Vikan - 11.09.1975, Qupperneq 29
sem þó var komin til að skjóta
hann. Þetta er allt sama eðlis og
ef ég á að trúa einu, get ég ég lika
trúað þvi öllu.
— Ég veit að hann er mjög
skapbráður maður, bætti ég við.
— Ég get næstum trúað að hann
hafi orðið til þess að drepa Saul i
ofsalegu bræðikasti, en ekki af
einskærri græðgi. Ég verð að
horfast i augu við þetta allt
saman, Robert.
— Pollitthefurlykilinnað þessu
öllu. Hvenær skeði þetta með
dóttur hans.
— Hann sagði að telpan hefði
komið til vinnu hérna, árið sem
striöinu lauk, sagði ég, — það eru
sex ár síðan.
— Sex ár! Jæja! Jæja? sagöi
Robert. — Það var áður en ég
kom hingað sem læknir. Ég tók
við af Trelawney gamla. Fólk
eins og Pollitt hefur ekki peninga
til aö vitja læknis, en ef ég þekki
Treawney gamla, þá var hann
ekki sú manngerð, sem léti litla
stúlku, sem hefði lent i þessum
ósköpum, deyja, án þess að lita til
hennar. Það er full kista af
spjaldskrá yfir sjúklinga gamla
mannsins i gegnum árin heima
hjá mér, það gæti verið eitthvað
að finna þar. Ef hann hefur
stundað barn Pollitts á banabeði,
þá hefur hann ábyggilega skrifað
það hjá sér.
Næsta dag beið ég eftir eigin-
manni minum, þegar hann kom
heim um hádegi. Hann reið að
vonda svarta gæðingnum. Hann
tók fast i taumana, þegar ég gekk
i veg fyrir hann.
— Hamingjan hjálpi mér, Jo-
anna! hrópaðihann. —-Ertuúti að
ganga I svona hræðilegu veðri?
Þú verður veik.
— Ég...ég er fegin að þú komst,
Benedict, — ég þarf að segja svo
margt við þig. Varir minar voru
farnar að titra. — Ég hefi svo
miklar áhyggjur af þér, Benedict,
stamaði ég. — Mér finnst þú hafa
svo miklar áhyggjur.
— Af hverju? spurði hann.
— Af ... af þvi hvað fólk segir
um þig og ... og Feyellu, sagði ég.
— Og um það hvað þessi lögreglu-
foringi.. .Menhenitt gæti hafa
komist að...
— Joanna, sastu hér fyrir mér
til að reyna að hjálpa mér fram
úr þessum málum? spurði hann.
Ég sagði,— Jæja, það er
kannski ekki neitt, sem ég get
hjálpað þér með?
— Hjálpað mér? spurði hann og
það var sannarlega spurn i rödd
hans.
— Ég myndi leggja mig i lima
til að hjálpa þér, ef það stæði i
minu valdi.
— Þú ert mjög elskuleg, vina
min.
— Ég meina það, Benedict,
trúðu mér!
— Þakka þér fyrir, sagði
Benedict.
— Jæja, það er þá það eina, sem
ég hefi að segja, tautaði ég. —
Mér þykir fyrir þvi að hafa tafið
þig-
— Heyrðu vina min, sagði hann
og stundi um leið. — Ég er mjög
þakklátur fyrir að þú skilir hugsa
hlýlega til min, það segi ég alveg
satt. En ég get fullvissað þig um,
aö ég þarf ekki hjálpar við, að
minnsta kosti ekki á neinu sviði,
sem þú getur bjargað mér. Ertu
nú ánægð?
— Já, Benedict, laug ég.
Hann brosti og i sjónhending sá
égsvipinn á manninum, sem kom
æðandi inn i sjúkrastofu mina i
Ludgate Hill, og hjarta mitt tók
kipp.
Ég var á báðum áttum, þegar
ég fór að athuga hvaða kjól ég
ætti að fara i um kvöldið. Ég
ákvað að fara i svartan silkikjól,
sem ég hafði aldrei notað. Nýja
herbergisþernan min, Janey
Madden, hengdi kjólinn upp til að
slétta úr honum meðan ég var i
baði.
— Þetta er fallegur kjóll, frú,
andvarpaði stúlkan, — dásamleg-
ur. — En hann passar ekki fyrir
yður, frú, þér eigið að vera i ein-
hverju ljósu og léttu, ef ég má
segja mitt álit....
Ég brosti. — Það er sennilega
rétt, ég er ekki nógu glæsileg til
að bera svona flikur. Ekki eins og
Feyella Mapollion.
— Þér megið ekki segja þetta
frú, sagði stúlkan, ekki taka þetta
svona. — Ungfrú Feyella var góð
við mig, það viðurkenni ég alltaf.
En hún hafði ekki þessa reisn i
öllum likamanum, sem þér hafið i
litla fingri, vesalingurinn.
— Hættu þessu, Janey.
En hún hélt áfram að prisa mig
og það var ekki laust við að það
kitlaði mig svolitið, þótt ég vissi
að þetta væri ekki rétt. Ég lokaði
eyrunum fyrir rausi hennar,
meðan ég nuddaði mig vel með
handklæðinu.
— Viltu endurtaka þetta,
hópaði ég upp yfir mig, — þetta
sem þú sagðir um herra
Trevallion...
— Ég meina, frú, hvernig hann
horfir á yður, tautaði stúlkan,
eins og henni hefði orðið á einhver
skissa.
— Hvernig horfir maðurinn
minn á mig, Janey? sagði ég
ákveðin.
— Jæja, frú, hann horfir á yður
og....
Þegar að þessu kom, brast
Janey I grát og svo var drepið á
dyr.
Það var ein af þjónustustúlkun-
um. — Læknirinn er hér, frú,
sagði stúlkan.
— Biðið andartak, læknir,
kallaði ég. Svo sagöi ég við
Janey:
37. TBl. VIKAN 29