Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 40
niig dreymdi
Hey- og drykkjuskapur
Kæri draumráðandi!
[ nótt dreymdi mig, að ég, tveir bræður mínir — S.
og G. — mamma og f rænka mín værum einhvers stað-
ar í B..., sennilega að sækja hey. Eldri bróðir minn ók
jeppabifreið, en sá yngri ók dráttarvél, sem heyvagn
var aftan í. Einhvern veginn var svo fólksbíll yngra
bróður míns kominn þarna líka, en ég vissi ekki, hver
hafði ekið honum.
Áður en við fengum heyið, var G. orðinn fullur, en
ég haf ði ekki orðið vör við, að hann hef ði neitt vín með
sér. Hann drekkur ekki. Hann vildi endilega komast á
ball í A... og létum við það eftir honum.
Þegar við komum þangað, fór hann þegar í stað inn
á ballið, en við hin biðum fyrir utan. Eftir smástund
var ég orðin óþolinmóð og fór inn á ballið líka. Hvergi
séég G., en hins vegar sá ég þann, sem ég er hrif in af.
Hann var f ullur svo ég vildi ekkert við hann tala. Hann
drekkur. Ég fór að svipast um eftir G. og reyndi að
forðast H., en samt komst ég ekki hjá því að ganga
framhjá honum. Þegar hann sá mig, tísti svolítið í
honum og hann tók utan um mig og var voðalega góð-
ur við mig. Mér var ekkert um þetta gefið og ætlaði
bara að ganga í burtu, en hann vildi alls ekki sleppa
mér. Þá fauk í mig og ég togaði í skeggið á honum, svo
að hann skrækti og sleppti mér. Ég hljóp þá út í bíl og
ræsti hann, og ók síðan af stað. Þegar ég hafði ekið
nokkra metra, sá ég löggu. Mér varð ekki um sel, því
að ég var próf laus og ekki nema f jórtán ára. Ég stöðv-
aði bílinn og löggan talaði við mig. Ég bað hana bless-
aða að aka mér heim og hún gerði það. Þegar við átt-
um eftir sjö kílómetra^sofnaði löggan.
Lengri varð draumurinn ekki.
Ég vona, að þú getir ráðið þetta f yrir mig.
Með kveðju.
Helga.
Ekki er að spyrja að tíðarfarinu — rigning og aftur
rigning, en síðari hluti septembermánaðar ætti að
verða meðeindæmum góður — að minnsta kosti önnur
hvor vikan — ef nokkuð er að marka þinn draum.
Þessi blíðviðrisvika gæti þó komið fyrr.
Annar draumur berdreyminnar
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum,
sem hefur valdið mér áhyggjum...
P.s. Vinsamlegastekki birta nöfnin eða drauminn...
Hér er annar!
Ég og mamma vorum á mjög stóru flutningaskipi
og komum við hérna í Reykjavíkurhöfn. Mér fannst
við þurfa að vinna mikla yfirvinnu við að moka pen-
ingum á bryggjuna. I því stóðum við heila nótt og
mokuðum eins og við ættum lífið að leysa.
Sú sama, kvíðafulla og berdreymna.
Þér þykir það kannski undarlegt, en draumráðanda
list öllu verr á þennan draum, sem hann birtir en
hinn, sem þú biður um, að ekki sé birtur. Þessi pen-
ingadraumur er áreiðanlega fyrir einhverjum veik-
indum, en engin dauðsföll eru í kringum hann og enn
síður hinn, sem þú sendir. Oftast nær er það fyrir góðu
að dreyma nákomna ættingja sína, sem eru látnir.
Sumir draumspakir menn telja það þó fyrir illu að
dreyma föður sinn látinn, en ekki er það einhlítt, og
þar sem þú gerir ekkert þér til varnar og leggur á eng-
an hátt hendur á föður þinn í draumnum, er hann ekki
eins kvíðvænlegur og þér þykir hann. Hinn er aftur á
móti fyrir einhverjum erfiðleikum og getur þessi ver-
ið svo sem til að undirstrika hann, þótt ekkert áber-
andi samhengi sjáist í fljótu bragðl milli draumanna
tveggja.
Silfurkrossar
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig
eftirfarandi draum:
Ég þóttist koma inn i stof una heima og þar sat systir
mín. Hún hélt á tveimur siifurkrossum. Annar var
fremur látlaus, en með brúna leðuról og á henni voru
hringjur hér og þar. Hinn glitraði allur, þegar Ijósið
féll á hann. Sá var með silfurlitri keðju. Báðir
krossarnir voru óvenju stórir.
Systir mín rétti mér krossinn með leðurólinni og
sagði mér að eiga hann.
Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna.
B.l.
Tilvonandi maðurinn þirín hefur áður en hann kynn-
ist þér verið nákunnugur systur þinni — jafnvel
kvæntur henni.
Svar til Nikkólínu.
Það veit hamingjan, að ekki langar mig til að birta
drauminn frá þér, enda er greinilega um dagdraum
að ræða, jaf nvel þótt þig haf i dreymt hann í svef ni, og
ekkert er að marka hann á neinn hátt.
Keppt í hlaupi
Kæri draumráðandi!
Ég var að keppa í hlaupi. Þegar ég var búin að
keppa, var kallað, að ég hefði unnið og mér voru af-
hent tvö merki. Það voru hlaupamerki. Svo svaf ég
svolítið lengur.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna.
Jónína Björg.
Þakka þér kærlega fyrir bréfið Jónína Björg, og ég
er handviss um, að þú ert einhver duglegasti bréfrit-
ari i samanlagðri kristni. Að vinna kapphlaup í
draumi er fyrir góðri og farsælli giftingu, en vonandi
liða enn mörg ár, áður en þú lætur setja á þig hnapp-
helduna. Þú ert svo ung ennþá. Svo vil ég eindregið
biðja þig að senda fleiri drauma, því að það er svo
gaman að fá bréf frá þér.
Nýtt hjónarúm
Kæri draumráðningaþáttur!
Einu sinni um daginn sótti svo á mig svef n eftir há-
degið, að ég mátti til með að halla mér út af stundar-
korn. Dreymir mig þá, að gömul vinkona mín kæmi til
mín og segði mér að koma. Ég fylgdi henni og vorum
viðóðara komin inn í eitthvert hús, sem.ég kannaðist
ekki við mig í, en þar var allt með miklum glæsibrag,
þó án alls íbúrðar. A miðju gólfi í einu herberginu í
húsinu stóð nýtt hjónarúm með mörgum svæflum og
sængum. Voru verin á þeim ýmist bleik eða blá. Vin-
kona sagði við mig: Hér skalt þú sofa.
Draumurinn varð ekki lengri, en mér þykir hann
undarlegur og bið þig því að ráða hann f yrir mig.
Með þakklæti og kveðju.
Sig.
Þessi draumur er fyrir því, að bráðlega taka barna-
börnin að hópast að þér. Svæf lar og sængur með bleik-
um verum i rúminu eru fyrir stúlkum, en þau með
bláu verunum fyrir drengjum.