-
anda, þá hamraöi hann vilja sinn
i gegn og kom Dean á kvik-
myndatjaldið.
Frumraun sina þreytti hann i
„East of Eden” árið 1954 og
framleiðandinn sem ekki hafði
trúaö á hæfileika hans, varð nú
fyrir mikilli undrun. Það má
segja að James Dean hafi orðið
heimsfrægur á einni nóttu.
Þrjóskufulli unglingurinn i galla-
.buxunum varð nú á sömu stundu
fyrirmynd unglinga um allan
heim og frægðina fann hann,
sérstaklega var það kvenfólkið,
sem dáði hann.
Hollywood hefur breytt mörg-
um leikaranum, en það var
James Dean, sem breytti Holly-
wood.
Uppreisnarmaðurinn, sem kom
ungu stúlkunum til að andvarpa.
James Dean var eitthvaö nýtt,
algjör andstæða hinna skartlegu
stjarna, sem þá réðu lögum og
lofum í Hollywood. Hann lagði sér
aldrei til þetta hefðbundna kvik-
myndabros og var ekkert likur
kvikmyndahetjunum, sem áður
höfðu töfrað áhorfendur. Hann
var einfaldlega eins og venjuleg-
ur unglingur, maður af holdi og
blóði.
Hvers vegna var það einmitt
þetta, sem kom ungu stúlkunum
til að andvarpa af hrifningu?
Það er sennilega ekki hægt að
svara þvi, en það er hægt að geta
sér þess til.
Æskan i þá daga, var alin upp i
skugga atomsprengjunnar og var
i brýnni þörf fyrir að fá þessa
fyrirmynd, kynnast manni, sem
þorði að ganga i berhögg við
forna hefð. Flöktandi augnaráðið
undir hárlubbanum var þrjósku-
legt: buxnagarmarnir og stutt-
ermabolurinn höfðu sannarlega
séð betri daga: — en hann var
uppreinsarmaðurinn sem þetta
unga fólk þráöi að likjast sem
mest.
Nú risu upp klúbbar og allskon-
ar félagsskapur, sem kenndi sig
við James Dean og næsta kvik-
myndin, sem lika fór sigurför um
heiminn kvnnti undir þessari að-
dáun alveg að suðupunkti.
Reyndar voru það aðallega
stúlkurnar, sem stóðu i löngum
biðröðum til að sjá hetjuna.
Það var kvikmyndin „Giant”,
sem tók af allar efasemdir og því
var slegið föstu, að James Dean
væri besti kvikmyndaleikari
þessarar kynslóðar. Jafnvel
stjörnur eins og Liz Taylor féllu i
skuggann, þegar þessi ungi
maður varð mótleikari hennar.
Eldri kynslóðin varð einfald-
lega að sætta sig við þetta og hann
leysti úr læðingi hugmyndir unga
fólksins um lifið sjálft. Hann varð
hinn ungi uppreisnarseggur, en
það varð reyndar titillinn á þriðju
kvikmyndinni, sem hann lék i (A
Rebel without a Cause (1955). En
þegar sú kvikmynd var sýnd, var
James Dean allur.
Ilann var á kvikmyndatjaldinu
cins og hann var f einkalífi slnu.
Einkalif hans og lif þeirra, sem
hann sýndi á kvikmyndatjaldinu,
var ósköp áþekkt. Hann var jafn
þrjóskur, uppstökkur og
hrottafenginn á báðum þessum
vigstöðvum. Hann elskaði hraða,
hraða, sem gat varla haft annaö
en dauðann að fylgdarsveini. En
hann varö aö skuldbinda sig til
þess að aka ekki of hratt og halda
sig sem lengst frá kappaksturs-
brautum meöan á upptökum
stóð, og hann varö að skrifa undir
samningana. Framleiðendur
treystu honum ekki of vel.
Þrátt fyrir tiltölulega stutta
14 VIKAN 37. TBL.