Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.12.1975, Side 15

Vikan - 29.12.1975, Side 15
ÓRIB1975? það upp á frábæra franynistöðu Inúkhópsins. Þá talaði völvan um dauðsföll nokkurra af ágætustu sonum þjóðarinnar, sem kvaddir yrðu með viðhöfn og virðuleika, og koma þá fyrst í hugann lát merkismannanna Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Ætti þessi upptalning að nægja því til sönn- unar, að völvan okkar reyndist sannspá eins og fyrri daginn, því flest það, sem hún sagði um innanlandsmálefni, kom á daginn. Hins vegar gekk henni öllu verr með alþjóðamálin, enda hefur hún sagt það fyrr, að henni gangi því verr að ráða í atburði, sem þeir séu fjær sér. En nú er árið 1975 senn ,,á fljúgandi ferð liðið hjá", og þótt sjálfsagt sé og oft skemmtilegt að líta til baka, þá erum við nú ekki síður með hugann við framtíðina, hvað hún muni bera í skauti sér. Hvers er spurt á þessum tímamótum? Flestum koma eflaust fyrst í hug stórmál eins og landhelgismálið og efnahagur þjóðarinnar. Verður um einhverja lausn að ræða i deilu okkar við breta? Tekst okkur að leysa efna- hagsvandann að einhverju marki? Verður frið- vænlegt á vinnumarkaðinum? Eða á stjórn- málasviðinu? Hvernig verður árið til lands og sjávar? Færir það okkur hagsæld eða vesöld? Gott eða vont veður? Mikinn eða lítinn afla? Verðum við fyrir einhverjum áföllum, stórslys- um, náttúruhamförum? Við kunnum engin svör við slíkum spurn- ingum, flest okkar. En við leitum svara hjá völvu Vikunnar. Hvernig verður árið 1976? * íhugunar, hvort sem það verður nú að mestu á bak við tjöldin eða opinberlega. Ef opinbera leiðin verður valin, þá hefur það mjög harkaleg áhrif. — Það verður mikið um innbyrðis átök í stjórnmálaflokkunum, einkum þó einum þeirra líklega þeim stærsta. Flokkurinn skiptist í þrjár fylkingar, sem berjast hatrammlega um völdin, og mun sú deila leiða til einhverra manna- skipta í valdastöðum, en ekki verður þessi deila til lykta leidd á árinu. Minni flokkar gera tilraunir til þess að efla starfsemi sína, sameining verður rædd af fullri alvöru hjá þeim minnstu. Einn minnsti stjórnmálaflokk- urinn lendir í miklum fjárhagsörðugleikum, og búast má við, að við verðum einu dagblaði fátækari á árinu. Nýr stjórnmálaflokkur verður stofnaður. — Einhver breyting á sér stað í rikisstjórn- inni, ég hef trú á því, að við fáum aö sjá að minnsta kosti einn nýjan mann í ráðherra- stóli, jafnvel fleiri. Og á árinu kemur glöggt í Ijós, hver er sterki maðurinn í ríkisstjórninni. — Einhvers konar árekstur verður á milli landans og hersins á Keflavíkurflugvelli. Ekki get ég skýrt það nánar, en vera má, að það sé eitthvað í sambandi við deilu íslendinga og breta. — En hvað um atvinnumál okkar og vinnu- þeilur? Verður ófriður á vinnumarkaðinum? Það verða átök á vinnumarkaðinum, en ég er ekki viss um, að þáð verði verkföll, að minnsta kosti ekki víðtæk verkföll, og ef svo færi, að allsherjarverkfall skylli á, þá verður það alla vega mjög skammvinnt. En það verða ein- hver tiltölulega fámenn félög, sem eiga í lang- vinnum deilum. Á næsta ári fer að gæta afleiðinga af samdrætti íbyggingariðnaði. Húsnæðisskortur verður áberandi, og yerður mikið um það rætt. Lánamál námsmanna verða áfram til umræðu, og á ég ekki von á því, að þeirra mál leysist á viðunandi hátt. — Mikið verður rætt um opinberan rekstur á árinu. Verða deilur í sambandi við yfirmanna- skipti í einni opinberri stofnun og talsvert sögu- legt í kringum það. Ein opinber stofnun verður hreinlega lögð niður. Og.enn ein stofnun verð- ur bendluð við