Vikan

Issue

Vikan - 29.12.1975, Page 28

Vikan - 29.12.1975, Page 28
MARIANi Nú bærðist ekki önnur tilfinning með henni en rciði, reiði, sem ekkert nema hefnd gat svalað. Hefnd- inni ætlaði hún að koma fram undir eins. Francis hafði svikið hana, selt og niðurlægt, og fyrir það skyldi hann fá að gjalda. Hún klæddi sig rólega úr nátt- sloppnum og gagnsæja náttkjólnum, sem hún hafði ekki lengur not fyrir, en fór I þess stað í dökkgræn reið- föt. í snarhasti sneri hún hár sitt upp I vöndul við hálsinn að aftan- verðu og fór út úr herberginu. Á stigapallinum mætti henni þung- búin, næstum því þrúgandi þögn hússins, óheillavænleg bíðandi þögn, sem minnti á skóg áður en stormur skcllur á, þegar allar lifandi skepnur, kvikindi og tré virðast halda niðri í sér andanum. Hún tók um faldinn á siðu reið- pilsinu og læddist hljóðlega niður breiðan eikarstigann, lítill skuggi í skuggalegum heimi. Hún stansaði við siðasta þrepið. Alls staðar var myrkur. Hvar gat Francis verið? Hann hafði komið til Selton Hall einni klukkustundu fyrir athöfnina, og ekkert herbergi hafði verið ætlað honum til einkaafnota. Næm eyru stúlkunnar heyrðu klingja í glasi, og hún áttaði sig strax á því, hvaðan hljóðið kom. Hún gekk í áttina að dyngju frænku sinnar og opnaði dyrnar. Þarna var Francis. Hann hallaði sér aftur á bak í stórum hægindastól, og vel skóaðir fætur hans hvíldu á þorði, sem var þakið grænum ullardúk. Þar var einnig kertastjaki úr bronsi, karaffla og nokkur glös. Hann sneri baki að dyrunum og heyrði ekki er Marianne kom inn. Andartak staldr- aði hún við í dyragættinni og horfði ferskum augum á þann mann, sem hún hafði verið gefin. Sár stingur í hjartastað sagði henni, að reiði hennarog vonbrigði hefðu ekki nægt til þess að deyða ást hennar. Hann í senn heillaði hana og hratt henni frá sér eins og sú einkennilega planta, sem hún hafði séð í gróður- húsi Monmouths lávarðar I Bath. Þessi planta hafði vafið bláum fálm- urum sínum utan um bæði skor- kvikindi og lítil spendýr og étið þau. Ást hennar á honum líktist þessari óeðlilegu plöntu, og hún var ákveðin í því að rífa hana burt með rótum, jafnvel þótt hjarta hennar yrði I molum framvegis. En guð minn góður, hvað hana kenndi til. Hún leyfði sér að líta enn einu sinni á laglegt andlit eiginmanns síns, og um hana hrísluðust straumar sársauka og reiði. Við henni blöstu varir hans, sem hún hafði beðið svo innilega eftir, að myndu mæta hennar. Frammjó hönd hans hélt um vínglas, og hann sneri því kæru- leysislega, þannig að bktan frá arin- eldinum endurspeglaðist í þvi. Þessar hendur myndu aldrei láta vel að henni, enda var hún komin hingað í þeim eina ásetningi að drepa Francis Cranmere. Hún leit af eiginmanni sínum, sem lá aftur á bak, og augu hennar hvörfluðu skjótt um herbergið og námu staðar við tvö sverð, sem áttu að vera eins konar skreyting í þessari sérkennilegu dyngju. Þarna voru einnig svipur, skotvopn og sporar. Hún hafði notað þessi sverð oftar en einu sinni, er hún og gamli Dobs höfðu æft sig, en hann hafði kennt henni skylmingar. Hljóðlega seildist hún eftir öðru sverðinu, sem var sterkt og með mjóu blaði. Fingur hennar luktust um meðal- kaflann, og hún hélt því þétt í greip sinni. Hún fikraði sig hægt áfram og vissi, að brandurinn myndi auðveldlega stingast í gegnum bólstr- aða stólinn og líkama mannsins. Marianne var reiðubúin að ráðast aftan að honum, án þess að iðrast, rétt eins og böðullinn reiðir öxina hátt til höggs og gerir hinn krjúp- andi mann höfðinu styttri. Hún mundaði sverð réttlætisins. Þessi maður hafði svikið hana og marið hjarta hennar. Dauðinn var ekki annað en sanngjörn afleiðing þess. Hún beygði olnbogann, og sverðs- oddurinn nam við leðurbólstraðan stólinn. En svo lét hún höndina síga hægt. Oddurinn á sverðinu vissi niður. Hún var búin að dæma hann, en hún vildi ekki ráðast á hann með þessum hætti. Vissulega hataði hún hann af öllu afli þeirrar ástar, sem í meinum bundin er, en hún vildi ekki sýna af sér það hugleysi að drepa fórnarlamb sitt, án þess að því gæfist tækifæri til þess að verjast. Eðlislægur heiðarleiki h'ennar aftraði henni frá slikri skyndiaftöku, jafn- vel þótt Francis ætti það fyllilega skilið. Samviska hennar bauð henni að gefa þorparanum ráðrúm til þess að bera hönd fyrir höfuð sér, og allt í einu fékk hún þá hugdettu að skora hann á hólm. Marianne var einstök í skylmingum, og hún þekkti sinn eigin mátt. Hún gat gert sér góðar vonir um að sigra og drepa jafnvel hinn færasta andstæð- ing. En þótt svo færi, að Francis reyndist henni ofurefli, þá myndi hún mæta dauða sínum án þess að iðrast og taka flekklaust mannorð sitt og kæfða ást með sér í gröfina. Hún steig út fyrir skugga stóls- ins og klauf loftið með sverðinu. Er Francis heyrði hvissið, sneri hann sér við og starði á hana fullur undrunar, en jafnskjótt setti hann upp hæðnisbros. JULIETTE BENZONI 5 „Þetta er einkennileg uppákoma á brúðkaupsnóttina! Hvers konar skemmtiatriði er þetta eiginlega?” Var þetta allt og sumt, sem hann hafði fram að færa eftir svívirðilega framkomu sína? Hann kunni ekki einu sinni að skammast sín. Nei, hann var eins kæruleysislega afslapp- aður og endranær. Og gerðist jafn- vel svo djarfur að hæðast að henni! Hún þóttist ekki taka eftir háðinu í spurningu hans og tókst að bæla niður reiði sína nóg til þess að segja kuldalegri röddu: ,,Þú lagðir mig undir, rétt eins og ég væri auðvirðuleg handfylli af gíneum og seldir mig eins og hverja aðra ambátt! Finnst þér ég ekki eiga heimtingu á skýringu?” ,,Nú, er þetta allt oig sumt?” Með ólundarlegu brosi lét Francis Cranmere sig síga enn neðar I stól- inn. Hann setti frá sér glasið og spennti greipar framan á maganum, Cinguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tab á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. Poj/döiMötos \Qaá\ fESf-CC. l'cuut-obus incuvév'o50- s'ajrébfe ícá LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.