Vikan

Útgáva

Vikan - 29.12.1975, Síða 40

Vikan - 29.12.1975, Síða 40
FRAMHJÁHALD. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var svona: Mér fannst ég vera stödd í Reykjavík, en ég á heirma úti á landi. Ég var þar með kærastanum mínum, sem á heima þar, og við vorum heima hjá honum. Síðan fór ég út og inn í stórt hús, þar sem margt fólk, sem ég kannaðist ekki við, var samankomið. Ég var dálitla stund þarna inni, en fór síðan út og settist á stól — mig minnir, að það hafi verið hjólastóll, en ég er alheilbrigð. Þá kom til mín strákur, sem mér fannst ég þekkja — fannst hann vera vinur kærastans míns. Hann tók í höndina á mér og spurði mig, hvort hann mætti fylgja mér heim, og ég sagði það vera í lagi. Hann leiddi mig alla leið, þangað til við vorum komin skammt frá húsinu. Þá tók hann utan um mig og kyssti mig eins og ég væri stelpan hans. Meðan við vorum þarna að kveðjast og kyssast, kom kærastinn minn, og varð hann mjög reiður, og ætlaði að ráðast á strákinn, en ég hljóp á móti honum, og gat stöðvað hann, en hinn hljóp bara í burtu. Þegar hann var farinn, fór ég að afsaka mig og segja, að ég hefði ekki ætlað að gera þetta. Svo fór ég að gráta og sagðist aldrei ætla að gera þetta aftur. Kærastinn minn var ekkert reiður við mig. Hann kyssti mig þara, og sagðist alveg skilja þetta allt, en ég fékk aldrei almennilega að vita, hvað hann skildi, því ég vaknaði um leið og ég spurði hann að því. Kæri draumráðandi! Ætlarðu að reyna að ráða þennan draum fyrir mig, því að þetta er í annað sinn, sem mig dreymir, að ég haldi framhjá, og í bæði skiptin hélt ég framhjá sama stráknum? Og í bæði skiptin sá ég jafnmik- ið eftir því. Ég vil taka það fram, að þessi draumur var óvenju- lega skír. Með kveðju. J.J. að vestan. Þessir draumar eru ekki hættulegir, langt frá því. Þó máttu eiga von á því, að þú fréttir um þig einhverjar kjaftasögur, sem eiga við engin rök að styðjast, en láttu það ekki á þig fá. Þær koma söguberanum einum í koll. SKOTSÁR. Kæri draumráðandi! Mig dreymir mjög sjaldan þannig, að ég muni draum- ana daginn eftir, en draumurinn, sem ég ætla að biðja þig að ráða, var alveg sérstaklega skír, og hann hefur valdið mér talsverðum heilabrotum. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera í húsi nokkru ásamt einhverjum, sem ég veit ekki, hver var. Við vorum í einhvers konar bardaga við einhvern í húsinu á móti. Sajmt sá ég aldrei tmgdreymdi nein vopn. Allt í einu geng ég tram, en í sama bili verð ég fyrir skoti beint í hjartastað. Birtist mér þá allt í einu frændi minn, sem heitir Einar. Ég faðmaði hann lengi að mér, og á meðan sagði hann stöðugt við mig: Þú deyrð, þú ert að deyja, en ég faðmaði hann aðeins betur að mér, og þaö var eins og snertingin við hann græddi skotsárið, svo ég varð alheil. Ég tek það fram, að í draumnum bar ég á móti því, að ég væri að deyja. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. X. Þú verður fyrir hjartasorg, en einhver verður til að græða hana. Ekki þarf það að vera Einar frændi þinn, þótt hann kæmi fram í draumnum sem sá, sem það gerir. STEINAR DETTA ÚR HRING. Kæri þáttur! Ég hef nú aldrei skrifað þér áður, en mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera með hring, sem ég á, og setti ég hann upp í mig. Þá fannst mér hann detta í sundur, þar sem steinninn er í honum. Ég tók brotið og setti það á borðið hjá mér,- og þá fannst mér, að steinarnir væru orðnir tveir, og var annar svolítið stærri. Mér fannst það hlyti að vera svo dýrt að gera við þetta, að ég fer niður á bæjarskrifstofu til að spyrjast fyrir um, hvort ég geti fengið eitthvað af viðgerðarkostnaðinum greiddan úr tryggingum, en þar var mér sagt, að það tæki því ekki, þar sem það tæki svo langan tíma. Ég fór með það og fannst þetta þá allt f einu vera allt í lagi. Demant. Þú bregst að öllum líkindum einhverjum, sem heldur þig vera vin sinn. Svartil Sigurbjargar: Yfir öllum draumi þínum er einhver sérstök ró og frið- ur, sem hlýtur að vitap gott. Annars er hann torráðinn og á margan hátt svo undarlegur, að erfitt er að átta sig á merkingu hans. í fljótu bragði virðist þó mega ætla, að hann sé fyrirboði þess, að vinur þinn leiti eftir nánari kunningsskap við þig___ekkert skal þó um það fullyrt___ og þú sért ekki mótfallin nánari kynnum. Svar til E.J. Grátur er fyrir góðu í draumi. Hringurinn og sú breyting, sem á honum varð hins vegar fyrir vinslitum. Sennilega losnar þú við frekari afskipti af kunningja, sem þú ert orðin leið á. Svartil K.S. Láttu drauminn ekki á þig fá og haltu þínu striki, að vísu getur svo fariö, að þú verðir fyrir smávegis töfum á leið þinni að takmarkinu, en þær eru svo smávægi- legar, að það tekur því ekki að setja þær fyrir sig.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.