Vikan

Issue

Vikan - 29.12.1975, Page 20

Vikan - 29.12.1975, Page 20
hel c/sacaN u Nú var kominn tími til að skreyta hýbýli og_útihús með nýjum greni- greinum *með komandi jólahátíð i huga. Og tími var kominn til að skrifa með hvítri krít upphafs- stafina á nöfnum vitringanna þriggja, K, M, og B á öll garðs- hlið og húsdyr, því nöfn vitring- anna voru Kaspar, Melchior og Balthasar. Varla er hægt að segja, að þessi nöfn geti kallast austurlensk, því varla hafa vitringar austurlanda verið nefndir svo germönskum nöfnum. Einnig hefur ríkt nokkur vafi á uppruna þessara manna frá alda öðli, hvort þeir voru kóngar eða bara einhverjar ævintýrapersón- ur, sem þjóðsagan hefur gert að vitringum eða helgum mönnum. En látum svo vera. I þessu fallega alpalandslagi, þar scm þessi saga gerist og þar sem hún — þú ræður hvort þú trúir því — átti scr stað í veruleikanum, þar var það bjargföst trú manna, að mennirn- ir þrír, Kaspar, Melchior og Balth- asar, hefðu verið konungbornir. Og þetta árið átti allt að fara fram eins og árin áður. Hannes krár- eigandans átti að leika Kaspar. Hlutverk Melchiors var leikið af Karli skósmiðsins, en pabbi hans leigði líka út báta á sumrin og smíðaði sparibauka um vetur. En svarta kónginn Balthasar átti Gcorge Zimmermann að leika þriðja árið í röð, og það hafði líka sínar orsakir, því pabbi hans gengdi þcirri virðingarverðu stöðu að vera yfirsótari bæjarfélagsins. Eiginlega var nú ekki alveg rétt- látt, að þessir þrír drengir yrðu einnig kóngar þetta árið. Því þegar heilögu kóngarnir þrír — fagurlcga skreyttir með gullkórónum og gyllt- um stjörnustöfum — gengu virðu- legum skrefum um þorpið, þá rigndi yfir þá kökum, hnetum, appclsínum og cplum, sem sett var t pokann, scm Kaspar, sam- kvæmt gamalli hefð, hafði á bak- inu. Margir þorpsbúa gáfu þeim einnig dálítið af smápeningum, þótt þcir vissu, að sllkt tilheyrði ekki hclgisögunni. Og vissulega bar kóngunum þremur að skipta inni- haldi pokans milli allra barna í þorpinu, cn það var samt látið kyrrt liggja, að þeir sjálfir tækju bróð- urpartinn. Og þrátt fyrir það að fyrirfram væri vitað, að ekki færi allt fram samkvæmt reglunum, þá bættist það nú við, að rétt fyrir jól varð óvænt lítils háttar stjórnarkrcppa I ríki kónganna þriggja, þar sem George sótarans þurfti óvænt að fara til ömmu sinnar ,sem bjó í næsta þorpi. Og þannig varð það, að aðeins tveir af hinum þrem útvöldu voru til staðar, sem bæði var ókristilegt og alls ekki sam- kvæmt viðteknum venjum ríkisins. Hannes kráreigandans, sem i krafti aldurs síns, ríkisdæmis og afls- muna var hinn sjálfkjörni fyrirliði kallaði saman sína trygglyndu áhangendur við víkina hjá báta- húsi Ottós skósmiðs. Nokkrir drengjanna í þorpinu voru að reyna burðarþol íssins, en auðvitað aðeins inni við strönd- ina við bátahúsin. Þegar þeir renndu sér framhjá, þar sem Hann- es kráareigandans og hans útvöldu stóðu saman og ráðguðust, stað- næmdust þeir dálitla stund, vögg- uðu til og frá á skautunum, og hlustuðu á bollaleggingar þeirra. Þegar nöfn allra sem nefndir höfðu komið fram blandaði einn skautahlauparanna sér í samræð- urnar og mælti með syni Maríu Bichler, sem kallaður var Johnny, þar sem hann hefði góða söng- rödd og mundi hæfa ágætlega I hlutverk márakonungs. — Þið þurfið ekki einu sinni að sverta hann í framan sagði skauta- hlauparinn um leið og hann yfirgaf hópinn í jafn mikilli skyndingu og Eris gyðja sundurlyndisins þegar hún hafði kastað þrætueplinu sínu meðal gyðjanna í brúðkaupssal Pol- cusar. Hingað til hafði enginn munað eftir Johnny. Allirstörðu nú ájohnny.jú, það var mikið rétt. Hann þurfti enga skósvcrtu til þess að leika hlutverk márans. Því að sonur Maríu Bichler var svartur.... í fæðingarvottorðinu stóð nafnið Hans Friedrich Bichler, en hann var aldrei kallaður annað en Johnny, þar scm samsetningin .Johnny” og ..Bichler” þótti svo dæmalaust fyndin og svo var það alþekkt regla, að negrar hétu Johnny, eða ættu að minnsta kosti að heita það. Það töldu mcnn í þorpinu. Vafalaust hafði pabbi hans