Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 11
líta á sig ekki síður sem uppal- endur en fræðara. Markmiðið var ekki lengur að útskrifa sem flesta nemendur með tölur upp á ágætis einkunn eða að koma í veg fyrir að nokkur télli á barnaprófi. Peir fóru nú að leita meiri samvinnu sín á milli og kannski lærðu það beinlínis af börnunum. Pað varð eins með kennarana og börnin, þegar þeir voru ekki lengur lok- aðir inni í sínum þrönga bás, bundnir hinu stranga skipulagi jókst samvinna þeirra að mun. Þeir höfðu samvinnu um útbúnað verkefna og fengu þannig. fram meiri fjölbreytni. Þeim gafst kost- ur á að ræða sín eigin vandamál og fá aðstoð við lausn þeirra. Þeir voru ekki lengur einir, þeir höfðu samstarfsmenn. Skóla- byggingar sem miða við opið skipulag gera ráð fyrir stórum svæðum sem skipulögð eru sam- eiginlega fyrir marga hópa (venju- lega 2—6). Kennararnir skiptast á vinnu j á svæðunum og sinna þar öllum ! nemendum þó þeir tilheyri ekki þeirra hópi. Nemendurnir kynnast þannig fleiri fullorðnum og eiga samskipti við þá án þess það þyrfti að slíta sundur námsefni. Engu að síður ber hver kennari i ábyrgð á sínum hópi. Skólinn lít- ur svo á að bæði sé það nauðsyn- legt barnanna vegna, að þau eigi sér heimili innan skólans sem skapi þeim öryggi og svo eigi foreldrarnir rétt á því að geta leitað til einhvers eins aðila inn- an skólans sem þekki barnið þeirra og þau geti leitað upplýs- inga hjá og rætt við. í þessum samvinnuhópum sem nefndir hafa verið, kenna allir allt, eða segja til, svo notuð sé gömul íslensk skilgreining á kennslu. Hugsunin í opna kerfinu er sú, að kennar- anum sé nauðsynlegt að kynnast einstaklingnum sem best og til . þess þurfi hann að vinna með honum í sem flestum greinum. Hjálparfólk er jafnan ráðið til að- stoðar kennurunum. Er það gert með tilliti til þess, að kennararnir geti verið sem mest með börnun- um. ótal verkefni falla til í opna kerfinu svo sem búnaður verk- efna, tiltekt, eftirlit með tækjum og aðstoð við bakstur o. fl. Hjálp- arfólkið sinnir oft yngstu börn: unum t.d. með sögulestri eða hljómplötuleik. Starf skólastjór- ans í opnu kerfi verður tnjög lifandi og í náinni snertingu við almenna vinnu í skólanum. Hann er ávallt með í skipulagningunni. Hann hefur greiðan aðgang að verkefnum sem börnin hafa gert og getur án þess að valda nokk- urri truflun fylgst með bæði störf- um nemenda og kennara. Um einstaklingskennsluna er ekki ástæða til að ræða mikið. Það starfsfyrirkomulag, sem leit- ast hefur verið við að lýsa og sú heimspeki sem byggt er á hlýtur að leiða ti'l þess að nemendum er sinnt einstaklingslega þó hóp- kennslan sé notuð að nokkru. Sjálfsnám verður ríkjandi þáttur og nemendurnir læra án þess að kennarinn standi yfir þeim. Þeir þurfa mis mikið á aðstoð kennar- ans að halda og líkur eru því til að þeir sem þurfa hennar mest við fái hana mesta. Virkni nem- enda í opnu kerfi er mikil og þeir geta unnið með þeim hraða sem þeim er eðlilegur. Þetta þýðir þó ekki, að ekki þurfi á stundum að ýta við einstaka barni og hvetja. MARKMIÐ: Hvernig sem ^ fyrirkomulag skóla annars er hljóta þeir sem þar starfa að gera sér grein fyrir hvert markmiðið með starfi þeirra á að vera. Mig langar til að taka hér upp úr markmiðsgrein laga um grunnskóla frá s.l. ári. f gr. nr. 2 segir m.a. „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.“ Þarna er gefin bending um skoðun ríkis- ins á hlutverki skóla og því er okkar að finna leiðir til að nálg- ast það mark. 'Því það er eins og endranær, að framkvæmd laganna skiptir mestu máli. Stephan G. Stephansson setti fram fyrir einum mannsaldri í sinni alkunnu stöku: „Pitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða, ' bvassan skilning, haga hönd. hjartað sanna og góða." lýsingu á því í hverju sönn mennt- un væri fólgin. Vonandi er að sú hugsun nái nú fótfestu í skóla- starfinu. Kári Arnórsson. Nýjar gerðir af 7Jlii{iisiro vasareiknivélum. M36 M64 M65 M75 i. _ __ PENNAVIÐGERÐIN Með minni og sjálfvirkri verðlaqningu Með kvaðratrót Með 1/x,'\Æ,x2, og sjálfvirkri +/—,% prósentu og minni. Fyrir tækni og vísindareikning. ingólfsstræti 2, simi 1 3271.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.