Vikan - 11.09.1975, Page 38
HUNDARNIR SEM
LÁTA ENGAN DRUKKPi
Þeir heita Jayet, Erick, Jessie
eöa Barón. Þeir eru sérstaklega
kraftalega byggðir og svarthærð-
ir —• frá toppi til táar. Jayet og fé-
lagar hans eru semsé hundar.
Nánar tiltekið nýfundnalands-
hundar.
Þeir, sem hafa á þessu sumri
farið i sumarleyfi til frönsku
strandanna — bæði við Miðjarð-
arhaf og Atlantshaf — hafa marg-
ir séð Jayet og'félaga, sem nú eru
þjáiíaðir i björgunarsundi á sex
stöðum við strendur Frakklands.
Frakkar komu fyrir löngu auga
á frábæra sundhæfni þessara
gerðarlegu hunda, sem verða allt
að sjötiu sentimetra háir á herða-
kambinn og allt að fimmtiu kiló á
þyngd. Þegar á átjándu öld sögðu
franskir sjómenn frá þvi heima i
Frakklandi, að við strendur Ný-
fundnalands hefðu þeir séð „risa-
vaxna hunda, sem litu út eins og
birnir”, og hafi þeir synt kringum
báta fiskimannanna og hjálpað
þeim við að draga netin. Það
fylgdi einnig sögunni, að hund-
arnir hefðu iðulega bjargað fólki
frá drukknun.
Og löngu siðarurðu þessar sög-
ur sjómannanna til þess að
franska lögreglan ákvað að reyna
að þjálfa nýfundnalandshunda til
björgunarsunds. Þjálfunin, sem i
fyrstu fór fram á hundamiðstöð
frönsku lögreglunnar vakti furðu
margra, þvi' að við hana kom i
ljós, að hundarnir voru ótrúlega
næmir. Aður en langt um leið,
höfðu þeir lært hvernig þeir áttu
að snúa meðvitundarlausum
manni i vatni á bakið og synda
siðan með hann til lands. Hund-
arnir reyndust einnig svo hug-
rakkir, að þeir stukku óttalausir
úr þyrlum i sjóinn. Rannsóknir
leiddu i ljós, að nýfundnalands-
hundur gat að meðaltali synt tutt-
ugu kilómetra án þess að lýjast,
og að ekki þurfti nema einn hund
til þess að draga gúmmibát með
átta mönnum innanborðs.
Fregnirnar af þjálfun og frá-
bærri hæfni nýfundnalandshund-
anna hefur vakið mikla athygli
. ..