fjármálahneyksli. — Árið 1975 var nefnt kvennaár, og bíða víst margir þess með óþreyju, að sljákki eitt- hvað í kvenfólkinu. Áttu von á því, að það dragi sig í hlé árið 1976? — Ekki aldeilis. Konan er bara rétt að vakna. Jafnrétti kynjanna verður ekki stað- reynd á einu ári, og konur þurfa miklu lengri tíma til að ná fótfestu í heimi karlmann- anna. Þetta ár, sem nú er að kveðja, hefur orðið konum mikil hvatning, og þær láta til sín taka á næsta ári. Að minnsta kosti einn sögulegur fundur verður haldinn, þar sem konur verða einráðar, eða að minnsta kosti mikils ráðandi. — Hvað geturðu sagt okkur um veðurfar og náttúruhamfarir? — Veðurfar verður ekki ólíkt og á síð- asta ári, nema sunnlendingar þurfa ekki að kvíða jafnmiklum óþurrkum. Og við fáum að vita af náttúruhamförum. Ég þori nú varla að nefna eldgos í því sambandi, en ekki kæmi mér á óvart, þótt jörðin opnaðist. En ég vil hvorki spá nánar um náttúruhamfarir né slysfarir, fólk getur misskilið hlutina eða fyllst skelfingu, og hverju erum við bættari með því. — Við skulum heldur tala um menningar- lífið, sem verður afar biómlegt árið 1976, og það á flestum sviðum. I deilunni um mynd- listarhúsið á Miklatúni verður knúin fram lausn, sem aðilar geta sæmilega sætt sig við, og að minnsta kosti ein myndlistarsýning verður til sérstakra tíðinda talin. Tónlistar- líf verður mjög blómlegt, og munu íslenskir tónlistarmenn bera hróður landsins víða. — Islenskir íþróttamenn geta einnig litið björtum augum til næsta árs, þeir koma til með að standa sig vel hér heima og erlendis, þótt þar beri að vísu skugga á. Þeir verða nefnilega að sætta sig við að minnsta kosti eitt smánarlegt tap ég segi ekki í hvaða grein — Ég hef trú á því, að kven- fólkið láti meira til sín taka í íþróttum á næsta ári en verið hefur, og þar skýtur ein stjarna upp kollinum, sennilega í sundi. — Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson standa sig báðir vel í skákinni, og annar þeirra nær fyrsta sæti í skákmóti á erlendri grund. — Mér hefur nú ekki alltaf tekist jafnvel að spá um erlendan viðburði, en ég er sann- færð um það, að við fáum stórfréttir frá Kína á árinu, sennilega kveður Maó for- maður þennan heim, og einhver átök verða um eftirmann hans. Þá verður Indland einnig mikið í fréttunum, og kæmi mér ekki á óvart, þótt Indira Gandhi ætti í vök að verjast, jafn- vel ekki útilokað, að hún fái reisupassann. Spánn verður mikið í fréttunum, en sennilega tekst hinum nýja konungi að halda þannig á málum, að ekki skapist vandræðaástand. í árslok fáum við slæmar fréttir frá Júgó- slavíu. Og það verður afskaplega heitt í kol- unum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vonandi þó ekki stríð. — Bandaríkin verða náttúrlega mikið í fréttunum vegna forsetakosninganna. Nýr maður skýtur upp kollinum, sem reynist Ford skeinuhættur, eri ég spái þó Ford sigri í þessum kosningum. Ég hef ekki trú á því, að Edvard Kennedy gefi kost á sér, en Kennedy- fjölskyldan verður talsvert í sviðsljósinu. Jackie Kennedy Onassis giftist í þriðja sinn á árinu. — Konunglegt brúðkaup á sér stab í Bretlandi, sennilega er það sjálfur ríkisarfinn, sem loksins festir ráð sitt. Það verður mikið um dýrðir. Ég spáði víst brúðkaupi svía- (jonungs á þessu ári, sem ekki hefur ræst epn. Hann hlýtur þá að drífa í því árið 1976. — Ég held ég láti hér með staðar numið, þótt margt sé ótalið, en vil að lokum láta í Ijósi það álit, að árið 1976 verði til blessunar og hagsældar, þegar það verður síðar meir skoðað í Ijósi sögunnar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.