Vikan

Útgáva

Vikan - 29.12.1975, Síða 12

Vikan - 29.12.1975, Síða 12
PASSAP DUÖMATIC Eina prjónavéiin/ sem hægt er að tengja við rafmagnsdrif Simi 26788 Dósturinn ....EN HANN MÁ HAFA TiU STELPUR. Kæri góði póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en hef alltaf ætlað mér að gera það — og nú verður loks af því.. En það er best að koma sér að efn- inu. Mamma og pabbi verða alveg vitlaus, ef þau sjá mig tala við stráka, — og ég tala nú ekki um, ef ég kæmi með strák heim. En bróðir minn, sem er einu ári yngri en ég má hafa stelpur inni hjá sér (til dæmis tíu stelpur). Mér finnst þetta alveg hryllilegt, — en þér? Svo má hann vera úti til hálftólf á kvöldin, en ég í mesta lagi til hálfellefu. Og þetta með Vogaskóla: Hvers vegna er allt í einu verið að troða menntaskóla þangað? Jæja, ég ætla núna að hætta að kvarta þetta við þig. Og svo þetta venjulega: Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvernig passa tvíburinn (stelpa) og steingeitin (strákur) saman? Vertu blessuð að sinni. Ein sem ér einmana. P.S. Ég vona að þetta bréf lendi ekki I rusiakörfunni frægu (er hún ekki full?). Póstinum finnst alls ekki sanngjarnt að leyfa honum litla bróður þínum að vera lengur úti. Hins vegar er það ólíkt hættuminna að láta hann Ihafa tíu stelþur inni hjá sér heldur en eina. Svo kannski þú œttir næst að reyna að fá að hafa fimm stráka inni hjá þér. Ef til vill verða þá foreldrar þínir rólegri en áður. Ertu nú alveg viss um að hann bróðir þinn fái að hafa TÍU stelpur inni hjá sér? Hann hlýtur þá að hafa fremur stórt herbergi. Saga þín virðist fremur ótrúleg, nú á þessum síðustu og bestu kven- réttindatímum. Ertu nú alveg viss um að þú hafir sagt alveg satt og rétt frá öllum málavöxtum? Ég gæti trúað að þú værir ekki fyllilega sanngjörn í garð joreldra þinna. Sennilega hefur verið full þörf fyrir menntaskóla í hverfinu. Skriftin lýsir bæði hreinskilni og fljótfærni. Sagt er að tvíburastelþa sé heldur hvikul fyrir steingeitarstrák. Kuslafatan er tœmd reglulega og tekur því endalaust við bréfum. TVÆR HÖRMULEGA MJÖAR, HRIFNAR AF TVEIMUR.... Hæ Póstur! Við erum hér tvær stelpur af suðurlandi. Við erum þrettán ára og hörmulega mjóar. Nú ætlum við að leggja fyrir þig spurningar: 1. Hvernig eigum við, að fara að því að fita okkur? 2. Við efum hrifnar af tveimur strákum, hvernig eigum við að nálgast þá? 3. Hvernig fara mærin (stelpa) og bogmaður (strákur) saman, en drekastrákur og bogmannsstelpa? Fyrirfram þakkir fyrir birtinguna. M.J, og K.S. Jahérna! Margt er mannanna bölið. Sumir eru of feitir, aðrir of mjóir, með alltof stóran sitjanda.... Það er nokkuð augljóst að ekki eru allir eins. Þess vegna er það ekki svo mjög mikilvægt að hafa hina einu og réttu þyngd. Ef þið eruð ákveðnar í að fita ykkur ættuð þið að verða ykkur úti um Vikurnar, sem komu út fyrst eftir áramót í fyrra. Þar var Vikan með heljarmik- inn megrunarkúr. Forðist síðan það, sem þátttakendum í megrunarkúrn- um var ráðlagt að gera, en fram- kvæmið það, sem alls ekki mátti gera í kúrnum. Það hlýtur að bera einhvern árangur. Þetta með strákana. Eelið ykkur bak við næsta skúr, þegar þið vitið að þeir eiga leið hjá. Takið síðan undir ykkur stökk og... Nei annars, bíðið í þrjú ár. Þrettán ár eru nú ekki svo mjög hár aldur. Látið ykkur bara dreyma um þá, það er oft miklu meira sþenn- andi. Um bogmann og meyju er það 12 VIKAN 52.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.