Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 4
Meira umeMi Kári Arnórsson skólastjóri Fossvogsskóla A fyrri hluta árs 1974 voru skólamál all mikið í umræðu. Olli þar mestu grunnskólafrumvarpið sem varð að lögum þá um vorið. Ég flutti þá erindi í útvarp um skólamál er fjallaði um þáverandt ástand og einnig ný viðhorf. Pessi grein er að megin stofhi unnin úr þvi erindi. UMRÆÐIJR UM SKÓLAMÁL. Pað var mjög fróðlegt að fylgj- ast með umræðum um grunnskóla- frumvarpið, ekki síst á Alþingi. Pær umræður beindust einkum að vtri aðstæðum og þó aðallega að tvennu, þ.e. lengd skólaskvldu og lengd skólaárs. Hvorugt er þó nokkurt aðalatriði í sjálfu sér held- ur miklu fremur baksvið fyrir skólastarfið. Um innra starf skól- ans var forðast að ræða, sem ætti þó að vera megin kjarni málsins. Ræðumenn flestir töldu margt gott í frumvarpinu, margar ný- ungar til bóta, sem og er, en út- skýrðu það vfirleitt ekki frekar. Peir töldu markmiðin góð, en ræddu mjög ósamhljóða um hve langan tíma þyrfti til að ná þeim. Lítill gaumur var gefinn að því hvort skólinn hefði möguleika til að framfylgja þessum markmið- um, eða nemandinn hefði það til skólans að sækja sem gefur hon- um færi á að þroska hæfileika sína. Pó fyrir lægi að samþykkja ný fræðslulög var áhugi almenn- ings fyrir þeim afskaplega lítill ef frá eru talin þau tvö atriði sem áður eru nefnd. Frumvarp þetta var þó betur kynnt en nokkur væntanleg lagasetning fyrr og síðar. Petta fannst mér athygli vert og raunar undirstrika það sér ís- lenska viðliorf að skólamál ættu ekki að vera mikið í opinberri umræðu. Petta hefur komið mjög rækilega fram hjá fjölmiðlum því það liggur við að þeir forðist að nefna skóla á nafn nema þá ef um launadeilur er að ræða eða stúd- entafjöldi tíundaður. Ut af þessu brá þó á síðasta skólaári er sjón- varpið reið á vaðið með þátt um HAGSÝN HJÓN LÁTA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTÖRFIN Kenwaod -CHEF Jifinwood- M i n i Menwood -CHEFETTE WOOd- HRÆRIVÉLAR KYNNIÐ YKKUR HINA OTRÚLEGU MÖGULEIKA, SEM KENWOOD—HRÆRIVÉLARNAR HAFA YFIR AÐ RÁÐA. KONAN VILL KENWOOD HEKLA hf. .laugavegi 170—172 Siru 21240 skólamál. Sú spurning hvarflar stundum að mér hvort skólinn sé svo slitinn úr tengslum við þjóð- félagið og einangraður að enginn hafi áhuga á honum. í þeim umræðum sem getið er um að frarhan heyrðust þó raddir sem gagnrýndu hve skólinn væri slitinn úr tengslum við atvinnu- lífið og væru þær raddir frá þeim sem við sjávarútveginn fást. Hitt minnist ég ekki að hafa heyrt, að skólinn væri slitinn úr tengsl- um við þjóðlífið almennt sem þó er rnjög ábetandi. Fólk lætur sig furðu litlu varða hvað fram fer í skólanum. Pað er gersamlega samæ hvað fræðsluyfirvöld leyfa sér að bjóða nemendum upp á, fólk segir ekki eitt einasta orð. Á þetta bæði við hvað snertir að- búnað í skóla, en þar er iðulega troðið inn mun fleiri nemendum en þar eiga að vera, óhæfan skóla- tíma þar sem misrétti er mjög mikið og þveitingur á •nemend- um aftur og fram milli heimilis og skóla mikinn part úr skóla- deginum. Flestir þekkja það hörm- ungar ástand sem verið hefur til leikfimi og líkamsræktar í sum- um skólum Reykjavíkur. Dæmi eru um það að nemendur hafa verið komnir upp í 5. bekk án þess að hafa fengið svo mikið sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.