Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.12.1975, Side 7

Vikan - 29.12.1975, Side 7
Malsalurinn. Pögnin þar er jafn- mikil, hvort sem hann er mann- auður eda fimmtíu munkar sit/a þar að snæðingi. Ur klausturgarðtnum við blátt áfiitm finna tímaleysið þarna. Þarna er heimur næstum án allra verald'egra gæða. Nægju- semin og strangleikinn setja mest- an svip á þessa munkareglu. Og þarna vitnar ífllt um veraldlega fátækt og aga. Tíminn hverfur næstum þarna inni — hverfur í súlnagöngunum og hvelfingunum. Okkur er fylgt gegnum endalausa 'ganga um veröld, sem okkur tekst vart að komast í nokkurt sam- band við. Innan ntúranna eru sögð sem fæst orð. Nokkrar hreyfingar og svipbrigði, og munkarnir skilja hver annan. f kapellunni heyrist þó öðru hverju lágvært muldur frá biðjandi munki. Annars eru mennirnir þarna næstum eins og skuggar. Bróðir Salvador er varfærinn. Hann ber varlega að dyrum, áður en hann opnar þær. Hann hneigir sig um leið og við göngum inn í sali, þar sem munkar eru við vinnu. Ýtnist hverfa þeir á braut, þegar við, komum, eða þeir láta sem þeir taki ekki eftir konui okkar. Líklega höfum við ekkert hér að gera. Og samt er bróðir Salvador mikill gestgjafi. Hann vill sýna okkur allt í krók og kring. Hann hvíslar upplýsingarnar út um annað munnvikið. — Fyrirgefið hvað ég tala lágt, en ég er vanur því. Hér tölum við því aðeins, að það sé bráðnauðsyn- legt vegna vinnunnar. Við leitum kyrrðar og friðar bæði hið ytra og innra. Sumir okkar hafa verið hér í tuttugu til þrjátíu ár, án þess að hafa nokkurn tíma skipst á orðum við hina munkana. Bróðir Salvador fylgir okkur frá einu herbergi til annars, klæddur síða kuflinum jsínum og með stóru lyklakippuna í hendinni. . — Ég er nokkurs konar ,,skrif- stofustjóri" hér í klaustrinu, hvísl- ar hann. — Pess vegna hef ég svo- lítið samband við heiminn utan múranna. Af söntu ástæðu hef ég fengið levfi ábótans til þess að tala við ykkur. I klaustri, þar sem eru fimmtíu til sextíu nuink- ar, þarf að útvega margt ,utan klausturveggjanna. Við höfum stóran garð. og við höfum liúsdýr. Við fáum mörg bréf, sem þarf að svara. Fyrir ekki ýkja löngu skrifaði norskur námsmaður, sem býr hér á Spáni, okkur og bað utn að fá að dveljast í klaustrinu í viku. Hann leitaði ekki einungis friðar og einbeitingtíf, heldur þóttist hann vita, að í bókasáfhi okkar væru bækur, sem hann ' þurfti á að halda við nám sitt. Ég sá enga ástæðu til þess að neita honum um þetta. Andrúmsloftið hér í klaustrinu getur komið öllum, sem andleg störf iðka, að góðu haldi. Ég taldi það ekki skipta máli, þótt hann væri ekki kaþólsk- ur, en að sjálfsögðu verður hon- um haldið utan við daglegt líf í klaustrinu. í matsalnum er verið að undir- búa kvöldverðinn. Tveir bræður í vinnukuflum leggja blikk- diska, glös, borðvínsflöskur og vatnskönnur á borðið. Peir leggja einnig brúnar og grófofnar serví- ettur og flatan trégaffal við hvert sæti. Allir eru gafflarnir merktir með nafni. A borðið fara einnig litlar ediks- og olíuflöskur. Petta er stór salur, þar er hátt til lofts, og gluggarnir eru hátt á veggjum, svo lýsingin er dauf. Meðfram langveggjunum eru borð. Borðplöturnar eru þvkkar, en hvítþvegnar. Enginn dúkur er á borðurn, ekkert skraut. Daufur klukkusláttur kallar munkana til kvöldverðar. Peir (ganga þegjandi hver til síns sætis. I’eir neyta matar síns steinþegj- andi. , Ef þeir þurfa að vekja athygli þeirra tveggja bræðra, sem þjóna til borðs, banka þeir varlega í borðið með trégaflinum. Síðan gefa þeir eldhúsbræðrunum merki með höndunum. Vatnsflaskan er tóm. — Líti venjulegur maður á líf okkar, hlýtur honum að finnast það ákaflega erfitt, segir bróðir Salvador. — Cisterciensreglan legeur áherslu á aga, nægjusemi og fátækt. Við teljum það fstyrk okkar að vera fátækir af jarðnesk- um gæðum. Við neytum hvorki kjöts, fisks né eggja, heldur að- eins grænmetis, ávaxta og bauna. Einfaldur matur, og mér fellur hann vel. Ég er búinn að vera hér í átján ár og er að verða fertugur. Ég er vanur þessu, og mér finnst þetta fullkomlega eðlilegt. Matur- ínn er til að seðja sultinn, en hann á ekki að vera peitt þýðingarmik- \ 52. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.