líka heitið Johnny, og hann var einn þeirra mörgu dáta, sem eitt sinn höfðu hernumið landið og sem fyrir fjórtán árum hafði snúið aftur til Ameríku, þar sem hann leitaði frámtíðar, sem enginn í alpafjöll- unum þekkti nokkuð til. — Það skal aldrei verða, sagði Hannes kráreigandans, sem fyrstur varð til að segja eitthvað. — Það passar ekki, sagði annar — Johnny kóngur! — Og heilagur I þokkabót, sagði sá þriðji. — Hann, sem engyn pabba á... — Ef hann verður með, þá fáum við alls ekkert í pokann, bætti Karl skósmiðsins við, sem var veraldlega sinnaður. —- Nei, við tökum Anton málar- ans ákvað Hannes. Reyndar hafði hann löngu ákveðið það. Johnny stóð til hliðar við báta- skýlið. Hann steinþagði, sparkaði aðeins fast í vegginn. Hann mundi daginn sem hann sá sjálfan sig í fyrsta sinn í spegli og komst að því að hann var svartur. Þá hafði hann reynt að þvo í burtu svarta litinn. Seinna hafði hann bara grátið. Og eftir það hafði hann ekki grátið meira. Svarta litinn var ekki hægt að þvo í burtu. Kóngarnir heilögu höfðu þegar heimsótt mörg hús i þorpinu, sýnt jötuna sína, sungið sálmana og fengið heilmikið í pokann. En þá tók að skyggja einmitt þegar þeir áttu bestu húsin eftir. Hannes stakk upp á, að þeir færu strax upp að höllinni, því þar voru þeir vanir að fá kökur, konfekt og app- elsínur og einn silfurpening á hvern kóng. Og þess vegna var það, að þeir lögðu af stað i rökkrinu upp frá þorpinu og tóku að klífa brattan og erfiðan alpastiginn. Þegar þeir voru komnir nokkuð áleiðis, sagði Hannes kráreigand- ans: — Komdu og hjálpaðu mér! Orðunum var beint til Antons malarans, sem alltaf var reiðubúinn að þjóna Hannesi. Anton kleif hlýðinn nær og ætlaði einmitt að fara að taka i pokann, en hann hlýtur að hafa hreyft sig eitthvað ógætilega, því hann greip í tómt. Hann datt kylliflatur og valt spöl- korn niður fjallshliðina. — Stattu upp, drengur, hrópaði Hannes kráreigandans sem var æst- ur að halda áfram, áðyr en myrkr- ið skylli algjörlega á. Anton reyndi að standa upp, en tókst það ekki. Hann fann svo mikið til í hægri öklanum, að hann hafði aldrei fundið annað eins, jafnvel þótt hann hefði verið skorinn upp bæði við botnlanga- bólgu og nýrnasteinum. Hann hefði grátið upphátt, hefði hann ekki skammast sin fyrir aumingja- skapinn. Hinir tveir klifruðu varlega niður og beygðu sig yfir hann. — Hann hefur liklega fótbrotn- að, hvíslaði Karl skósmiðsins. — Fjandinn sjálfur! hraut út úr Hannesi kráreigandans, sem virt- ist alveg hafa gleymt því i svip að hann var heilagur kóngur. — Heldurðu, að þú komist til hússins þarna? sagði Hannes krár- eigandans. Og sjá, nokkru neðar til hægri, var sannarlega litið hús. Það var mjög lítið hús, sem öllu frekar minnti á kofa. Hannes hafði ekki fyrr spurt en hann áttaði sig á því, að þetta var kofi Maríu Bichler, konunnar, sem þvoði og saumaði fyrir fólk. Þetta var á engan máta þægilegt fyrir hann, þvi sannleik- urinn var sá, að mamma Hannesar, eiginkona kráreigandans, hafði einu sinni rekið Mariu burt úr þorp- inu — og þar að auki bjó Johnny þar. En hann gat þó ekki látið vin sinn liggja úti í snjónum. Anton malarans teygði hendurn- ar til himins, sem bæði var hægt að skilja sem fyrirheit um hans góða vilja og einnig til merkis um ör- væntingu hans. Hann líktist litlum svörtum vængbrotnum fugli, þar sem hann lá. — Ég fer inn, sagði Karl skó- smiðsins. Maria Bichler var heima og einn- ig drengurinn hennar hann Johnny. Þau voru í þann veginn að skreyta jólatréð þótt skrautið væri lítið og tréð ennþá minna. — En...komið þið líka híngað? spurði Johnny undrandi, þegar hann kom auga á gullbryddað skraut Melchiors, og augun urðu stór og hvít. Því þegar Johnny glcnnti upp augun, þá urðu þau alltaf hvít. Víst var- Johnny bæði ágætis drengur, og duglegur. Hann hafði líka prýðilega söngrödd. En var það.verjandi að láta negrastrák, son fyrrverandi dáta í, hernámsliðinu, leika einn af kóngunum þrem? Það gat svo sannarlega ekki verið við hæfi! 20 VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.