Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 12
Verknám aö iöfnu Nú i haust tekur fjölbrauta- skólinn i Breiöholti til starfa, og veröur hann fyrsti skólinn hér- lendis, sem frá upphafi hefur veriö skipulagöur sem samein- aöur framhaldsskóli. Skólinn er ætlaöur ungmennum úr breiöholtshverfunum þremur á aldrinum sextán ára til tvitugs, en I vetur starfar hann aö sjálf- sögöu aöeins á fyrsta ári, svo aö flestir nemendur hans verða sextán til sautján ára og i allt eitt- hvað á þriöja hundraö. Eins og nafniö gefur til kynna er unnt að velja um margar námsbrautir innan skólans, og mislangan tima tekur aö ljúka þeim. Sumar námsbrautir taka aðeins tvö ár, aörar þrjú ár og enn aörar fjögur ár. bá er einnig hugsanlegt, aö innan skólans verði námsbrautir, sem aöeins tekur eitt ár að ljúka. 1 fjölbrautaskólanum skal verknám og bóknám lagt aö jöfnu, og kapp veröur lagt á þaö i fjölbrautaskólanum i Breiöholti að búa á engan hátt siöur aö verk- námi en bóknámi. Þá verður einnig meö öllum ráöum reynt aö tryggja það, aö menntunin i skól- anum tryggi nemendum réttindi og þjálfun til þess aö hefja störf i mörgum greinum atvinnulifsins. Þegar f jölbrautaskólinn i Breiðholti veröur fullgeröur, er áætlað, að deildir hans verði fimmtán: íslenskudeild, erlend máladeild, stæröfræöideild, eölis- og efnafræðideild, náttúru- fræöideild, samfélags- og uppeldisdeild, viöskiptadeild, heimilisfræöadeild, iðnaöar- og iöjudeild, sjóvinnudeild, mynd- og handmenntadeild lista- og tónmenntadeild, félags- og tómstundadeild, iþróttadeild og sérkennsludeild, en í upphafi verður fjölbreytnin i skólanum ekki eins mikil, einkum vegna þess aö nemendur eru ekki nógu margir til þess að unnt sé aö veita svona marga valkosti, og eins er skólinn enn i mótun, enda er hann tilraunaskóli. 1 vetur verður námsbrautum i fjölbrautaskólanum i Breiðholti skipað niöur i fjögur aöalsviö, og eru þrjár námsbrautír innan hvers sviðs. Sviðin eru þessi: 1) menntaskólasvið, 2) iðnfræöslu- sviö, 3) viöskiptasvið, 4) samfélags- og uppeldissvið. Námsbrautir innan menntaskóla- sviðs verða þessar: a) tungumálabraut, b) náttúru- fræðibraut, c) eðlisfræðibraut. Innan iðnfræöslusviðs verða þessar brautir: a) málmiðnir, b) tréiðnir, c) snyrtiiönir. Innan viðskiptasviös verða þessar brautir: a) búðarstörf — sölu- fræöi, b) skrifstofustörf, — stjórnun, d) skrifstofustörf — einkaritaranám. Innan sam- félags — og uppeldissviös ver-öa eftirtaldar brautir: a) heilsu- gæslunám — sjúkraliðanám, b) heimilisfræöi og handmenntir, d) undirbúningur almenns gagn- fræöaprófs, en þar sem gagn- fræöapróf verður siöast tekiö á landinu næsta vor, mun sú braut aðeins verða við skóiann i vetur. Þessi upptalning segir vita- skuld ekki nema litiö eitt um eöli skólans og tilgang, og þvi tókum viö Guömund Sveinsson skóla- meistara fjölbrautaskólans 1 Breiöholti tali og inntum hann nánar eftir skólanum og fyrirhug- uöu starfi þar. — Hver eru tildrög þess, aö fjölbrautaskólinn i Breiöhoiti var stofnaöur? — Ariö 1970 hreyföi Kristján J. Gunnarsson þáverandi formaöur fræösluráös Reykjavikur og jafn- framt fulltrúi i borgarstjórn fyrst þeirri hugmynd, aö leyfi yröi fengiö til þess aö stofna i Reykja- vik þaö, sem hann kallaði sameinaöan framhaldsskóla, og bar fram tillögu þar að lútandi I borgarstjórn. Hugmynd Kristj- áns var sú, að innan þessa skóla yröu margar námsbrautir — svo sem iönfræöslubrautir, viöskipta- brautir og heimilisfræðabrautir auk menntaskólabrauta. Tillaga þessi fékk jákvæöa afgreiöslu i borgarstjórn, og þá réöi fræöslu- skrifstofa Reykjavikur Jóhann Hannesson fyrrverandi skólameistara menntaskólans á Laugarvatni til þess aö vinna aö tillögugerð og undirbúningi þessa skóla. Hann skilar siðan áliti á miöju ári 1971 og nefnir álitsgerö sina: Sameinaður framhaldsskóli — tillögur og greinargerð fræösluráös Reykjavikur um stofnun tilraunaskóla á gagn- fræða- og menntaskólastigi. Nokkuö samtimis þvi sem Jóhann vann að þessari álitsgerö starfaöi á vegum menntamálaráöu- neytisins svokölluð verk- og tæknimenntunarnefnd undir for- sæti Andra Isakssonar, og hún skilaði álitsgerö um svipaö leyti og Jóhann. I þeirri álitsgerö er gert ráð fyrir þrenns konar lausn á verk- og tæknimenntun: skammtima lausn, millilausn og langdrægri lausn, og samkvæmt álitsgerð þeirra er taliö eölilegt, aö árið 1982 veröi langdræga lausnin komin til framkvæmda i þvi, sem þeir nefna samræmdan framhaldsskóla. Þarna koma semsé fram tvö hugtök um sömu skólagerðina — sameinaður framhaldsskóli og samræmdur framhaldsskóli. — A grundvelli þessara álits- geröa vildi Reykjavikurborg þvi fá aö setja á stofn tilraunaskóla meö þessu sniöi, en fyrir þvi var ekki lagagrundvöllur þá. Þvi var sett á laggirnar nefnd á vegum Reykjavíkurborgar og mennt- málaráöuneytisins til þess aö semja lög um skólann, og þau lög voru siðan samþykkt á alþingi 5. april 1973 og staöfest nokkrum dögum siöar. Upphaf þessara laga er, aö stofna skuli tilrauna- skóla á vegum menntamálaráöu- neytisins og Reykjavikurborgar, sem kallast skuli fjölbrautaskóli. Þá kemur fram þetta heiti á skólageröinni, sem siöan hefur veriö haldiö. Lögin fjalla siöan um þennan eina skóla og hvernig aö stofnun hans skuli staöiö, en auk þess er i lögunum sérstök grein, sem heimilar mennta- málaráöuneytinu aö gera hliö- stæöan samning viö önnur sveitarfélög. — Hverjar eru helstu fyrir- IGNI IGMS IGNIS Nú ffylgir ekki kjötskrokkur meö í IGNIS kistunni... En við bjóöum betro verð en aðrir. Nýjar sendingar komnar, einnig úr rvðffríu sfúli að innan. RAFIÐJAN RAFTORG

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.