Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 9

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 9
vinnugreina sem þjóðin hefur sitt iifibrauð af. f NÝJU LJÓSI Nú hafa fleiri þjóðir en íslend- ingar fundið það að brevtinga var þörf í skólamálum, fundið það að skólinn var ekki í takt við tímann svo notað sé vinsælt orðtak, hvað þá að hann væri að hugsa um brevtt þjóðfélag. Því hafa þessar þjóðir venð að þreifa fyrir sér með brevtt skólaform og að baki því stendur m.a. sú hugmvnd að uppeldið eigi að vera númer eitt og fræðslan númer tvö. Markmið menntunar í barna- skólum hefur færst smám saman til þeirrar áttar, sem það er nú, nefnilega sú heimspeki að veiía skal alhliða þroska nemandans alla athygli, líkamlegum og andleg- um vexti, tilfinningum hans, við- móti og samskiptum, lunderni og persónuleiku. Menntunin ætti að vera bundin nemandanum sem einstaklingi með ákveðnar með- fæddar tilhneigingar, möguleika og einkenni og einnig við hann sem félagsveru sem hefur réttindi, skyldur og ábyrgð. OPNI SKÓl.INN SAMFELLDUR SKÓLADAGUR: Til þess að nálgast þessi mark- mið varð skólinn að breytast. Byrjað var á því að leggja stundt- skrána til hliðar og láta hina skipulegu surdurgreiningu náms- efois hverfa smátt og smátt. H.vtt var að skipta vinnudegi nemand- ans, sem venjulega er frá 9 til 15,30 niður t stuttar kennslu- stundir, 60 eða 30 mínútur eins og verið hafði. Kennslustofunni var breytt í vinnustofu og reynt var að skapa umhverfi sem hefði örvandi áhrif á starfslöngun ba.n- anna. Peim var gefinn kostur á að velja og vinna með sín eigin á- hugamál, levsa verkefni eftir eig- in höfði en ekki endilega eftir höfði fullorðinna. Stundaskráin hafði í þessu efni verið sífelld hindrun. Brevtingin á nemendum varð ótrúleg. Peir voru nú allt í einu farnir að lifa skólalífinu eins og börn en ekki eins og fullorðnir og kennararnir fundu að lífið er ekki til að kenna það heldur til að lifa því. Samskipti kennaranna og barnanna tóku miklum breyt- ingum. Gagnkvæm virðing varð ríkjandi, þegar hætt var að prófa þau með yfirheyrslum hvern dag, en kennarinn fór að hjálpa þeim við vinnuna og tók tillit til þess að börnin eru misjöfn. Ströng skipting á námsefni í námsgreinar hefur tilhneigingu til að stöðva hugsana þjálfun og áhuga og hindra börn í því að skilja sam- eiginleg undirstöðu atriði í lausn vandamála. Börnin verða að fá að skipu- leggja hvenær þau vinna verk sem þeim hefur verið úthlutað og einn- ig að hafa tíma til að verja ril eigin áhugamála eða hópvinnu eftir því sem þau kjósa sjálf. Reynt er að láta sem flesta þætti náms koma fram í því verkefni, sem unnið er með auk frjálsrar vinnu. Með nám í undirstöðutækni eins og lestri, skrift og reikningi er oft unnið í smá hópum. Oft er ein- staklings nlsögn framkvæmd af eldri félögam. Áhersla er lögð á að búa börnunum skapandi um- hverfi vegna þess að það ráði í raun námsefninu. Ekki sé hægt að ætlast til, að börn fái áhuga fyrir efni sem þau hafa aldrei séð, heyrt, revnt né ímyndað sér. LÓÐRÉTT RÖÐUN — FJÖLSKYLDUHÓPUR. Lóðrétta blöndunin þ.e. hafa saman fleiri aldursárganga, auð- veldaði bæði einstaklingskennsl- una og sjálfsnámið og einnig notk- un umhverfisins vegna þess að á- hugasviðin voru dreifðari. Allt þetta sáu menn nú í nýju ljósi, nefnilega í viðurkenningunni á einstaklingsmun og í ljósi þeirra athugana, sem sýnt höfðu fram á hvernig hörn þroskast og hvern- ig börn læra og hvað það er í raun lítið bundið jöfnum aldri. Aukin sálfræðileg þekking á þörfum einstaklinga hefur einnig sýnt fram á nauðsyn sveigjanleika í skipulagi. Sveigjanleiki er einn megin þáttur í því að gera barni HGEGGEEGGEGGEGGEGSGEGEGGGEEEE FYRI/i GLUGGANA FRÁ..... GuiGGnum Grensdsvegi 12 simi 36625 m GGEEEEEEEEEEEE EEEEEEEE EEEGEG13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.