Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 14
Hafa allir íslei taekifœri tii t Löngum hefur verið fullyrt, að á Islandi sé stéttlaust þjóðfélag, að á tsiandi sé engin stéttaskipt- ing. Islendingum hefur verið fortalið, að i lýðræðisrikinu Is- landi geti allir gengið mennta- veginn, hvort sem foreldrar þeirra eru hátt settir eða lágt, raunar séu hugtökin hátt og lágt settur ekki til, hér séu allir jafnir. En er sú raunín á, geta allir geng- ið menntaveginn, eða er sú ganga forréttindi einhvers hluta þjóð- félagsins? Arið 1974 gerðu tvær stúlkur, stúdentar í Kennaraháskóla ts- lands könnun á félagslegum upp- runa menntaskólanemenda i Reykjavik, og hefur Vikan nú fengið niðurstöður könnunarinnar léðar til birtingar. Kannaður var uppruni nemenda Menntaskólans i Reykjavfk og Menntaskólans við Hamrahllð skólaárið 1969-1970 og 1970-1971. Til þess að kanna félagslegan bakgrunn nemend- anna var flett i skýrslum skólanna beggja, þar sem getið er um starf foreldra. Nemendum var siðan skipt I hópa eftir starfi foreldra, fimm hópa, og var skiptingin þessi: Hópur I: Embættismenn og sér- fræðingar (meö háskóiapróf). At- vinnurekendur. Hópur II: Tæknileg og stjórnsýsluleg störf (ekki háskólagengið fólk). Hópur III: ófaglært skrifstofu- fólk og samsvarandi hópar. Hópur IV: Iðnaðarmenn, verk- stjórar og bændur. Hópur V: Ófaglært verkafólk. Einnig var notuð önnur skipting i þessari könnun eða hin klassíska þriskipting i há-, mið- og lágstétt- ir. Hástétt var látin.vera hópur I, miðstétt hópar II, III og IV og lágstétt hópur V. Fyrir lágu tölur um skiptingu i stöðuhópa á Islandi úr könnun Sigurjóns Björnssonar, (Epidemiclogical Investigation of Mental Disorders of Children in Reykjavik, Iceland 1974) svo að hægt var að bera saman skiptingu i stöðuhópa I viökomandi skólum viö skiptinguna i þjóðfélaginu. Af meðfylgjandi súluritum má svo glögglega sjá niöurstööur könnunarinnar. Til frekari glöggvunar og samanburöar voru niðurstöður könnunarinnar born- ar saman við hliðstæðar kannanir frá Danmörku og Þýskalandi. Þessar niðurstöður sýna nokkuö áreiðanlega, að ekki er allt sem sagt er. Dreifing viðkomandi menntaskólanemenda á hina ýmsu stöðuhópa er önnur en hin almenna dreifing þjóöfélagsins. Hvaö veldur þvi, að greinilega eru hlutfallslega fleiri nemendur úr hærri stéttum þjóðfélagsins en hinum lægri miðað við dreifingu i þjóðfélaginu? Eiga „lágstéttar- börn” ekki jafn greiða leið upp I efstu lög menntakerfisins og börn „hástéttarfólks”? Ef ekki, hvað er það þá er veldur? Það er alls ekki ósennilegt, að börn foreldra, sem eru eignafólk og atvinnurekendur, búi almennt á rikmannlegum heimilum, og þar sé þeim búin aðstaða og þau hvött til að verða sér úti um þá menntun, sem þeim stendur til boða, enda séu þau þá hæfari til að taka við eignum og atvinnu- rekstri af foreldrum sínum. Þá er trúlegt, að börnin séu ekki mót- fallin sliku, þar sem algengt er aö börn erfi gildismat og viðhorf for- eldra sinna. A tslandi eru ákveðn- ar menntamannastéttir, sem eru hlutfallslega mjög tekjuháar svo sem tannlæknar og verkfræðing- ar, þannig að saman fer hjá menntamannastéttinni góður efnahagur og menningarleg aö- staöa (t.d. bókakostur á .heimili, umræðuefni heimilisfólks, orða- fotði, áhugamál foreldra o.fl.), sem mjög likleg er til að ýta undir börnin tii frekara náms. Þetta eru atriði, sem „lágstéttarbarnið” fer mjög gjarnan á mis við. Barn, sem er aliö upp við sifellt brauðstrit for- eldranna, leitar gjarnan á troðn- ar slóðir þeirra, enda ósköp eðli- legt, þar sem óliklegra er, að slikt barn þekki skynsamleg markmið langrar skólagöngu. Af þeim sök- um leitar margur úr þeirra hópi, sem til þess væri ágætlega hæfur, aldrei eftir þvi að brjótast til æðri mennta. Slikt ber viö i hverri stétt, en þó oftast hjá þeim, sem búa við þröngan fjárhag, svo að skólaganga unglings fram yfir skyldunám yrði foreidrum hans þung byrði. Samkvæmt könnuninni eru iik- urnar á þvi, að börn úr „hástétt” leggi fyrir sig langt skólanám, helmingi meiri (34.5% i stað 17.5%), en vera ætti miöað við jafna dreifingu menntaskólanem- enda úr hinum ýmsu þjóðfélags- hópum, en hjá „lágstéttarbörn- um” eru likurnar aftur á móti nær þrisvar sinnum minni (9.5% i stað 26.5%) en vera ætti miöað við jafna dreifingu, Hvað nú kæmi i ljós væri hlið- stæð könnun gerö i Háskóla ts- lands, er ekkert hægt að segja fyrir um með fullri vissu, en ekki er ósennilegt, aö enn stærra bil væri þar á milli nemenda úr „há- um og lágum” þjóðfélagshópum. Af öllum þeim stúdentum, sem innritast i Háskóla Islands, lýkur helmingurinn aldrei prófi, eins og upplýst var nýlega i fjölmiölum, heldur gefast upp fyrr en seinna, og þaö hlýtur hver heilvita maður að sjá, aö miklu líklegra er, að stúdent, sem á tiltölulega snauða foreldra úr ,„lágstétt”, gefist upp en hinir, sem eiga efnaðri að og aldir eru upp i umhverfi, sem hvetur þá til náms.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.