Vikan

Issue

Vikan - 11.09.1975, Page 32

Vikan - 11.09.1975, Page 32
! Auglýs'ngastofan Form 11.2 ^gnav^ VL ^ AXELS EYJOLF S SONAR Smiójuvegi 9 Kópavogi sími 43577 Klæðaskápur frá okkur er lausnin... Hægt er að fá skápana óspónlagða, tilbúna að bæsa eða mála, 4//iu< ...og vandfundnir eru hentugri klæðaskápar hvað samsetningu og aðra góða eiginleika varðar. Litmyndabæklingur um flestar gerSir klæðaskápa, samsetningu, stærðir, efni og verð ásamt öðrum upplýsingum. Allar gerðir klæðaskápa eru til í teak, gullálmi og eik. Vinsamlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn um klæðaskápana. Natn: Heimilisfang: SkriliS meS prentstölum I Husgagnaverslun Axels Eyjólfssonar, SmiSjuvegi 9 Kópavogi. | — Leyfðu mér að vera hér i nótt, sagði hann biðjandi. — Nei, sagði ég. — Ef ég gefst upp núna, þá verð ég aldrei fær um að ganga á eigin fétum framar. Veslings Robert, þú myndir þá hafa mig sem bagga ævilangt. — Já, sagði hann, — það er ekkert sem ég vildi frekar. — Nei, nei, vinur minn, það væri tilgangslaust. F-: .jum verð ég að segja tengdamóður minni þetta allt. Svo er það Mayana og bamið. Þetta fólk er allt á minni ábyrgð núna. Klukkan sló átta. — Komdu á morgun Robert, sagði ég. Ég hringdi ekki á stúlkuna fyrr en ég heyrði að hann var kominn yfir brúna. — Hvar eru Prendergasthjón- in? spurði ég Janey. — t eldhúsinu, frú, svaraði stúlkan. Ég gekk út úr dagstofunni og i áttina að eldhúsinu. Kastalafrúin á Mallion var nú að taka völdin i sinar hendur! Þegar ég lokaði dyrunum á eld- húsinu að baki mér, heyrði ég Prendergasthvisla að konu sinni: — Hamingjan góða, það er hún! — Nú er klukkan korter yfir átta, sagði ég. — Þið fáið ná- kvæmlega einn klukkutima til að koma ykkur i burtu. — Þér getið ekki meint það, frú Trevallion, hrópaði maðurinn upp yfir sig. — Fimmtán ár, sagði konan hans. — Við höfum verið hér i fimmtán ár og það er margt sem við vitum um þessa fjölskyldu, sem ekki myndi þola dagsbirt- una. — Mér er það ljóst, sagði ég. — Ég veit að þið hjálpuðuð mannin- um minum við að grafa Feyellu Mapollion og maðurinn minn tók sjálfur á sig sökina. — Martha! sagði karlinn, — hún veit þetta allt! Augu frú Prendergast skutu gneistum. — Já, það getur verið, en hve mikið veit hún? Það er spumingin. Veit hún ástæðuna fyrir þvi, að húsbóndinn lét ekki taka okkur lika i kvöld? — Mér er ljóst, að ykkur hefur verið vel borgað fyrir hjálpina, sagði ég. — Ég veit lika nú, hvers vegna hann rak ykkur ekki, þegar þið móðguðuð mig svo gróflega. Það var vegna þess, að þið vissuð of mikið. — Móögað yður gróflega! Heyr á endemi. Hvað haldið þér eigin- lega að þér séuð? — Martha! Hættu þessu. Vertu ekki að reita frú Trevallion til reiði. Hún á eftir að átta sig á þessu.... — Nei, þaö gerir hún ekki! Hún vill losna við okkur, en hún skal þá fá að taka afleiðingunum! Klukkutlma síðar heyröi ég vagnskröltið, þegar þau fóru frá Mallion kastala fyrir fullt og allt. Norð-austur turninn blasti við mér hinum megin við húsagarð- inn. Ég kveikti á lampa og gekk út I nóttina. Herbergi Benedicts voru á annarri hæö. Ég tók upp um mig pilsið og gekk upp. Þögn- in var djúp. Framhald I næsta blaöi 32 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.