Vikan - 11.09.1975, Síða 23
lagi með þig’” spurði hann aftur.
Hún var enn dösuð. „Þaö er allt
i lagi með mig,” svaraði hún
ósjálfrátt. Hún leit niður á sjálfa
sig. „Nýi kjóllinn minn! Hann er
ónýtur! ”
Hann brosti alvarlega. „Vertu
ekki að kvarta. Þú varst heppin.”
Hún starði á hann, og það var
auðséð á augnaráðinu að hún var
farin að átta sig. „Þessir menn
voru að skjóta á þig!”
'„Ég veit það ekki,” sagði hann
kaldhæðnislega. „Ég hafði ekki
tima til að spyrja þá.”
Hún fór að nötra. Hann fór úr
frakkanum sinum og lagði hann
utan um axlir hennar. Augnaráð
hans var kalt og hvasst. „Ég vil
ekki að neinn fái að vita um þetta.
Skiluröu? Ekki nokkur maður,”
sagði hann hörkulega.
Hún kinkaði kolli. „Ég skil,”
sagði hún og reyndi að koma i veg
fyrir að tennurnar glömruðu i
munninum. Hendi hennar leitaði
hans og i röddu hennar vottaði
fyrir dapurleika. „Kannski þú
sért i meiri vandræðum en ég,
vinur minn,” sagöi hún bliðlega.
Leigubillinn stansaði fyrir utan
hótelið og þau stigu út. Dyravörð-
urinn leit forvitnislega á Ilenu
þegar hún gekk inn i húsið meðan
Cesare greiddi leigubilstjór-
anum.
Hann hélt tuttugu dollara seðli i
lófanum svo bilstjórinn sæi hann.
„Þú hefur aldrei ekið okkur
hingað,” sagði hann.
Seðillinn hvarf i lófa bil-
stjórans. „Ég tók ykkur ekki einu
sinni upp”, sagði hann glaðlega
og ók i burtu.
Cesare opnaði dyrnar að her-
bergi hennar. Hann steig skref
aftur á bak svo hún kæmist inn.
„Farðu i eitthvað þurrt,” sagði
hann.
Hún hikaði i dyrunum.
„Kannski ætti ég að fara upp með
þér,” sagði hún. „Ég er hrædd við
að vera ein i nótt.”
„Nei,” sagði hann fljótt. Siðan
leit hann á hana. Það var nú ekki
svo vitlaus hugmynd að eyða með
henni nóttinni. „Ég ætla lika að
skipta um föt,” sagði hann.
„Siðan kem ég niður eftir
skamma stund.”
— 0 —
Big Dutch sat i auðri skrifstofu
sinni i húsi verkalýðsfélagsins og
starði á viskýflöskuna, sem stóð á
skrifborðinu. Hann tók hana upp
og hellti sér aftur i glasið. Neðan
að heyrði hann i næturverðinum,
sem fór i sina venjulegu
könnunarferð i morgunsárið.
Hann tók upp glasið og svolgraði
áfengið. Það brann i hálsi hans.
Kannski hinir hefðu rétt fyrir
sér þrátt fyrir allt. Hann var of
mikill maður til að standa i svona
skitverkum. Það væri betra að
láta strákpjökkunum það eftir,
jafnvel þó að þeir væru ekki eins
leiknir og hann sjálfur. Þeir höfðu
ekki eins miklu að tapa.
Hann hugsaði til æskuáranna
með eftirsjá. Það voru gömlu
góðu dagarnir. Þá gekk allt i
haginn. Þá voru hlutirnir kallaðir
sinum réttu nöfnum og ef einhver
sveik, þá var hann eltur uppi. Þá
þurfti ekki að biða eftir þvi, að
eitthvert andskotans ráð kallaði
saman fund fyrst til að ákveða
hvað gera ætti.
Hann minntist þess, er Lép
kallaði hann og Sam Vanicola
fyrir sig i litla skjálkaskjólinu i
Brooklyn. „Eg vil að þú og Sam
farið i smá ökuferð til Monticello
og brennið Varsity Vic” hafði
hann sagt. „Hann er að verða of
stór fyrir brækurnar sinar.”
„Ókei Vic,” svöruðu þeir og
fóru yfir á barinn og fengu sér sex
viskýflöskur til félags við sig á
langri ökuferðinni.
Þegar þeir komu út rifust þeir
um hvorn bilinn þeir ættu að
taka. Honum likaðiekki Chevyinn
hans Sam og Sam likaði ekki Jew-
ettinn hans. Svo þeir fóru milli-
veginn og stálu sér stórum
Pierce, sem stóð fyrir framan eitt
af fjölbýlishúsunum á Brooklyn
Heights.
Þá var fimm klukkutima
akstur þangað og klukkan var aö
verða tvö um nótt þegar þeir
stöðvuðu bilinn fyrir utan búlu
Varsity Vics. Þá áttu þeir þrjár
viskýflöskur eftir i bilnum.
Þeir stigu út úr bilnum og
teygðu úr sér. „Hnusa af þessu
lofti,” hafði Sam sagt. „Það er
öðru visi lykt af þvi en borgar-
loftinu. Hreint. Þetta er staður,
sem vert er að búa á.”
Hann mundi enn suðið i engis-
sprettunum er þeir gengu inn.
Inni var talsvert af fólki og
siðasta sýningin var i hápunkti.
Þeir stönsuðu i dyrunum og
horfðu á stúlkurnar dansa eitt-
hvert tilbrigði við Svarta bossann
á myrkvuðu dansgólfinu.
„Heyrðu! Littu á þessa!” sagði
hann, „þá þriðju frá endanum.
Hún er akkúrat fyrir mig. Sérðu
maður! Brjóstin dingla upp og
niður eins og gúmmiblöðrur!”
Framhald i næsta blaði
AlkVÍKJNO
Nii eru allar Sunnuferðir dagflug — flogift til nær allra staða, meö stærstu og glæsiiegustu Boeing-þotum
islendinga. Þægindi, stundvfsi og þjónusta, sem fólk kann aö meta.
Fjögurra hreyfla úthafsþotu, meö 7600 km flugþol. (Reykjavfk—Kaupmannahöfn 2150 km). Sannkölluö
luxus sæti, og setustofa um borö. Góöar veitingar og fjölbreytt tolifrjáls verzlun f háloftunum. Dagflug,
brottför frá Keflavfk kl. 10 aö morgni. Heimkomutlmar frá 4—7.30 siödegis. Mallorka dagflug alla
sunnudaga, COSTA DEL SOL dagflug alla laugardaga, KAUPMANNAHÖFN dagflug alla fimmtudaga,
ÍTALÍA dagflug á föstudögum, PORTOGAL dagflug á laugardögum.
Þjónusta
Auk flugsins veitir Sunna Islenzkum farþegum sfnum erlendis þjónustu, sem engar fslenzkar feröaskrif-
stofur veita fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, í Kaupmannahöfn, á Mallorka og
Costa del Sol. Og ab gefnu tilefni skal þab tekib fram, ab starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöb-
um, eru aöeins ætluö sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öörum tslendingum á þessum
slóöum, sé heimilt aö lcita þar hjálpar og skjóls f neyðartilfellum. Hjálpsamir Islenzkir fararstjórar. —
öryggi, þægindi og ánægja farþega okkar, cr okkar kcppikefli, og okkar bczta auglýsing. Þess vegna
vclja þúsundir ánægöir viöskiptavinir, Sunnuferöir ár eftir ár
og einnig öll stærstu launþegasamtök landsins.
sunna
travel
ferðaskrifstofa lækjargötu símar 12070 16400
37. TBL. VIKAN 23