Vikan

Útgáva

Vikan - 29.12.1975, Síða 24

Vikan - 29.12.1975, Síða 24
Það hefur stundum heyrst, lík- lega þó fremur I gamni en alvöru, að þjóðarréttur Islendinga væri nú orðinn pylsur og kók. Aldrei hefi ég nú tekið það svo alvarlega, að mér hafi til hugar komið að trúa því. En einhvern veginn er það samt svo, að pylsur eru vissulega ein mesta verslunarvara kjötvinnsluhúsanna hér, þ.e.a.s. mesta, sé miðað við einhverja eina aðra tegund kjöt- vöru. Það liggur því I hlutarins eðli, að Islendingar borða meira af pylsum heldur en nokkurri annarri ákveðinni kjötvöru. En hver skyldi ástaeðan vera? Er það vegna þess að þær eru einfaldlega svona góðar? Eða vegna þess að þær eru svo auðveldarí meðhöndlun? Diskur númer tvö? A ég að éta hann Itka, eða hvað? Pær eru allar eins á bragðið, bann settar pylsurnar. Jafnvel rauðvínið dugar ekkt'! Vegna þess að þær eru svo auð- veldar til átu (engin bein, engin sér- stök fita, fljótétnar)? Eða kannski vegna kostnaðar, miðað við annað kjöt? Kannski er það allt þetta og jafn- vel raunar fleira. Pylsur eru óneitanlega , .stabil’’ vara, hvað viðkemur gæðum. Bragðið og hráefnið er alltaf nær hið sama. Og gæðin fara eftir smekk hvers og eins. Fáar matarteg- Komdu nú með mér út á pylsubar. Ég ætla að fá mér eina m 'öllu! Nei, það er hvíldardagur t dag! undir er jafn auðvelt að matbúa. Eins og flestir vita á ekki að sjóða pylsur, heldur hita upp I vatni, sem er að suðu komið. Bara að taka úr umbúðunum og stinga I pott og bíða smástund. Ekkert að skera, ekkert að afhýða, ekkert að af- vatna, ekkert að vigta. Henda sinnepi og tómatsósu á borðið gott að hafa dálítinn niðurskorinn hráan lauk, og fyrir þá matvöndu dálítið af soðnum kartöflum — jafnvel kartöflumauk — og ef til vill bráðið smjör. Síðan sest maður við sinn disk, sker niður pylsurnar eða bitur I þær heilar — allt eftir eigin smekk, og borðar... 28 stykki, eða jafnvel 30, ef vel gengur. Okkur langaði til að vita, hve mikið einn íslendingur getur I sig látið af pylsum, svo við ákváðum að láta til skarar skrlða og stofna til pylsukappáts. Það virtist nú ekki vera svo mikill vandi og var það alls ekki svona til að byrja með. Við töluðum við nokkra helstu pylsuframleiðend- urna, Síld & Fisk, Sláturfélag Suð- urlands og Kjötafurðasölu SlS. Tveir aðrir voru upphaflega með, en mættu svo ekki til leiks, þegar til átti að taka. Þetta gekk allt saman bærilega, Uss! Hvað heldurðu, að mig munt um nokkur hundruðpylsur? 24 VIKAN 52.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.