Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.09.1975, Qupperneq 18

Vikan - 11.09.1975, Qupperneq 18
brautarstöðvarinnaraö við David mundum eftir mannflugunni. Marty, hróparinn var á pallinum i slnum venjulega búning og útmálaði ágæti sýningarinnar ásamt húla-stúlkunni. Við stoppuðurri og hlustuðum. „....Flýtið ykkur! Flýtið ykkur! Flýtið ykkur!.... Hún skelfur, hún hristist, hún titrar, hún hrær- ist.... tiu cent, einn tiundi úr doll- ar....” Litla systir min var sofnuð i fanginu á mömmu. Pabbi var að verða óþolinmóður, tók upp töskurnar og setti þær niður aftur. Marty var nú að koma að aöalatriðinu, atriðinu, sem kom hárunum til að risa á höfðinu. „...þetta stórkostlega undur, þetta kynferðiskraftaverk, þetta furðuverk móður Náttúru, herrar minir og frúr, beint frá Paris, Frakklandi — Bernard Bernice, hálfur karlmaður, hálf kona! Sjáið þaö! Fólk stillti sér upp I röð til að kaupa miða. Pabbi var með töskurnar i höndunum og beið eftir, að við legðum af stað. „Hvar er mannflugan?” hrópaði David. Allir sneru sér við og störðu á okkur,enhróparinnhéltáfram að tala um hitt viðundriö „Hann drap mannfluguna!” hrópaði David aftur og benti i þetta skipti, og ég bætti minni skræku rödd við hans, allt fyrir málstaö réttlætisins. Pabbi greip inn I og dró okkur burtu, rak okk- ur á undan sér ásamt mömmu, með ákveönum pústrum með töskunum og loforðum um út- rýmingu okkar, ef við tefðum eina sekúndu I viðbót. Enn einu sinni sátum við David saman i neöanjarðarlestinni og hötuðum pabba og veltum fyrir okkur, hvemig við ættum að fara að þvi að segja frá þvi, sem við vissum (eða héldum að við vissum) án þess að koma upp um þá stað- reynd, að við höfðum yfirgefið ströndina leyfislaust. „Heldur þú, að Marty hafi drepið mannfluguna?” spurði ég bróður minn hvað eftir annað. „H^ldurðu virkilega, að hún sé dauð?” „Kannski er hún alls ekki dauð”, sagði David eftir nokkra stund með þeim visdómi, sem hann hafði fram yfir mig þar sem hann var tveim árum eldri. „Kannski komst hún undan. Kannski sá hún Marty koma með skordýraeitrið og flaug beint út um gluggann i burt frá viðundra- sýningunni.” Þetta virtist skynsamlegt. „Kannski flaug hún til brautar- stöövarinnar. Kannski er hún ein- mitt I sömu lest og við, á leiðinni til Bronx.” Ég starði á hina farþegana. ,,Bzzzz....bzzz....bzzz...”, sagði David. „Allir um borð! Heyrðu fluga, settu mynt i kassann, ef þú ætlar til Bronz! Hann fór að hlæja, og mamma starði á hann. „Hættu að striða bróöur þinum”, kallaði hún eins hátt og hún gat, án þess að vekja systur mina. Það sem eftir var leiðarinnar heim, sátum við David kyrrir og ræddum ekki leyndarmál okkar, horfðum aðeins á auglýsingarnar I vögnunum og hvor á annan. Þegar við vorum komnir heim og viö vorum einir I herberginu og vorum að fara i rúmið, sagði hann: „Ég held við ættum að gá, hvort hlerarnir eru fyrir gluggan- um. Við viljum ekki fá mannflug- una i heimsókn I nótt!” Ég veit ekki hve lengi ég hafði sofið þegar eitthvað vakti mig, eitthvert suð—. „David!” hvíslaði ég. Bróðir minn svaraði ekki. „David! David!” „Hvað viltu?” umlaði hann. „Heyrðir þú i henni?” „Heyrði ég I hverri?” „1 mannflugunni. Hún er hérna inni.” Ég ætlaði að fara og kveikja ljósið. „Ekki hreyfa þig ”, sagði David. „Það gæti komið henni til að ráðast á okkur. Usssss... Ég lá grafkyrr. „Bfddu,” hvislaði bróðir minn. „Biddu ákafar en nokkru sinni. Biddu þess, að hún fari burt, að hún láti okkur i friði”. Ég bað. Mínúturnar liðu. Eitt- hvaö snerti andlit mitt, eitthvað létt og klistrugt. Ég þorði ekki að rétta upp hendina til að þreifa á þvi. „Fannstu fyrir einhverju núna?” hvislaði David. ,,Já,” svaraði ég „Einhverju kllstrugu?” „Já.” „Lappimar á henni. Ég fann lika fyrir þeim. Haltu áfram að biðja Seymour”. Ég dró teppið upp yfir höfuð, heyrði þetta hræðilega suð koma nær og nær. Siðan dó hljóðið út. Var þetta bara timabundið? Ég beið, ennþá með ábreiðuna dregna upp fyrir höfuð. „...Sjáið hana skriða á veggn- um..sjáið hana blaka vængjun- um... sjáið hana lenda á loft- inu...sjáið hana mylja mat með kröftugum kjálkunum.....” Var mannflugan á loftinu núna, biðandi eftir að ráðast á mig, mylja mig með þessum hræðilegu kjálkum sinum? Suðið var að byrja aftur, varð hærra og hærra, svo hátt, að það nisti I eyrum. Nú fann ég fæturna skriðandi á mér, á maganum, á brjóstinu, hálsinum.... Brjálæðislega stökk ég upp úr rúminu með ábreiðuna, læsti handleggjunum um eitthvað og hélt fast til að bjarga lifinu. „David!” öskraði ég. „David”! David!” Enginn kom mér til hjálpar. „Hjálpaðu mér David! Hjálpaðu mér!” Það var árangurslaust. Ég varð að fást við kvikindið einsamall, varð að drepa eða verða drepinn. Ég fann liklegan stað, sennilega háls, þrýsti eins fast og ég gat — fastar, fastar...— Pabbi og mamma komu þjót- andi inn i herbergið og kveiktu ljósið. Þau þrifu ábreiðuna úr höndum minum. David lá þarna i rúminu minu, 18 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.